Fleiri fréttir Range Rover umhverfisvænni en Prius Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. 7.9.2007 09:00 Apple biðst afsökunar Apple tölvuframleiðandinn hefur beðist afsökunar á því að hafa lækkað verðir á Iphone síma sínum. Fyrirtækið tilkynnti í gær að verð símans yrði lækkað um sem samsvarar þrettán þúsund krónum, tveimur mánuðum eftir að hann kom á markað. Tilkynningin vakti reiði viðskiptavina sem þegar höfðu keypt símann. Steve Jobs, forstjóri Apple, sagði það rétta ákvörðun að lækka verðið, þar sem síminn hafi verið of dýr, og bauð þeim sem þegar höfðu keypt símann bætur. 7.9.2007 08:43 Peningaskápurinn ... Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar. 7.9.2007 00:01 Uppsetning kerfisins hefst í haust Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Vodafone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Huawei, skrifuðu undir samninginn í utanríkisráðuneytinu í gær. 7.9.2007 00:01 Þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á netþjónabúi Þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi fyrir uppsetningu netþjónabúa og bendir margt til að fyrirtæki með Íslendinga í fararbroddi muni ríða á vaðið, að því er kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á ráðstefnu um netþjónabú í gær. 7.9.2007 00:01 Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Verð á hlutabréfum á mörkuðum í Bandaríkjunum hækkuðu í verði í dag. Mest hækkuðu hlutabréf í iðn- og lyfjafyrirtækjum. 6.9.2007 21:27 Verð á olíu hækkar á heimsmörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag meðal annars vegna vaxandi spennu milli Sýrlands og Ísrael. Verð á olíutunnu hækkaði um 57 sent og er nú 76 bandaríkjadalir. 6.9.2007 20:13 Býst við harðari tóni á næsta vaxtaákvörðunarfundi Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að tónninn í Seðlabankanum verði heldur harðari á næsta vaxtaákvörðunarfundi í nóvember í ljósi þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri gaf til kynna í dag að skammtímaverðbólguspá bankans væri of lág. 6.9.2007 15:04 Fjármagnstekjur Íslendinga nálgast 400 milljarða í ár Í nýjasta fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins er leitt líkum að því að fjármagnstekjur Íslendinga í ár nemi allt að 400 milljörðum kr. Á fyrstu sjö mánuðum ársins námu tekjurnar 209 milljörðum kr. Þessar tölur byggja á upplýsingum frá Seðlabankanum en ef þetta gengur eftir myndu skatttekjur ríkissjóðs af þessu nema 30-40 milljörðum kr. 6.9.2007 14:24 Stefna að sameiningu þriggja sparisjóða Forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda hafa ákveðið að leggja til við að þeir verði sameinaðir. 6.9.2007 14:11 Bílnum stungið í samband Breskir sérfræðingar vinna nú að því í Reykjavík að breyta Toyota Prius tvinnbíl þannig að hlaða megi hann eins og hvert annað heimilistæki, með því að stinga honum í samband. 6.9.2007 13:28 Evrubankinn fylgir fordæminu Evrópski seðlabankinn fylgdi fordæmi nokkurra seðlabanka í dag og ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Áður hafði Seðlabanki Íslands og bankar í Bretlandi, Kanada, Brasilíu og Ástralíu ákveðið að halda vöxtum kyrrum í ljósi hræringa á fjármálamörkuðum. 6.9.2007 11:52 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Ákvörðunin kom ekki á óvart enda höfðu flestir reiknað með þessari niðurstöðu. Fyrr á árinu var hins vegar gert ráð fyrir 25 punkta vaxtahækkun en hún var endurskoðuð í ljósi óróleika á fjármálamörkuðum. 6.9.2007 11:42 Verðbólguhorfur til skamms tíma lakari en áður Verðbólguhorfur til skamms tíma eru lakari en við síðustu vaxtaæákvörðun bankastjórnar Seðlabankans og bankinn telur ekki unnt að lækka stýrivexti fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þegar hann rökstuddi þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann sagðist aðspurður ekki finna fyrir þrýstingi á upptöku evrunnar líkt og viðskiptaráðherra. 