Viðskipti innlent

Viðskiptahallinn sló öll met í fyrra

Viðskiptahallinn hérlendis sló öll met í fyrra en hann nam 508 milljörðum kr. á árinu. Nær helmingur hallans varð á fjórða ársfjórðungi eða 232 milljarðar kr. sem er einnig methalli fyrir einn ársfjórðung.

Hagfræðideild Landsbankans fjallar um málið í daglegu fréttabréfi sínu og vitnar í tölur sem Seðlabankinn sendi frá sér nýlega.

Stærstu liðirnir í hinum mikla viðskiptahalla eru vaxtagreiðslur og það sem kallast „innflutt tap" það er rýrnun á erlendum eignum Íslendinga.

Vaxtagreiðslurnar á árinu námu samtals 193 milljörðum kr. og innflutt tap nam 197 milljörðum kr..












Fleiri fréttir

Sjá meira


×