Fleiri fréttir Spá lægri verðbólgu í Bretlandi Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. 13.5.2007 09:00 Yukos heyrir sögunni til Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra. 12.5.2007 09:15 Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. 12.5.2007 08:00 Verðbólga er yfir spám bankanna Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða og lækkar tólf mánaða verðbólga því úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildirnar gerðu ráð fyrir en þær spáðu því að verðbólga myndi fara allt niður í 4,3 prósent. 12.5.2007 06:15 Icelandair færir sig til Austur-Evrópu Velta Icelandair eykst um þrjátíu prósent á þessu ári ef kaup á Travel Service og Smart Wings ganga eftir. 12.5.2007 06:00 Lokahnykkur sameiningar Þriðja af þremur skrefum í aðlögun Kauphallar Íslands að OMX kauphallasamstæðunni verður tekið á mánudaginn. Þá hefjast viðskipti á markaði með afleiður á íslensk hlutabréf og vísitölur. Afleiður eru sérstök tegund samninga sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Sama dag verður settur á fót lánamarkaður með hlutabréf í úrvalsvísitölunni. 12.5.2007 06:00 Hvar vinnur Jón Karl? Eins og kemur fram á síðunni hefur Icelandair Group undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkeska flugfélaginu Travel Servie. Á blaðamannafundi Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa varð Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, það á í messunni að nefa Icelandic Group þegar hann ætlaði að segja Icelandair Group. 12.5.2007 05:00 Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. 11.5.2007 14:42 Kaupþing selur hlut sinn í Danól og Ölgerðinni Kaupþing banki hefur selt liðlega 31 prósents hlut sinn í Danól ehf og Ölgerð Egils Skallagrímssonar til fjögurra stjórnenda fyrirtækjanna. 11.5.2007 13:41 Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. 11.5.2007 12:48 Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. 11.5.2007 11:39 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. 11.5.2007 11:15 Icelandair kaupir tékkneskt flugfélag Icelandair Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til OMX-kauphallarinnar rekur Travel Service leiguflugsstarfsemi, einkum frá Prag og Búdapest og á einnig og rekur lágjaldaflugfélagið Smart Wings. 11.5.2007 09:32 Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. 11.5.2007 09:22 Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. 11.5.2007 09:00 Peningaskápurinn ... Ársskýrsla Bakkavarar Group, sem barst til hluthafa í vikunni, er fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskum fyrirtækjum og ekki síst landvinningum Bakkavarar erlendis. Vöxtur félagsins hefur verið ótrúlegur þótt ekki sé fastar að orði kveðið. 11.5.2007 00:01 Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. 10.5.2007 16:39 Jón Ásgeir þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannessson, forstjóri Baugs, er þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi samkvæmt tímaritinu Retail Week. Blaðið birtir árlega lista yfir áhrifamestu menn í smásölu í landinu og hefur Jón Ásgeir stokkið úr 21. sæti í fyrra í það þriðja í ár. 10.5.2007 15:52 Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. 10.5.2007 14:58 Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. 10.5.2007 14:31 Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. 10.5.2007 14:30 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. 10.5.2007 12:03 365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. 10.5.2007 11:45 Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur. 10.5.2007 11:12 Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug. 10.5.2007 11:10 Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári. 10.5.2007 09:42 Verðbólga lækkar í Danmörku Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent. 10.5.2007 09:21 Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum Bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum sínum óbreyttum í dag en við því bjuggust helstu fjármálasérfræðingar. Vextirnir verða því áfram í 5,25 prósentum. Fjárfestar hafa þó enn áhyggjur af hagvexti og veikri stöðu fasteignamarkaðarins. 9.5.2007 22:31 Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins. 9.5.2007 16:31 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár. 9.5.2007 16:17 Murdoch vill enn kaupa Dow Jones Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. 9.5.2007 15:24 Árásir í Nígeríu hækka olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og væntingar um meiri eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum á yfirstandandi ársfjórðungi en fyrri spár hljóðuðu upp á eiga helstan þátt í hækkununum. 