6.9.2007 11:28 Apple kynnir nýjan iPod Snertiskjár og þráðlaus netaðgangur eru meðal þess sem mun prýða nýjustu útgáfu Ipod spilarans vinsæla. Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnti gripinn á fjölmiðlafundi í gær. Af sérstakri hógværð lýsti Jobs spilaranum sem ,,ótrúlegum" og kallaði hann eitt sjö undra veraldar. 6.9.2007 10:51 Stærsti prentsamningur Íslands í höfn Prentsmiðjan Oddi og Birtíngur útgáfufélag ehf. hafa gert með sér samning um prentun allra tímarita Birtíngs. Þetta mun vera einn stærsti prentsamningur sem gerður hefur verið hér á landi og sá stærsti sem gerður hefur verið um prentun tímarita. Samkvæmt honum prentar Oddi yfir 220 tölublöð af tímaritum Birtíngs á ári. Virði samningsins hefur ekki verið gefið upp. 6.9.2007 10:40 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Evrópu Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum. 6.9.2007 09:23 Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda en þeir gera ekki ráð fyrir að breyting verði á vöxtunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. 6.9.2007 09:00 Hreiðar og Sigurður með nær tvöföld laun forstjóra Nokia Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri sama banka eru hæstlaunuðu stjórnendur í skráðum hlutafélögum á Norðurlöndum, með þó nokkurt forskot á næsta mann. 6.9.2007 08:44 Peningaskápurinn ... Indverska samstæðan United Breweries, sem meðal annars á eitt af stærstu brugghúsum heims og er þekktast fyrir Kingfisher-bjórinn, hefur keypt skoska vískíframleiðandann Whyte & Mackay. Kaupverð nemur 595 milljónum punda, jafnvirði 77 milljarða íslenskra króna. 6.9.2007 00:01 Hlutabréf í Bandaríkjunum lækka í verði Verð á hlutabréfum á bandarískum mörkuðum lækkaði í dag. Við lokun markaða hafði Dow Jones vísitalan fallið um 1,07 prósent. Talið er að hræringar á bandaríska fasteignamarkaðinum hafi valdið lækkuninni í dag. 5.9.2007 20:14 Fresta tilraunaflugi á Dreamliner enn frekar Forsvarsmenn Boeing-flugvélaframleiðandans tilkynntu í dag að félagið þyrfti að fresta fyrsta flugi Boeing 787 þotunnar, sem einnig hefur verið nefnd Dreamliner, enn frekar. Ástæðan er sú að það hefur tekið lengri tíma en áætlað var að gera fyrstu vélina klára. 5.9.2007 16:46 Tryggingamiðstöðin hf hækkaði um 11,85% Gengi hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni hf. hækkaði um 11,85% í dag. Glitnir Banki keypti tæplega fjörutíu prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni í morgun. Straumur- Burðarás lækkaði um 0,74% 5.9.2007 16:41 Markaðurinn 5. sept 5.9.2007 12:56 Óbreyttir stýrivextir í Ástralíu Seðlabanki Ástralíu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 6,5 prósentum að sinni vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Greinendur höfðu gert ráð fyrir því að vextirnir myndu hækka. Vaxtaákvörðunardagur er í Kanada í dag en á evrusvæðinu, í Bretlandi og hjá Seðlabankanum hér á morgun. Gert er ráð fyrir því að bankarnir feti allir í fótspor ástralska seðlabankans og haldi vöxtum óbreyttum. 5.9.2007 12:30 Abramovich kaupir Airbus A380 Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, ætti að geta haft rúmt um sig í ferðum sínum um heiminn á næstu misserum því hann hefur fest kaup á Airbus A380 sem er stærsta farþegavél heims. 5.9.2007 11:34 Glitnir kaupir 40 prósent í TM og selur áfram Glitnir hefur keypt nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna og hyggst selja hann til hóps fjárfesta. 