Treysti ekki Kaupþingsmönnum 3. febrúar 2009 18:50 Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, á fundi þingnefndar í morgun. Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans. Viðskipti Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans.
Viðskipti Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira