Viðskipti innlent

Ætla að skipta um yfirstjórn seðlabankans

Í verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að skipt verði um yfirstjórn Seðlabanka Íslands og lögum um Seðlabankann breytt þannig að skipaður verði einn seðlabankastjóri sem ráðinn verður á faglegum forsendum.

Einnig verðu komið á fót peningastefnuráði sem fer með ákvarðanir um beitingu allra stjórntækja bankans, þ.e. stýrivaxta, bindiskyldu og lausafjárreglna. Hafin verður endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans.

Þá segir að skipuð verði ný yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins og gerðar breytingar á yfirstjórn einstakra ráðuneyta. Erlendir sérfræðingar verða fengnir til starfa til að liðsinna Fjármálaeftirlitinu.

Kannað verður hvort og hvernig megi styrkja lagaheimildir til að unnt verði að kyrrsetja eignir ef slíks er þörf til að tryggja hagsmuni þjóðarbúsins, að virtum ákvæðum stjórnarskrárinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×