5.9.2007 10:51 Sparisjóður Bolungarvíkur keyrir á verðbréfaeign Sparisjóður Bolungarvíkur hagnaðist um 230 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 62 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á milli ára. Mestu munar um tekjur af veltufjármunum og öðrum eignum en vaxta- og þjónustutekjur drógust saman á milli ára. 5.9.2007 10:24 Lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5 prósent og stendur hún í 8.241 stigi. Þróunin er í takti við lækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og í Japan. Gengi bréfa í Marel hækkaði mest í fyrstu viðskiptum dagsins en gengi bréfa í Straumi-Burðarási lækkaði mest. 5.9.2007 10:13 Íbúðalánasjóður lánaði 5,4 milljarða í ágúst Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,4 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru um 900 milljónir vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru tæplega 4,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra námu heildarútlánin hins vegar 3,2 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána voru tæpar 9,5 milljónir króna í mánuðinum, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. 5.9.2007 09:57 Dregur úr halla á vöruskiptum Vöruskipti voru óhagstæð um tólf milljarða króna í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 14,4 milljarða króna. Gangi þetta eftir hefur dregið úr halla á vöruskiptum upp á 2,4 milljarða króna á milli ára. 5.9.2007 09:28 Yahoo styrkir stöðuna gegn Google Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google. 5.9.2007 09:10 Litlir milljónerar Rússneska dagblaðið Finans hefur tekið saman lista um þau börn rússneskra nýríkra auðkýfinga sem erfa muni mestan auð að foreldrum sínum látnum. Þau börn ein eru gjaldgeng á listann sem munu erfa jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, rúma 64 milljarða íslenskra króna. 5.9.2007 00:01 Ríkasti hundurinn? Og aftur að „mini-görkunum“. Yngstu börnin á topp tíu listanum eru þriggja ára tvíburar vodkakóngsins og fagurkerans Rustam Tariko. Blessuð börnin gætu reyndar þurft að skipta arfinum með hundi sem föður þeirra er afar annt um enda klæðir hann ferfætlinginn í dýrasta skart. 5.9.2007 00:01 Nýr forstjóri stýrir fjöreggi Marel Food Systems Sigsteinn P. Grétarsson hefur verið ráðinn forstjóri Marels ehf., einnar af fjórum meginstoðum Marel Food Systems. Forstjórinn segir þessa einingu fyrirtækisins fjöreggið sem hafi sinnt nýsköpun í matvælavinnslu frá fyrstu tíð. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Sigstein um starfið hjá Marel og þýðinguna sem samþætting og skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu fela í sér. 5.9.2007 00:01 Erlend sérfræðiþekking lykill að samkeppnishæfni Íslands Hingað til hefur lítið verið vitað um líðan þeirra erlendu sérfræðinga sem eru við störf á Íslandi. Þeir skipta þó hundruðum og þeim fer ört fjölgandi. Ný könnun Capacent, sem kynnt var á morgunverðarfundi Fjárfestingarstofu og Útflutningsráðs í gær, varpar nýju ljósi á þennan hóp. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við framsögumenn fundarins um þýðingu þess fyrir íslenskt atvinnulíf að laða að erlenda sérþekkingu. 5.9.2007 00:01 Lesið í garnir markaðar Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. 5.9.2007 00:01 Gallarnir eru kostir Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. 5.9.2007 00:01 Greiða allan hagnaðinn út til hluthafa Íslensk verðbréf er sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem er starfrækt á Akureyri og fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Eggert Þór Aðalsteinsson ræddi við Sævar Helgason, framkvæmdastjóra ÍV, sem segir markið sett á að eignir í stýringu fari yfir 100 milljarða á árinu. 5.9.2007 00:01 Guðlast í Símanum? Í gær birti fréttavefurinn mbl.is frétt þess efnis að biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, þætti nýjar auglýsingar fyrirtækisins ósmekklegar. Auglýsingarnar sýna Jesú og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Hann uppgötvar að Júdas er ekki við matarborðið en er ekki lengi að hafa uppi á honum með splunkunýjum 3G-símanum sínum. 