Viðskipti erlent

Hlutabréf í Bandaríkjunum lækka í verði

Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Frá hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum. MYND/AFP

Verð á hlutabréfum á bandarískum mörkuðum lækkaði í dag. Við lokun markaða hafði Dow Jones vísitalan fallið um 1,07 prósent. Talið er að hræringar á bandaríska fasteignamarkaðinum hafi valdið lækkuninni í dag.

Alls féll Dow Jones vísitalan um 143,64 stig eða um 1,07 prósent. Standard & Poor vísitalan féll um 1,16 prósent og Nasdaq um 0,92 prósent.

Ótti um að hræringar á bandarískum fasteignamarkaði muni draga úr neyslu á komandi mánuðum er talin skýra lækkunina í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×