Fleiri fréttir

Eignir Milestone heim

„Þetta eru vonbrigði enda fínar eignir sem við misstum vegna aðstæðna og vantrausts á markaði,“ segir Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone. Í gær var skrifað upp á samning um sölu á skaðatryggingafélaginu Moderna Forsäkringar og sjóðstýringarfyrirtækinu Aktie-Ansvar auk þess sem stefnt er að því að selja líftryggingafélagið Moderna Liv og bankann Banque Invik.

Fyrstu samn­ingar í höfn

„Fyrstu samningar eru frágengnir og íhlutir á leið til landsins,“ segir Jóhann R. Benediktsson, framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins HBT á Suðurnesjum. Fyrirtækið vinnur að þróun orkusparandi lausna fyrir rafkerfi stórnotenda, svo sem frystihús og fjölveiðiskip.

Nýjar valdablokkir

Á bókamarkaðnum í Perlunni liggur á borðum með ritum um dulspeki, handanheima og búnaðarhætti liðinna tíða hin merka bók Valdablokkir riðlast eftir Óla Björn Kárason, fyrrum ritstjóra Viðskiptablaðsins, nú einn af ritstjórum netmiðilsins AMX.

Úr Landsbankanum í endurreisnina

Gunnar Thoroddsen, fyrrum forstjóri Landsbankans í Lúxemborg, hefur verið ráðinn forstjóri endurreisnarsjóðs sem Straumur-Burðarás tilkynnti um stofnun á í nóvemberlok í fyrra.

Ísland ekki lengur land heldur sjóður

Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og

Gjaldeyrishöft senn tekin upp í Evrópu

„Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn,“ segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim.

Biðin er skaðleg

„Bið eftir verðmati á bönkunum hefur mjög truflandi áhrif á rekstur útflutningsfyrirtækja,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems.

Sprotakjaftæði

„Stundum verða menn þreyttir á öllu þessu sprotakjaftæði,“ sagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og sprotamálaráðherra, á ársfundi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í gær.

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um 40% í febrúar

Bílasala í Bandaríkjunum dróst saman um meira en 40% í febrúar og hefur ekki verið minni í næstum þrjá áratugi. Bílasala þar hefur þá dregist saman í 15 mánuði samfleytt og er allt útlit fyrir að kreppan í Bandaríkjunum sé enn að dýpka.

Enn lækka markaðir á Wall Street

Hlutabréfavísitölur á Wall Street sveifluðust mjög mikið í dag enda hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum ekki getað sannfært fjárfesta um að efnahagslífið sé á réttri leið. Svo fór þó að við lokun markaða lækkaði Dow Jones vísitalan um 0,55%, S&P lækkaði um 0,64% og Nasdaq lækkaði um 0,14%.

46 milljarðar gufuðu upp úr vasa Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson stimplaði sig í annað sinn inn í íslenskt viðskiptalíf með kaupum á eignarhlut í Landsbanka Íslands árið 2002. Þegar bankinn féll gufuðu 46 milljarðar úr vasa Björgólfs.

Bankastjórar gömlu bankanna fengu 3200 milljónir í laun

Sjö bankastjórar gömlu bankanna fengu yfir þrjúþúsund og tvöhundruð milljónir króna í laun, hlunnindi og bónusa á fimm árum. Sýnir veruleikafirringu manna í bankakerfinu segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur sem hvetur fyrrum bankastjóra til að feta í fótspor Bjarna Ármannssonar og skila einhverju til baka.

Greiðslustöðvun Landsbankans framlengd til nóvember

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í dag beiðni skilanefndar Landsbanka Íslands hf. um níu mánaða framlengingu á greiðslustöðvun bankans, eða til 26. nóvember 2009. Beiðni um framlengingu var ekki mótmælt af hálfu kröfuhafa við fyrirtöku málsins.

Landsbankinn og Straumur ná samkomulagi um uppgjör krafna

Landsbanki Íslands hf. og Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hf. hafa gengið frá samkomulagi um uppgjör krafna í milli bankanna þar með töldum kröfum vegna peningamarkaðslína, lána, afleiðustaða, skuldabréfa og ábyrgða.