5.9.2007 00:01 Stoðir eru stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum Hið nýsameinaða félag Stoða og Keops er með starfsemi í fjórum löndum og eru eignir þess metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Stoðir eru nú skilgreindar sem norður-evrópskt fasteignafélag. Jón Skaftason sat fréttamannafund í höfuðstöðvum Keops í útjaðri Kaupmannahafnar og ræddi við Skarphéðin Berg Steinarsson, forstjóra Stoða, sem segir viðhorf Dana í garð íslenskra fjárfesta batna hægt og örugglega. Eftir samrunann eiga um þrjú hundruð danskir fjárfestar hlut í Stoðum. 5.9.2007 00:01 Lagabreytingar nauðsynlegar Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. 5.9.2007 00:01 Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. 5.9.2007 00:01 Viðskiptahallinn 51 milljarður Viðskiptahallinn á Íslandi var 51 milljarður króna á öðrum fjórðungi ársins 2007. Á fyrsta ársfjórðungi var hallinn 29 milljarðar og því lætur nærri að viðskiptahallinn hafi tvöfaldast. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands segir að aukningin skýrist af meiri halla á vöruskiptajöfnuði sem var 31 milljarður. 4.9.2007 16:49 Atorka hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent. 4.9.2007 15:40 Sjá næstu 50 fréttir
Range Rover umhverfisvænni en Prius Bensínsþambandi tryllitæki gætu verið umhverfisvænni en tvinnbílar, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn þar sem orkunotkun tengd hverjum bíl, allt frá hönnun og framleiðsluferli til heildar rekstrartíma og endurvinnslu er tekin með í reikninginn. 7.9.2007 09:00
Apple biðst afsökunar Apple tölvuframleiðandinn hefur beðist afsökunar á því að hafa lækkað verðir á Iphone síma sínum. Fyrirtækið tilkynnti í gær að verð símans yrði lækkað um sem samsvarar þrettán þúsund krónum, tveimur mánuðum eftir að hann kom á markað. Tilkynningin vakti reiði viðskiptavina sem þegar höfðu keypt símann. Steve Jobs, forstjóri Apple, sagði það rétta ákvörðun að lækka verðið, þar sem síminn hafi verið of dýr, og bauð þeim sem þegar höfðu keypt símann bætur. 7.9.2007 08:43
Peningaskápurinn ... Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar. 7.9.2007 00:01
Uppsetning kerfisins hefst í haust Vodafone hefur gert samning við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei um kaup á tæknibúnaði vegna uppbyggingar Vodafone á langdrægu GSM-farsímakerfi. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis, móðurfélags Vodafone, og Sun Zheng Yang, fulltrúi Huawei, skrifuðu undir samninginn í utanríkisráðuneytinu í gær. 7.9.2007 00:01
Þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á netþjónabúi Þrjú fyrirtæki hafa þegar skoðað aðstæður á Íslandi fyrir uppsetningu netþjónabúa og bendir margt til að fyrirtæki með Íslendinga í fararbroddi muni ríða á vaðið, að því er kom fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra á ráðstefnu um netþjónabú í gær. 7.9.2007 00:01
Hlutabréf hækka í Bandaríkjunum Verð á hlutabréfum á mörkuðum í Bandaríkjunum hækkuðu í verði í dag. Mest hækkuðu hlutabréf í iðn- og lyfjafyrirtækjum. 6.9.2007 21:27
Verð á olíu hækkar á heimsmörkuðum Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði í dag meðal annars vegna vaxandi spennu milli Sýrlands og Ísrael. Verð á olíutunnu hækkaði um 57 sent og er nú 76 bandaríkjadalir. 6.9.2007 20:13
Býst við harðari tóni á næsta vaxtaákvörðunarfundi Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að tónninn í Seðlabankanum verði heldur harðari á næsta vaxtaákvörðunarfundi í nóvember í ljósi þess að Davíð Oddsson seðlabankastjóri gaf til kynna í dag að skammtímaverðbólguspá bankans væri of lág. 6.9.2007 15:04
Fjármagnstekjur Íslendinga nálgast 400 milljarða í ár Í nýjasta fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins er leitt líkum að því að fjármagnstekjur Íslendinga í ár nemi allt að 400 milljörðum kr. Á fyrstu sjö mánuðum ársins námu tekjurnar 209 milljörðum kr. Þessar tölur byggja á upplýsingum frá Seðlabankanum en ef þetta gengur eftir myndu skatttekjur ríkissjóðs af þessu nema 30-40 milljörðum kr. 6.9.2007 14:24
