Viðskipti erlent

Dow Jones-vísitalan undir 7.000 stig

Gengi bandarískra hlutabréfa féll við upphaf viðskiptadagsins og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan undir 7.000 stigin í fyrsta sinn frá vordögum 1997.

Bandaríska hlutabréfavísitalan Dow Jones féll um tvö prósent við upphaf viðskiptadagsins og fór í 6.921 stig.

Þá féll S&P 500-vísitalan um 2,25 prósent. Hún stendur í 719 stigum og hefur ekki verið lægri síðan í nóvember árið 1996.

Þróunin er svipuð og á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag hafa lækkað um tæp þrjú til fjögur prósent.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×