Gengi Century Aluminum féll um tæp 30 prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 29,39 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 203 krónum á hlut. Þá féll gengi bréfa í Icelandair Group um 3,94 prósent og Össurar um 2,12 prósent auk þess sem gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum lækkaði um 1,82 prósent.

Ólöglegt af Roskildebank að lána fyrir hlutum í bankanum

Danski bankinn Roskildebank, sem varð gjaldþrota í síðasta mánuði, beitti viðskiptavini sína miklum þrýstingi til að taka lán hjá bankanum til að kaupa hluti í honum. Þetta telur danskur prófessor að hafi verið ólöglegt af hálfu bankans.

Jón Ólafsson hættur við tilboð í Senu

Jón Ólafsson og bandaríski umboðsrisinn William Morris Agency hafa hætt við að gera tilboð í afþreyingafyrirtækið Senu. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í félagið rann út klukkan fjögur í dag.

Hawkpoint ráðið til samningagerðar milli bankanna

Ríkisstjórn Íslands afréð á fundi sínum í dag, 3. febrúar, að tillögu forsætisráðherra, að ganga til samninga við ráðgjafafyrirtækið Hawkpoint um að vinna að samningagerð milli gömlu og nýju bankanna undir stjórn fulltrúa íslenskra stjórnvalda.

Vona að sala sendiráðabústaða gefi milljarð í kassann

Íslensk stjórnvöld hafa sett nokkra af helstu sendiráðabústöðum sínum erlendis til sölu. Samkvæmt frétt í Wall Street Journal um málið mun salan gefa af sér um 25 milljónir dollara eða tæpa 3 milljarða kr.. Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu segir að til standi að kaupa nýja ódýrari bústaði fyrir um það bil tvo milljarða.

Peningastefnunefnd er orðin fullskipuð

Forsætisráðherra hefur í dag skipað tvo fulltrúa í peningastefnunefnd samkvæmt nýju ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Þau eru Anne Sibert, Dr. í hagfræði og prófessor við Birkbeck College, University of London og Gylfi Zoega, Dr. í hagfræði og prófessor við Háskóla Íslands.

Hansa vill fá framlengingu á greiðslustöðvun

Hansa, eignarhaldsfélag West Ham í ensku úrvalsdeildinni, mun fara fram á að greiðslustöðvun félagsins verði framlengd. Málið verður tekið fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur n.k. föstudag.

Sjælsö Gruppen skilaði 4 milljörðum í hagnað

Fasteignafélagið Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4 milljörðum kr.. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding.

Áfram unnið að endurskipulagi Sparisjóðs Mýrarsýslu

Sparisjóður Mýrasýslu hefur um nokkurn tíma unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu sjóðsins eftir að ljóst varð að ekki yrði af samningi við Kaupþing banka hf. í kjölfar hruns íslensku viðskiptabankanna.

Erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 3.700 milljarða

Hrein erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um 3.675 milljarðar kr. í lok árs í fyrra og hafði þá versnað um 2.309 milljarða kr. yfir árið. Hreinar skuldir námu 240% af áætlaðri landsframleiðslu í lok árs 2008 samanborið við 106% í lok árs 2007.

Allir Xbox eigendur fá 2ja ára neytendaábyrgð

Hátækni hefur ákveðið að beita sér fyrir því að öllum Xbox eigendum, sem keyptu vélar sínar á Íslandi, sé tryggð lögbundin 2ja ára neytendaábyrgð. Hátækni og Microsoft á Íslandi hafa nú náð samkomulagi um þessa 2ja ára ábyrgð.

Cathay Financial tapaði miklu á íslensku bönkunum

Cathay Financial Holding, stærsta fjármálaþjónusta Taiwan, tapaði miklu á hruni íslensku bankanna og hefur afskrifað kröfur upp á 780 milljónir NTdollara í íslensku bönkunum, eða um 3 milljörðum kr..

