Viðskipti innlent

Nýja Kaupþing með virka greiðslumiðlun við útlönd

Misskilnings hefur gætt í fjölmiðlum að aðeins ein fjármálastofnun sinni hlutverki greiðslumiðlunar við útlönd fyrir utan Seðlabankann. Nýja Kaupþing áréttar því að bankinn er með virka greiðslumiðlun við útlönd.

Í tilkynningu frá bankanum segir að Nýja Kaupþing hafi frá 1. desember 2008 miðlað erlendum greiðslum gegnum eigin reikninga fyrir hönd viðskiptavina sinna. Viðskiptavinir Nýja Kaupþings geta því milliliðalaust nýtt sér greiðslumiðlun bankans vegna vöru-og þjónustuviðskipta um allan heim.

Starfsmenn Nýja Kaupþings búa yfir mikilli þekkingu á miðlun gjaldeyris um allan heim og hafa viðskiptamenn bankans getað nýtt sér snurðulausa greiðslumiðlun bankans frá 1. desember 2008.

Nýja Kaupþing notaði reikninga Seðlabankans fyrir erlendar færslur frá 9.október 2008 til 1.desember 2008 . Það varð hins vegar breyting á því þegar bankinn opnaði reikninga í öllum helstu myntum hjá JP Morgan Chase í New York, London, Frankfurt og Tokyo. Þá er bankinn einnig með reikninga hjá SEB í Svíþjóð og Noregi og Danske Bank í Danmörku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×