Fleiri fréttir

Deilt um verðbætur til verktaka hjá Faxaflóahöfnum

Deilt var um greiðslu á verðbótum til verktaka í hafnarstjórn Faxaflóahafna á fundi stjórnarinnar fyrir helgina. Stjórnin samþykkti svo að fela hafnarstjóra að ganga til samninga um greiðslu skertra verðbóta vegna þriggja verkefna á vegum hafnarinnar.

Gera ráð fyrir 0,5% stýrivaxtalækkun

Greining Íslandsbanka telur að niðurstaða peningastefnunefndar verði sú að lækka vexti um 0,5 prósentustig og vextir verði í kjölfarið 17,5%, en stýrivaxtaákvörðunardagur verður næsta fimmtudag. Þessa niðurstaða var birt í nýrri gengis- og stýrivaxtaspá frá 11. mars síðastliðnum.

Straumur selur 50% hlut sinn í Wood & Company

Straumur hefur selt 50% hlut sinn í fjárfestingarbankanum Wood & Company. Söluverðið er 10 milljónir evra eða um 1,4 milljarðar kr. Auk þess fær Straumur 30% af hagnaði Wood næstu tvö árin.

Cosser hefur enn áhuga á Íslandi

Steve Cosser fjárfestir, sem gerði tilboð í útgáfufélag Morgunblaðsins, er ekki hættur við að fjárfesta á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Oddssyni lögmanni hans. Cosser var á meðal þriggja aðila sem gerðu tilboð í Árvakur, sem rekur Morgunblaðið og mbl.is. Tilboði var hins vegar tekið frá hóp sem Óskar Magnússon lögmaður fór fyrir.

Skuldir Manchester United seldar á tombóluverði

Skuldir enska fótboltafélagsins Manchester United eru nú seldar á tombóluverði þar sem lánadrottnar félagsins eru óttaslegnir yfir skuldastöðu félagsins. Forgangslán félagsins ganga nú kaupum og sölum á 70% af nafnvirði.

Færeyjabanki einn á uppleið

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,96 prósent í dag. Þetta er jafnframt eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 0,71 prósent og í Össur um 0,41 prósent.

Engin skerðing hjá Frjálsa lífeyrisjóðnum

Frjálsi lífeyrissjóðurinn þarf ekki að skerða réttindi og lífeyri sjóðfélaga í tryggingadeild sjóðsins þrátt fyrir þann ólgusjó sem ríkti á verðbréfamörkuðum árið 2008.

Töluverð aukning á aflaverðmæti milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 99 milljörðum króna á árinu 2008 samanborið við 80 milljarða yfir árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 18,8 milljarða eða 23,5% á milli ára. Aflaverðmæti í desember nam tæpum 8 milljörðum miðað við rúma 5 milljarða í desember 2007.

Asíubréf hækkuðu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf hátæknifyrirtækja og bílaframleiðenda sem hækkuðu mest. Japanski Mitsubishi-bankinn hækkaði um sex prósent og bréf bílaframleiðandans Mazda hækkuðu um tæplega 10 prósent en Japanar hafa nú á ný öðlast bjartsýni á að bílasala þeirra á erlendri grundu aukist.

Olíuríkin draga ekki úr framleiðslu

Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, ætla ekki að minnka olíubirgðir og ná þannig fram hækkun á heimsmarkaði. Þess í stað verður lögð áhersla á að koma í veg fyrir að aðildarríki samtakanna framleiði olíu umfram kvóta.

AIG dregur úr bónusgreiðslum

Bandaríska trygginga- og fjárfestingafélagið AIG Investments hefur ákveðið að draga úr bónusgreiðslum til starfsmanna. Greiðslur til lykilstjórnenda verða lækkaðar um 30%. Þetta kemur fram í bréfi sem Edward Liddy, stjórnarformaður AIG, skrifaði Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna.

Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar

Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi.