Viðskiptasmiðjan ætlar að skapa 150 sprotafyrirtæki

Viðskiptasmiðjan – Hraðbraut nýrra fyrirtækja áætlar að skapa 150 ný sprotafyrirtæki, 1.000-3.000 ný störf, um 2-3 milljarða kr. í innlenda og erlenda fjárfestingu. Fyrirtæki Viðskiptasmiðjunnar munu skapa um 3-4 milljarða kr. í gjaldeyristekjur frá 2009-2011.

Viðskiptahallinn sló öll met í fyrra

Viðskiptahallinn hérlendis sló öll met í fyrra en hann nam 508 milljörðum kr. á árinu. Nær helmingur hallans varð á fjórða ársfjórðungi eða 232 milljarðar kr. sem er einnig methalli fyrir einn ársfjórðung.

Eimskip semur um frestun vaxtagreiðslna

Eimskipafélagið hefur samið við skuldabréfaeigendur í tveimur flokkunum, útgefin að verðmæti 10 milljarða kr., um frestun vaxtagreiðslna. Þá mun sala á eignum í Norður-Ameríku liggja fyrir innan nokkurra vika.

Stofnandi Keops vill kaupa eignir af Landic Property

Ole Vagner stofnandi Keops fasteignafélagsins vill nú kaupa aftur þær Keops eignir sem seldar voru til Landic Property fyrir um tveimur árum síðan. Um er að ræða eignir í Svíþjóð sem metnar eru á yfir sjö milljarða danskra kr. eða sem nemur um 149 milljörðum kr..

HSBC-bankinn lækkaði um 18 prósent

Hlutabréf á asískum mörkuðum féllu í verði í morgun og varð lækkunin langmest hjá HSBC-bankanum en bréf hans lækkuðu um heil 18 prósent á markaði í Hong Kong eftir að bankinn tilkynnti að hann myndi selja töluvert magn hlutabréfa. Eins lækkuðu japönsk fyrirtæki mörg hver og greindi fréttavefur Bloomberg frá því í morgun að fyrir hver fjögur fyrirtæki, sem hækkuðu í verði í Asíuvísitölu Morgan Stanley, hafi fimm lækkað.

Viðræður en ekki samkomulag

Landsbankinn átti í viðræðum við breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að Icesave innlánareikningar bankans í Bretlendi yrðu færðir með flýtimeðferð yfir í dótturfélag hans þar í landi. Þetta fullyrðir Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og vísar í yfirlýsingar fyrrum

Mosaic Fashions komið í greiðslustöðvun

Mosaic Fahions hefur verið sett í greiðslustöðvun og hefur stærstur hluti fyrirtækisins og hefur stærstur hluti félagsins verið seldur Kaupþingi og stjórn Mosaics.

Bréf Atlantic Petroleum falla um 21,4 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 21,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í Straumi um 3,59 prósent og í Össuri um 2,29 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,67 prósent og Bakkavarar um 1,56 prósent.

Dow Jones-vísitalan undir 7.000 stig

Gengi bandarískra hlutabréfa féll við upphaf viðskiptadagsins og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan undir 7.000 stigin í fyrsta sinn frá vordögum 1997.

Verð á þorski til eigin vinnslu lækkað um 15%

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna í dag, 2. mars, var ákveðið að lækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%.

Nýr verðbréfasjóður orðinn 5 milljarðar kr. að stærð

Fyrir áramótin setti Eignastýring Íslandsbanka nýjan verðbréfasjóð á markað og ber hann heitið „Ríkissafn - ríkisskuldabréf og innlán". Sjóðurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur fjárfesta og eru eignir sjóðsins nú strax orðnar um 5 milljarðar króna.

Tapaði 80 milljörðum kr. á dag

Bandaríski fjármálarisinn AIG skilaði heimsmeti í taprekstri á fjórða ársfjórðungi síðasta ár. AIG tapaði sem nemur tæpum 80 milljörðum kr. á hverjum degi ársfjórðungsins.

Sjá næstu 50 fréttir