Stefna að sameiningu þriggja sparisjóða Forsvarsmenn Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Vestfirðinga og Sparisjóðs Húnaþings og Stranda hafa ákveðið að leggja til við að þeir verði sameinaðir. 6.9.2007 14:11
Bílnum stungið í samband Breskir sérfræðingar vinna nú að því í Reykjavík að breyta Toyota Prius tvinnbíl þannig að hlaða megi hann eins og hvert annað heimilistæki, með því að stinga honum í samband. 6.9.2007 13:28
Evrubankinn fylgir fordæminu Evrópski seðlabankinn fylgdi fordæmi nokkurra seðlabanka í dag og ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Áður hafði Seðlabanki Íslands og bankar í Bretlandi, Kanada, Brasilíu og Ástralíu ákveðið að halda vöxtum kyrrum í ljósi hræringa á fjármálamörkuðum. 6.9.2007 11:52
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum. Ákvörðunin kom ekki á óvart enda höfðu flestir reiknað með þessari niðurstöðu. Fyrr á árinu var hins vegar gert ráð fyrir 25 punkta vaxtahækkun en hún var endurskoðuð í ljósi óróleika á fjármálamörkuðum. 6.9.2007 11:42
Verðbólguhorfur til skamms tíma lakari en áður Verðbólguhorfur til skamms tíma eru lakari en við síðustu vaxtaæákvörðun bankastjórnar Seðlabankans og bankinn telur ekki unnt að lækka stýrivexti fyrr en á fyrri helmingi næsta árs. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra þegar hann rökstuddi þá ákvörðun Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann sagðist aðspurður ekki finna fyrir þrýstingi á upptöku evrunnar líkt og viðskiptaráðherra. 6.9.2007 11:28
Apple kynnir nýjan iPod Snertiskjár og þráðlaus netaðgangur eru meðal þess sem mun prýða nýjustu útgáfu Ipod spilarans vinsæla. Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnti gripinn á fjölmiðlafundi í gær. Af sérstakri hógværð lýsti Jobs spilaranum sem ,,ótrúlegum" og kallaði hann eitt sjö undra veraldar. 6.9.2007 10:51
Stærsti prentsamningur Íslands í höfn Prentsmiðjan Oddi og Birtíngur útgáfufélag ehf. hafa gert með sér samning um prentun allra tímarita Birtíngs. Þetta mun vera einn stærsti prentsamningur sem gerður hefur verið hér á landi og sá stærsti sem gerður hefur verið um prentun tímarita. Samkvæmt honum prentar Oddi yfir 220 tölublöð af tímaritum Birtíngs á ári. Virði samningsins hefur ekki verið gefið upp. 6.9.2007 10:40
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Evrópu Vaxtaákvörðunardagur er hjá Englandsbanka í Bretlandi og evrópska seðlabankanum í dag. Greinendur gera fastlega ráð fyrir því að vextir verði óbreyttir í skugga hræringa á fjármálamörkuðum. Seðlabankinn hér á landi, í Brasilíu, Kanada og Ástralíu hafa allir haldið stýrivöxtum óbreyttum. Líkur eru hins vegar á stýrivaxtalækkun í Bandaríkjunum. 6.9.2007 09:23
Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 13,3 prósentum. Þetta er í takt við væntingar greinenda en þeir gera ekki ráð fyrir að breyting verði á vöxtunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. 6.9.2007 09:00
Hreiðar og Sigurður með nær tvöföld laun forstjóra Nokia Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri sama banka eru hæstlaunuðu stjórnendur í skráðum hlutafélögum á Norðurlöndum, með þó nokkurt forskot á næsta mann. 6.9.2007 08:44
Peningaskápurinn ... Indverska samstæðan United Breweries, sem meðal annars á eitt af stærstu brugghúsum heims og er þekktast fyrir Kingfisher-bjórinn, hefur keypt skoska vískíframleiðandann Whyte & Mackay. Kaupverð nemur 595 milljónum punda, jafnvirði 77 milljarða íslenskra króna. 6.9.2007 00:01
Hlutabréf í Bandaríkjunum lækka í verði Verð á hlutabréfum á bandarískum mörkuðum lækkaði í dag. Við lokun markaða hafði Dow Jones vísitalan fallið um 1,07 prósent. Talið er að hræringar á bandaríska fasteignamarkaðinum hafi valdið lækkuninni í dag. 5.9.2007 20:14
Fresta tilraunaflugi á Dreamliner enn frekar Forsvarsmenn Boeing-flugvélaframleiðandans tilkynntu í dag að félagið þyrfti að fresta fyrsta flugi Boeing 787 þotunnar, sem einnig hefur verið nefnd Dreamliner, enn frekar. Ástæðan er sú að það hefur tekið lengri tíma en áætlað var að gera fyrstu vélina klára. 5.9.2007 16:46
