Viðskipti innlent

Bresk stjórnvöld lofuðu ekki flýtimeðferð vegna Icesave

Björgólfur Thor Björgúlfsson.
Björgólfur Thor Björgúlfsson.
Ekkert samkomulag var gert um flýtimeðferð til þess að koma Icesave reikningunum í breska lögsögu líkt og Björgólfur Thor Björgólfsson hélt fram í viðtali við Kompás skömmu eftir hrun bankanna. Þetta kemur fram í svari breska fjármálaráðuneytisins og breska fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Friðriks Þórs Guðmundssonar, sjálfstætt starfandi blaðamanns, sem hann sendi fyrrgreindum stofnunum í Bretlandi. Svörin voru birt í Kastljósi í kvöld

Björgólfur Thor Björgólfsson kaupsýslumaður hélt því fram í Kompási sem sýndur var þann 27. október síðastliðinn að daginn áður en neyðarlög voru sett á bankana hafi bresk yfirvöld boðist til að taka alla Icesave reikninga undir sína ábyrgð á fimm dögum, gegn því að Seðlabankinn lánaði Landsbankanum 200 milljónir punda í tryggingu. Í viðtalinu fullyrti Björgólfur að ef þessu góða boði hefði verið tekið hefðu Icesave reikningarnir getað farið undir breska lögsögu og íslensk stjórnvöld geta forðast harðvítuga milliríkjadeilu við Breta um ábyrgð á reikningunum.

Seðlabanki Íslands hafnaði hins vegar að lána Landsbankanum 200 milljóna punda tryggingu Daginn eftir að það gerðist og bankinn var tekinn með neyðarlögum hringdi Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta í Árna Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra. Björgólfur Thor sagðist í samtali við Kompás telja að í samtalinu hafi Darling, furðu lostinn, vísað í að Landsbankinn hafi ekki fengið fyrirgreiðslu deginum áður.

Smelltu hér til að horfa á það sem Björgólfur sagði í Kompási












Fleiri fréttir

Sjá meira


×