Jón Ásgeir selur einkaflugvél og snekkju

Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður hefur selt einkaþotu sína og 50 metra langa snekkju. ,,Það er ágætt að eiga þessa hluti en það er pottþétt hægt að lifa án þeirra," segir Jón í viðtali við Sunday Times.

Fjöldi atvinnulausra nálgast 17 þúsund

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast hröðum skrefum og nú eru 16.878 manns atvinnulausir á landinu öllu. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að skráð atvinnuleysi í vor verði komið upp í 10% en nú eru líkur á að það hlutfall komi jafnvel fyrr á árinu.

Leita leiða til að hækka olíuverð

Samtök olíuríkja koma saman til fundar nú um helgina til þess að leita leiða til að minnka olíubirgðir og hækka þannig verðið á heimsmarkaði. Mikil andstaða er við það hjá neysluríkjunum.

Íranir vilja minni olíu

Olíumálaráðherra Írans lagði til á fundi OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, að olíuríkin dragi enn frekar úr framleiðslu sinni. ,,Það er alltof mikil olía á markaðnum," sagði Gholam Hossein Nozari, olíumálaráðherra Írans, við blaðmenn í Vín í Austurríki þar sem fundurinn fer fram.

Stærstu iðnveldin funda um efnahagsmál

Nú um helgina funda fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar 20 helstu iðnvelda í Bretlandi. Ríkin endurspegla rúmlega 80% af efnahag heimsins.

Byr mun lifa af með hjálp ríkisins

„Byr mun standa af sér óveðrið sem verið hefur í efnahagslífinu að undanförnu," segir Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. Hann segir að árið 2008 hafi vissulega verið erfitt en samkvæmt ársuppgjöri tapaði Byr tæpum 29 milljörðum.

Byr tapaði tæpum 29 milljörðum króna

Byr sparisjóður tapaði um 28.881 milljónum króna eftir skatta á árinu 2008. Í fréttatilkynningu frá Byr segir að þar sé um verulegan viðsnúning að ræða frá fyrra ári, þegar hagnaður eftir skatta nam 7.929 milljónum króna Virðisrýrnun útlána, krafna og óefnislegra eigna nam 29.202 milljónum króna.

Siv spyr utanríkisráðherra um lán til Icelandic Glacial

Siv Friðleifsdóttur þingmaður Framsóknarflokksins hefur beint skriflegri fyrirspurn á alþingi til utanríkisráðherra um hvort hann hafi haft áhrif á að fyrirtækið Icelandic Glacial fékk 450 milljón kr. lán í lok síðasta árs eða síðar.

Hlutabréfaverð hækkar í vikulokin

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, rauk upp um 12,39 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Össuri, sem hækkaði um 3,43 prósent, Færeyjabanka, sem hækkaði um 0,97 prósent, og Marel Food Systems, sem hækkaði um 0,61 prósent.

HS Orka tapaði 11,7 milljörðum í fyrra

Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum kr. Árið áður nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 3,5 milljörðum kr.

Íslensku bankarnir bjarga All Saints frá þroti

Tískuvörukeðjan All Saints hefur verið bjargað frá þroti eftir að íslensku bankarnir Kaupþing og Landsbankinn, aðallánadrottnar All Saints, féllust á fjárhagslega endurskipulagingu keðjunnar.

Segir Kaupþing hafa brotið gegn lögum um neytendalán

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.

Kaupþing fær leyfi dómstóls til að kanna ákvörðun Breta

Dómstóll í Bretlandi (High Court) hefur heimilað Kaupþingi banka hf. að fylgja eftir kröfu sinni um að fram fari lögfræðileg endurskoðun á réttmæti ákvörðunar breskra stjórnvalda um að framselja til þriðja aðila, án bóta, innstæður á Kaupthing Edge reikningum hjá dótturfélagi bankans í Bretlandi, Kaupthing Singer & Friedlander, þann 8. október 2008.