Tryggingamiðstöðin hf hækkaði um 11,85% Gengi hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni hf. hækkaði um 11,85% í dag. Glitnir Banki keypti tæplega fjörutíu prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni í morgun. Straumur- Burðarás lækkaði um 0,74% 5.9.2007 16:41
Óbreyttir stýrivextir í Ástralíu Seðlabanki Ástralíu hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 6,5 prósentum að sinni vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Greinendur höfðu gert ráð fyrir því að vextirnir myndu hækka. Vaxtaákvörðunardagur er í Kanada í dag en á evrusvæðinu, í Bretlandi og hjá Seðlabankanum hér á morgun. Gert er ráð fyrir því að bankarnir feti allir í fótspor ástralska seðlabankans og haldi vöxtum óbreyttum. 5.9.2007 12:30
Abramovich kaupir Airbus A380 Milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, ætti að geta haft rúmt um sig í ferðum sínum um heiminn á næstu misserum því hann hefur fest kaup á Airbus A380 sem er stærsta farþegavél heims. 5.9.2007 11:34
Glitnir kaupir 40 prósent í TM og selur áfram Glitnir hefur keypt nærri 40 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 20 milljarða króna og hyggst selja hann til hóps fjárfesta. 5.9.2007 10:51
Sparisjóður Bolungarvíkur keyrir á verðbréfaeign Sparisjóður Bolungarvíkur hagnaðist um 230 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 62 milljónir á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á milli ára. Mestu munar um tekjur af veltufjármunum og öðrum eignum en vaxta- og þjónustutekjur drógust saman á milli ára. 5.9.2007 10:24
Lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði almennt við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,5 prósent og stendur hún í 8.241 stigi. Þróunin er í takti við lækkun á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og í Japan. Gengi bréfa í Marel hækkaði mest í fyrstu viðskiptum dagsins en gengi bréfa í Straumi-Burðarási lækkaði mest. 5.9.2007 10:13
Íbúðalánasjóður lánaði 5,4 milljarða í ágúst Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,4 milljörðum króna í ágúst. Þar af voru um 900 milljónir vegna leiguíbúðalána en almenn útlán voru tæplega 4,5 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra námu heildarútlánin hins vegar 3,2 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána voru tæpar 9,5 milljónir króna í mánuðinum, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. 5.9.2007 09:57
Dregur úr halla á vöruskiptum Vöruskipti voru óhagstæð um tólf milljarða króna í síðasta mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Í sama mánuði í fyrra voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 14,4 milljarða króna. Gangi þetta eftir hefur dregið úr halla á vöruskiptum upp á 2,4 milljarða króna á milli ára. 5.9.2007 09:28
Yahoo styrkir stöðuna gegn Google Bandaríska netveitan Yahoo hefur keypt fyrirtækið BlueLithium, sem einbeitir sér að markaðssetningu á netinu. Kaupverð nemur 300 milljónum bandaríkjadala, tæpum 19,5 milljörðum íslenskra króna. Með kaupunum hyggst fyrirtækið styrkja stöðu sína í samkeppninni við netrisann Google. 5.9.2007 09:10
Litlir milljónerar Rússneska dagblaðið Finans hefur tekið saman lista um þau börn rússneskra nýríkra auðkýfinga sem erfa muni mestan auð að foreldrum sínum látnum. Þau börn ein eru gjaldgeng á listann sem munu erfa jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, rúma 64 milljarða íslenskra króna. 5.9.2007 00:01
Ríkasti hundurinn? Og aftur að „mini-görkunum“. Yngstu börnin á topp tíu listanum eru þriggja ára tvíburar vodkakóngsins og fagurkerans Rustam Tariko. Blessuð börnin gætu reyndar þurft að skipta arfinum með hundi sem föður þeirra er afar annt um enda klæðir hann ferfætlinginn í dýrasta skart. 5.9.2007 00:01