9.5.2007 14:06 VÍS hyggst hasla sér völl í Færeyjum Vátryggingarfélag Íslands hyggst í haust stofna útibú í Færeyjum eftir því sem greint er frá í færeyska blaðinu Dimmalættingi. Enn fremur kemur fram í fréttinni að VÍS hafi unnið að undirbúningi innkomunnar á færeyskan markað frá því í nóvember 9.5.2007 13:21 Tap hjá EasyJet EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, skilaði tapi upp á 12,7 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmra 1,6 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en í fyrra en þá nam tap fyrirtækisins 28,9 milljónum punda, 3,7 millörðum króna.Félagið segir hærri álögur á farþega vegna síhækkandi stýrivaxta hafa skilað sér í fækkun farþega. 9.5.2007 11:48 Refresco kaupir franskt fyrirtæki Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína. 9.5.2007 11:05 Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag. 9.5.2007 10:28 Fasteignamarkaðurinn tekur við sér Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný. 9.5.2007 10:27 Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bæði félögin voru fyrr á þessu ári orðuð við hugsanlega yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa. 9.5.2007 09:58 Hagnaður Carlsberg umfram væntingar Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. 9.5.2007 09:15 Svik í stærstu yfirtökunni Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur starfsmanni svissneska fjárfestingabankans Credit Suisse í Bandaríkjunum vegna innherjasvika í tengslum við yfirtöku fjárfestingafélagsins Kohlberg Kravis Roberts á bandaríska orkufyrirtækinu TXU fyrr á þessu ári. Kaupvirði nam 45 milljörðum bandaríkjadala, tæpum 2.900 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einhver stærsta skuldsetta yfirtaka í heimi. 9.5.2007 06:30 Sparisjóðir í sjöunda himni Hagnaður fimm stærstu sparisjóðanna nam 18,3 milljörðum króna í fyrra og hefur fimmfaldast frá árinu 2005. Gengishagnaður og tekjur af eignarhlutum vógu þungt í heildartekjum og halda áfram að gera svo, þökk sé Existu og Icebank. 9.5.2007 06:15 Kjör bankanna batna Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur lækkað töluvert á undanförnum vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 7 til 17,5 punkta. 9.5.2007 06:15 Glitnir er næststærsti miðlari Norðurlanda Markaðshlutdeild Glitnis hefur áttfaldast milli ára þegar horft er til veltu hlutabréfa á norrænum verðbréfamarkaði. Aukningin er rakin til innri vaxtar og fyrirtækjakaupa. 9.5.2007 06:15 Formenn í augum flokkssystkina Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna. 9.5.2007 06:00 Samstarf hafið við MIT Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð. 9.5.2007 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Spá lægri verðbólgu í Bretlandi Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. 13.5.2007 09:00
Yukos heyrir sögunni til Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra. 12.5.2007 09:15
Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. 12.5.2007 08:00
Verðbólga er yfir spám bankanna Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða og lækkar tólf mánaða verðbólga því úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildirnar gerðu ráð fyrir en þær spáðu því að verðbólga myndi fara allt niður í 4,3 prósent. 12.5.2007 06:15
Icelandair færir sig til Austur-Evrópu Velta Icelandair eykst um þrjátíu prósent á þessu ári ef kaup á Travel Service og Smart Wings ganga eftir. 12.5.2007 06:00
Lokahnykkur sameiningar Þriðja af þremur skrefum í aðlögun Kauphallar Íslands að OMX kauphallasamstæðunni verður tekið á mánudaginn. Þá hefjast viðskipti á markaði með afleiður á íslensk hlutabréf og vísitölur. Afleiður eru sérstök tegund samninga sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Sama dag verður settur á fót lánamarkaður með hlutabréf í úrvalsvísitölunni. 12.5.2007 06:00
Hvar vinnur Jón Karl? Eins og kemur fram á síðunni hefur Icelandair Group undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkeska flugfélaginu Travel Servie. Á blaðamannafundi Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa varð Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, það á í messunni að nefa Icelandic Group þegar hann ætlaði að segja Icelandair Group. 12.5.2007 05:00
Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. 11.5.2007 14:42
Kaupþing selur hlut sinn í Danól og Ölgerðinni Kaupþing banki hefur selt liðlega 31 prósents hlut sinn í Danól ehf og Ölgerð Egils Skallagrímssonar til fjögurra stjórnenda fyrirtækjanna. 11.5.2007 13:41
Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. 11.5.2007 12:48
Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. 11.5.2007 11:39
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. 11.5.2007 11:15
Icelandair kaupir tékkneskt flugfélag Icelandair Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til OMX-kauphallarinnar rekur Travel Service leiguflugsstarfsemi, einkum frá Prag og Búdapest og á einnig og rekur lágjaldaflugfélagið Smart Wings. 11.5.2007 09:32
Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. 11.5.2007 09:22
Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. 11.5.2007 09:00