Fréttaskýring: Stýrivaxtalækkun og afnám gjaldeyrishafta

Tveir mjög jákvæðir punktar komu fram í máli fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) nú fyrir hádegið á blaðamannafundi í Seðlabankanum. Annarsvegar var um að ræða að svigrúm hefur myndast fyrir stýrivaxtalækkun og hinsvegar að fyrstu skrefin í afnámi gjaldeyrishaftanna eru í sjónmáli.

Hansa í greiðslustöðvun til 8. júní

Hansa ehf. hefur verið veitt áframhaldandi greiðslustöðvun til 8. júní næstkomandi. Hansa er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er helsta eign þess breska knattspyrnuliðið West Ham United. MP banki, sem er á meðal kröfuhafa í félagið lagðist hart gegn því að Hansa fengi framlengingu á greiðslustöðvun, féll frá þeim kröfum í síðustu viku.

Baugsmenn stofna nýtt félag í Bretlandi

Forstjórar Baugs í Bretlandi, þeir Gunnar Sigurðsson og Don McCarthy, hafa stofnað nýtt félag í Bretlandi undir nafninu Tecamol. Jón Ásgeir Jóhannesson er sagður tengjast félaginu.

Leiðbeinir íslenskum fyrirtækjum um samfélagsábyrgð

Steve Rochlin, einn fremsti alþjóðlegi sérfræðingurinn hvað varðar samfélagsábyrgð fyrirtækja, mun leiðbeina íslenskum fyrirtækjum um hvernig þau geta innleitt samfélagsábyrgð í daglegum rekstri. Þetta er í fyrsta skipti sem að hópur íslenskra fyrirtækja kemur saman hér á landi til þess að efla sig á þessu sviði.

Samdráttur í verslun allt að 53% þar sem mest er

Mikill samdráttur er nú í verslun. Í febrúar dróst dagvöruverslun saman um 14% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra, velta í sölu á áfengi dróst saman um 16%, velta í skóverslun um 19%, velta í fataverslun um 24%, velta í húsgagnaverslun um 41% og velta í raftækjaverslun um 53%.

Almenni lífeyrissjóðurinn hættur við að rukka fyrir séreignarsparnaðinn

Almenni lífeyrissjóðurinn hefur fallið frá því að innheimta kostnað vegna útborgunar séreignarsjóðs við sérstakar aðstæður. Þóknunin átti að nota til að mæta kostnaði við útborgunina sem felst m.a. í breytingu á tölvukerfum og þóknunar við sölu verðbréfa að því er framkvæmdastjóri sjóðsins segir.

AGS segir svigrúm til stýrivaxtalækkunar

Mark Flanagan formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi segir að svigrúm sé að skapast fyrir lækkun stýrivaxta. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi nú fyrir hádegið.

Sérfræðiaðstoð AGS hefur komið að góðu gagni

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur undanfarnar rúmar tvær vikur unnið með íslenskum stjórnvöldum að fyrstu endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda vegna lánafyrirgreiðslu sjóðsins. Sendinefndin, undir stjórn Mark Flanagans, hefur einnig átt fundi með fjölda hagsmunaðila til þess að kynna sér þróun íslensks efnahagslífs og áhrif efnahagshrunsins og hélt nefndin blaðamannafund í Seðlabankanum í dag.

Ætla að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum

Neytendastofa og norrænar systurstofnanir hennar, sem fara með eftirlit og framkvæmd laga á sviði neytendamála á Norðurlöndunum, hafa markað sér þá sameiginlegu stefnu fyrir næsta ár að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt.

Danski skatturinn notar Al Capone aðferðir gegn glæpahópum

Danski skatturinn vinnur nú allan sólarhringinn með lögreglunni í Danmörku við að koma Vítisenglum og öðrum glæpahópum bakvið lás og slá. Samkvæmt Jyllands Posten notar skatturinn Al Capone aðferðir í baráttu sinni, það er reynir að ná til glæpamannanna í gegnum skattsvik þeirra og efnahagsbrot.

Sjá næstu 50 fréttir