Nýr forstjóri stýrir fjöreggi Marel Food Systems Sigsteinn P. Grétarsson hefur verið ráðinn forstjóri Marels ehf., einnar af fjórum meginstoðum Marel Food Systems. Forstjórinn segir þessa einingu fyrirtækisins fjöreggið sem hafi sinnt nýsköpun í matvælavinnslu frá fyrstu tíð. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Sigstein um starfið hjá Marel og þýðinguna sem samþætting og skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu fela í sér. 5.9.2007 00:01
Erlend sérfræðiþekking lykill að samkeppnishæfni Íslands Hingað til hefur lítið verið vitað um líðan þeirra erlendu sérfræðinga sem eru við störf á Íslandi. Þeir skipta þó hundruðum og þeim fer ört fjölgandi. Ný könnun Capacent, sem kynnt var á morgunverðarfundi Fjárfestingarstofu og Útflutningsráðs í gær, varpar nýju ljósi á þennan hóp. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir ræddi við framsögumenn fundarins um þýðingu þess fyrir íslenskt atvinnulíf að laða að erlenda sérþekkingu. 5.9.2007 00:01
Lesið í garnir markaðar Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. 5.9.2007 00:01
Gallarnir eru kostir Bandaríkjamaðurinn Alexander Picchietti hefur verið búsettur á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni í rúmt ár. Þar sem rætur hans eru ítalskar hefur hann evrópskt vegabréf. Hann þurfti því ekki að fara í gegnum það langa ferli að sækja um dvalar- og atvinnuleyfi sem fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins þarf að gera. Alexander er giftur Sif Ríkharðsdóttur. 5.9.2007 00:01
Greiða allan hagnaðinn út til hluthafa Íslensk verðbréf er sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem er starfrækt á Akureyri og fagnar tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Eggert Þór Aðalsteinsson ræddi við Sævar Helgason, framkvæmdastjóra ÍV, sem segir markið sett á að eignir í stýringu fari yfir 100 milljarða á árinu. 5.9.2007 00:01
Guðlast í Símanum? Í gær birti fréttavefurinn mbl.is frétt þess efnis að biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, þætti nýjar auglýsingar fyrirtækisins ósmekklegar. Auglýsingarnar sýna Jesú og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Hann uppgötvar að Júdas er ekki við matarborðið en er ekki lengi að hafa uppi á honum með splunkunýjum 3G-símanum sínum. 5.9.2007 00:01
Stoðir eru stærsta fasteignafélag á Norðurlöndum Hið nýsameinaða félag Stoða og Keops er með starfsemi í fjórum löndum og eru eignir þess metnar á 381,2 milljarða íslenskra króna. Stoðir eru nú skilgreindar sem norður-evrópskt fasteignafélag. Jón Skaftason sat fréttamannafund í höfuðstöðvum Keops í útjaðri Kaupmannahafnar og ræddi við Skarphéðin Berg Steinarsson, forstjóra Stoða, sem segir viðhorf Dana í garð íslenskra fjárfesta batna hægt og örugglega. Eftir samrunann eiga um þrjú hundruð danskir fjárfestar hlut í Stoðum. 5.9.2007 00:01
Lagabreytingar nauðsynlegar Með aukinni alþjóðavæðingu íslenskra fyrirtækja hefur gríðarleg breyting orðið á eðli viðskiptavinahópar Útlendingastofnunar. Umsóknum frá fyrirtækjum sem þurfa á erlendum sérfræðingum að halda hefur fjölgað verulega á síðustu árum. 5.9.2007 00:01
Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. 5.9.2007 00:01
Viðskiptahallinn 51 milljarður Viðskiptahallinn á Íslandi var 51 milljarður króna á öðrum fjórðungi ársins 2007. Á fyrsta ársfjórðungi var hallinn 29 milljarðar og því lætur nærri að viðskiptahallinn hafi tvöfaldast. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands segir að aukningin skýrist af meiri halla á vöruskiptajöfnuði sem var 31 milljarður. 4.9.2007 16:49
Atorka hækkaði mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á heildina litið í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan bætti við sig 0,08 prósentum. Gengi bréfa í Atorku hækkaði mest, eða um 2,86 prósent. Bréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest, eða um 2,34 prósent. 4.9.2007 15:40