Stofnandi Keops vill kaupa eignir af Landic Property 3. mars 2009 08:49 Ole Vagner stofnandi Keops fasteignafélagsins vill nú kaupa aftur þær Keops eignir sem seldar voru til Landic Property fyrir um tveimur árum síðan. Um er að ræða eignir í Svíþjóð sem metnar eru á yfir sjö milljarða danskra kr. eða sem nemur um 149 milljörðum kr.. Eignir þær sem hér um ræðir eru, að sögn Berlinske Tidende, þrjú stór eignasöfn í Svíþjóð sem ganga undir nöfnunum VI, VII og VIII. Vagner keypti þessi eignasöfn á sínum tíma er hann átti sjálfur Keops með því að gefa út skuldabréf í þeim með veði í eignunum sjálfum. Síðan Landic keypti Keops hafa þessar eignir rýrnað töluvert í verði og hafa bankar því í tveimur tilfellum stöðvað vaxtagreiðslur af skuldabréfunum af Þeim sökum. Vagner segir í samtali við Berlinske að íslenskir eigendur Landic eigi í erfiðleiklum með að fá nýtt fjármagn til rekstursins og það verði betra fyrir hann sem Dana að semja við bankana. "Við höfum betri möguleika á að semja við bankana og fá lán en Landic hefur," segir Vagner. "Það er ekki mjög kynþokkafullt í augnablikinu að vera Íslendingur." Vagner hefur áður keypt eignasafnið IX af Landic og í samkomulaginu um þau kaup var opin möguleiki á frekari kaupum af hálfu Vagner. Þetta staðfestir Michael Sheikh þróunarstjóri Landic í samtali við Berlinske. Hann segir þó að málið sé ekki komið á koppinn en þeir eigi í góðum samskiptum við Vagner. Vagner reiknar með að geta fengið fyrrgreind eignasöfn með því að yfirtaka skuldirnar sem hvíla á þeim. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ole Vagner stofnandi Keops fasteignafélagsins vill nú kaupa aftur þær Keops eignir sem seldar voru til Landic Property fyrir um tveimur árum síðan. Um er að ræða eignir í Svíþjóð sem metnar eru á yfir sjö milljarða danskra kr. eða sem nemur um 149 milljörðum kr.. Eignir þær sem hér um ræðir eru, að sögn Berlinske Tidende, þrjú stór eignasöfn í Svíþjóð sem ganga undir nöfnunum VI, VII og VIII. Vagner keypti þessi eignasöfn á sínum tíma er hann átti sjálfur Keops með því að gefa út skuldabréf í þeim með veði í eignunum sjálfum. Síðan Landic keypti Keops hafa þessar eignir rýrnað töluvert í verði og hafa bankar því í tveimur tilfellum stöðvað vaxtagreiðslur af skuldabréfunum af Þeim sökum. Vagner segir í samtali við Berlinske að íslenskir eigendur Landic eigi í erfiðleiklum með að fá nýtt fjármagn til rekstursins og það verði betra fyrir hann sem Dana að semja við bankana. "Við höfum betri möguleika á að semja við bankana og fá lán en Landic hefur," segir Vagner. "Það er ekki mjög kynþokkafullt í augnablikinu að vera Íslendingur." Vagner hefur áður keypt eignasafnið IX af Landic og í samkomulaginu um þau kaup var opin möguleiki á frekari kaupum af hálfu Vagner. Þetta staðfestir Michael Sheikh þróunarstjóri Landic í samtali við Berlinske. Hann segir þó að málið sé ekki komið á koppinn en þeir eigi í góðum samskiptum við Vagner. Vagner reiknar með að geta fengið fyrrgreind eignasöfn með því að yfirtaka skuldirnar sem hvíla á þeim.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira