Þungt fram undan á fjármálamörkuðum 4. febrúar 2009 00:01 Robert Parker stofnandi eignastýringarsviðs Credit Suisse kynnti fagfjárfestum tækifærin úti í hinum stóra heimi í boði Alfa fjárfestingaráðgjafar í síðustu viku. Það versta gengur yfir í haust, að hans mati. Markaðurinn/Pjetur „Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Hann segir stöðuna grafalvarlega til skemmri tíma litið. Ljóst sé að hagvöxtur dragist saman víða. Fyrsti ársfjórðungur verði verstur. Þá megi reikna með verðhjöðnun víða árið á enda. „Við teljum að Bandaríkin keyri út úr kreppunni á þriðja fjórðungi en að hilli undir betri tíð í Evrópu og Japan undir lok árs,“ segir hann. Matið byggir á áhrifum snarprar lækkunar stýrivaxta víða ofan á umfangsmikila innspýtingu á fjármagni í stærstu iðnríkjum heims. Þá skiptir máli fyrirhuguð stofnun sérstaks sjóðs (e. bad bank) í Bandaríkjunum, sem stefnt er á að kaupi nær verðlausar eignir þarlendra banka. Á meðal eignanna eru skuldabréf fyrirtækja, íbúðabréf og fleiri tengdar eignir sem hafi lækkað mikið í verði. Slíkt hreinsi til í fjármálakerfinu og geti varið það fyrir frekari innri áföllum. Mikilvægt sé að fleiri slíkir sjóðir líti dagsins ljós í öðrum löndum, svo sem á evrusvæðinu. Það geti dregið mjög úr hættunni á bankahruni. „Við teljum reyndar að sú hætta sé liðin hjá að mestu,“ segir hann en bætir við, að aðgerðir seðlabanka víða um heim hafi dregið úr kostum skuldabréfamarkaðarins. Þar sé lítið um góða kosti. Raunar megi segja að ár skuldabréfanna sé liðið, að hans mati. Ástæðan fyrir viðsnúningi vestanhafs á seinni hluta árs er fyrst og fremst viðamikil björgunaraðgerð Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún bætist við aðrar björgunaraðgerðir sem muni hleypa fjármálamörkuðum af stað. Hann segir Kínverja þó eiga metið, séu björgunaraðgerðirnar miðaðar við hlutfall af landsframleiðslu. „Fjárfestar áttu slæma tíð í Kína í fyrra en þá fór markaðurinn niður um sextíu prósent. Markaðurinn hefur batnað verulega síðan þá, ég mæli með honum,“ segir Parker. Brasilía er á sama lista. „Þetta verður hins vegar hægur og erfiður bati,“ segir Parker og bætir við að hann sé sömuleiðis jákvæður með horfurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í byrjun næsta árs. Þó sé hætta á að hægist á ný þegar áhrif björgunaraðgerðanna fjara út. Megi því reikna með svolítilli niðursveiflu um mitt ár. Hún verði þó fjarri því jafn slæm og sú sem nú stendur yfir. Markaðir Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Sjá meira
„Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Hann segir stöðuna grafalvarlega til skemmri tíma litið. Ljóst sé að hagvöxtur dragist saman víða. Fyrsti ársfjórðungur verði verstur. Þá megi reikna með verðhjöðnun víða árið á enda. „Við teljum að Bandaríkin keyri út úr kreppunni á þriðja fjórðungi en að hilli undir betri tíð í Evrópu og Japan undir lok árs,“ segir hann. Matið byggir á áhrifum snarprar lækkunar stýrivaxta víða ofan á umfangsmikila innspýtingu á fjármagni í stærstu iðnríkjum heims. Þá skiptir máli fyrirhuguð stofnun sérstaks sjóðs (e. bad bank) í Bandaríkjunum, sem stefnt er á að kaupi nær verðlausar eignir þarlendra banka. Á meðal eignanna eru skuldabréf fyrirtækja, íbúðabréf og fleiri tengdar eignir sem hafi lækkað mikið í verði. Slíkt hreinsi til í fjármálakerfinu og geti varið það fyrir frekari innri áföllum. Mikilvægt sé að fleiri slíkir sjóðir líti dagsins ljós í öðrum löndum, svo sem á evrusvæðinu. Það geti dregið mjög úr hættunni á bankahruni. „Við teljum reyndar að sú hætta sé liðin hjá að mestu,“ segir hann en bætir við, að aðgerðir seðlabanka víða um heim hafi dregið úr kostum skuldabréfamarkaðarins. Þar sé lítið um góða kosti. Raunar megi segja að ár skuldabréfanna sé liðið, að hans mati. Ástæðan fyrir viðsnúningi vestanhafs á seinni hluta árs er fyrst og fremst viðamikil björgunaraðgerð Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún bætist við aðrar björgunaraðgerðir sem muni hleypa fjármálamörkuðum af stað. Hann segir Kínverja þó eiga metið, séu björgunaraðgerðirnar miðaðar við hlutfall af landsframleiðslu. „Fjárfestar áttu slæma tíð í Kína í fyrra en þá fór markaðurinn niður um sextíu prósent. Markaðurinn hefur batnað verulega síðan þá, ég mæli með honum,“ segir Parker. Brasilía er á sama lista. „Þetta verður hins vegar hægur og erfiður bati,“ segir Parker og bætir við að hann sé sömuleiðis jákvæður með horfurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í byrjun næsta árs. Þó sé hætta á að hægist á ný þegar áhrif björgunaraðgerðanna fjara út. Megi því reikna með svolítilli niðursveiflu um mitt ár. Hún verði þó fjarri því jafn slæm og sú sem nú stendur yfir.
Markaðir Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Musk selur enn fleiri bréf í Tesla Viðskipti erlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Sjá meira