Viðskipti erlent

Neikvæðir hagvísar

Frá London.
Frá London.

Vísbendingar eru um viðvarandi samdrátt hjá sjö stærstu aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), samkvæmt mati sem birt var á föstudag.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir hagvísana ekki hafa verið neikvæðari síðan í olíukreppunni um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. OECD tekur fram að ekki sé útlit fyrir að viðsnúnings gæti í allra nánustu framtíð.

Þá er tekið fram að sérstaklega hafi tekið að halla undan fæti hjá stærstu þjóðum heims sem standi utan við stofnunina, svo sem í Brasilíu, Kína, Indlandi og í Rússlandi. Hafi þau dregist niður í svelg vegna alvarlegs samdráttar og minnkandi eftirspurnar hjá ríkustu og umsvifamestu þjóðum heims. Innflutningur hér dróst saman um 33 prósent eftir efnahagshrunið á milli fjórðunga á fjórða ársfjórðungi í fyrra en útflutningur jókst um 1,5 prósent.

Mælingu OECD á helstu hagvísum er ætlað að gefa upplýsingar um stefnubreytingar í hagsveiflum til skemmri tíma og gefa vísbendingar um það hvort hagkerfi séu að vaxa eða dragast saman. Stofnunin tók tölurnar fyrst saman árið 1965.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×