Peningaskápurinn ... Ársskýrsla Bakkavarar Group, sem barst til hluthafa í vikunni, er fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskum fyrirtækjum og ekki síst landvinningum Bakkavarar erlendis. Vöxtur félagsins hefur verið ótrúlegur þótt ekki sé fastar að orði kveðið. 11.5.2007 00:01
Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. 10.5.2007 16:39
Jón Ásgeir þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannessson, forstjóri Baugs, er þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi samkvæmt tímaritinu Retail Week. Blaðið birtir árlega lista yfir áhrifamestu menn í smásölu í landinu og hefur Jón Ásgeir stokkið úr 21. sæti í fyrra í það þriðja í ár. 10.5.2007 15:52
Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. 10.5.2007 14:58
Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. 10.5.2007 14:31
Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. 10.5.2007 14:30
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. 10.5.2007 12:03
365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. 10.5.2007 11:45
Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur. 10.5.2007 11:12
Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug. 10.5.2007 11:10
Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári. 10.5.2007 09:42
Verðbólga lækkar í Danmörku Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent. 10.5.2007 09:21
Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum Bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum sínum óbreyttum í dag en við því bjuggust helstu fjármálasérfræðingar. Vextirnir verða því áfram í 5,25 prósentum. Fjárfestar hafa þó enn áhyggjur af hagvexti og veikri stöðu fasteignamarkaðarins. 9.5.2007 22:31
Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins. 9.5.2007 16:31
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár. 9.5.2007 16:17
Murdoch vill enn kaupa Dow Jones Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. 9.5.2007 15:24
Árásir í Nígeríu hækka olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og væntingar um meiri eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum á yfirstandandi ársfjórðungi en fyrri spár hljóðuðu upp á eiga helstan þátt í hækkununum. 9.5.2007 14:06
VÍS hyggst hasla sér völl í Færeyjum Vátryggingarfélag Íslands hyggst í haust stofna útibú í Færeyjum eftir því sem greint er frá í færeyska blaðinu Dimmalættingi. Enn fremur kemur fram í fréttinni að VÍS hafi unnið að undirbúningi innkomunnar á færeyskan markað frá því í nóvember 9.5.2007 13:21
Tap hjá EasyJet EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, skilaði tapi upp á 12,7 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmra 1,6 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en í fyrra en þá nam tap fyrirtækisins 28,9 milljónum punda, 3,7 millörðum króna.Félagið segir hærri álögur á farþega vegna síhækkandi stýrivaxta hafa skilað sér í fækkun farþega. 9.5.2007 11:48
Refresco kaupir franskt fyrirtæki Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína. 9.5.2007 11:05
Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag. 9.5.2007 10:28
Fasteignamarkaðurinn tekur við sér Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný. 9.5.2007 10:27
Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bæði félögin voru fyrr á þessu ári orðuð við hugsanlega yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa. 9.5.2007 09:58
Hagnaður Carlsberg umfram væntingar Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. 9.5.2007 09:15
Svik í stærstu yfirtökunni Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur starfsmanni svissneska fjárfestingabankans Credit Suisse í Bandaríkjunum vegna innherjasvika í tengslum við yfirtöku fjárfestingafélagsins Kohlberg Kravis Roberts á bandaríska orkufyrirtækinu TXU fyrr á þessu ári. Kaupvirði nam 45 milljörðum bandaríkjadala, tæpum 2.900 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einhver stærsta skuldsetta yfirtaka í heimi. 9.5.2007 06:30
Sparisjóðir í sjöunda himni Hagnaður fimm stærstu sparisjóðanna nam 18,3 milljörðum króna í fyrra og hefur fimmfaldast frá árinu 2005. Gengishagnaður og tekjur af eignarhlutum vógu þungt í heildartekjum og halda áfram að gera svo, þökk sé Existu og Icebank. 9.5.2007 06:15
Kjör bankanna batna Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur lækkað töluvert á undanförnum vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 7 til 17,5 punkta. 9.5.2007 06:15
Glitnir er næststærsti miðlari Norðurlanda Markaðshlutdeild Glitnis hefur áttfaldast milli ára þegar horft er til veltu hlutabréfa á norrænum verðbréfamarkaði. Aukningin er rakin til innri vaxtar og fyrirtækjakaupa. 9.5.2007 06:15
Formenn í augum flokkssystkina Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna. 9.5.2007 06:00
Samstarf hafið við MIT Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð. 9.5.2007 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent