Viðskipti innlent

Fitch gefur Straumi lánshæfismatið "gjaldþrot"

Matsfyrirtækið Fitch gefur fellt lánshæfiseinkunn Straums úr B og niður í D sem stendur fyrir gjaldþrot.

Fitch segir í umsögn sinni með þessari breytingu að ekki sé hægt að reiða sig á að íslensk stjórnvöld muni greiða upp skuldbindingar Straums þegar þær koma á gjalddaga.

Í frétt um Straum í Financial Times í dag segir meðal annars að yfirtaka Straums í gærmorgun hafi verið enn eitt áfallið fyrir Björgólf Thor Björgólfsson.

Björgólfur hafi verið einna mest áberandi af "útrásarvíkingunum" en hafi lítið látið á sér bera síðan að fjármálakerfi Íslands hrundi s.l. haust.

Greint er frá því að Björgólfur og faðir hans, Björgólfur Guðmundsson, séu enn að ná sér eftir hrun Landsbankans og í lækkandi verði á fjárfestingum sem Björgólfur Thor hafi ráðist í, í gegnum félag sitt Novator. Sé hann nú að reyna að selja eitthvað af eignum Novator til að halda sér á floti.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×