Viðskipti innlent

Faxaflóahafnir skiluðu 230 milljónum í hagnað í fyrra

Magni, núr lóðsbátur hjá Faxaflóahöfnum. Mýndin er á vefsíðu félagsins.
Magni, núr lóðsbátur hjá Faxaflóahöfnum. Mýndin er á vefsíðu félagsins.

Ársreikningur Faxaflóahafna sf. var lagður fyrir stjórn félagsins fyrir helgina og samþykktur. Helstu niðurstöðutölur eru að reksturinn eftir fjármagnsliði skilaði hagnaði sem nemur 230.8 milljónum kr.

Heildar rekstrartekjur voru 2.6 milljarður kr. og rekstrargjöld 2.2 milljarðar kr. Handbært fé frá rekstri nam 1.2 milljarði kr. og til fjárfestinga var varið tæpum 2.3 milljarði kr. Óráðstafað eigið fé Faxaflóahafna sf. er 10.4 milljarðar kr.

Stærstu framkvæmdir Faxaflóahafna sf. tengdust m.a. lengingu Vogabakka, en til þess verkefnis var á árinu varið 119.0 milljónum kr., landgerð, lóðargerð og gatnagerð á Grundartanga þar sem varið var 366.5 milljónum kr.

Til gatnagerðar og landgerðar í Sundahöfn var varið 136.5 milljónum kr. og vegna nýs lóðsbáts, Jötuns, 354.9 milljónum kr.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×