Icelandair færir sig til Austur-Evrópu 12. maí 2007 06:00 Sigþór Einarsson og Jón Karl Ólafsson kynna fyrirhuguð kaup Travel Service og Smart Wings veita Icelandair fótfestu í Austur-Evrópu. MYND/GVA Velta Icelandair eykst um þrjátíu prósent á þessu ári ef kaup á Travel Service og Smart Wings ganga eftir. Ef kaup Icelandair Group á Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi Tékklands, ganga eftir verður félagið þátttakandi í þeim mikla vexti sem áfram er fyrirsjáanlegur á leiguflugs- og lággjaldamarkaði í Austur-Evrópu. „Við teljum okkur með þessu vera að skapa okkur mjög sterka stöðu í framþróun hans,“ segir Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri þróunar- og stefnumótunar Icelandair Group. Travel Service er leiguflugfélag og rekur auk þess lággjaldaflugfélagið Smart Wings. Það er langstærst á sínu sviði í leigu- og áætlunarflugi í Tékklandi og teygir einnig anga sína inn í Ungverjaland. Félagið flýgur með 1,8 milljón farþega á ári til 230 áfangastaða. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir að áætluð velta félagsins verði um 72 milljarðar á þessu ári, sem er þrjátíu prósenta auking frá því í fyrra, og verði komin í 80 milljarða á ársgrundvelli þegar Travel Service, verður að fullu í eigu þess. „Þannig að þetta er verulega mikil viðbót við okkar rekstur,“ segir Jón Karl. Fyrirhuguð kaup eru í samræmi við stefnu Icelandair að vaxa hratt á leiguflugsmarkaði um allan heim og mun efla rekstur fyrirtækisins. Icelandair kaupir helmingshlut í tékkneska félaginu í júní að lokinni áreiðanleikakönnun og eftirstöðvar á næsta ári. Jón Karl telur ekki ólíklegt að þessi svæði bætist við leiðakerfi Icelandair á komandi árum og þannig nýti menn öflugt markaðs- og sölukerfi Icelandair báðum fyrirtækjunum til hagsbóta. Kaupverð er trúnaðarmál en Jón Karl segir það vera hagstætt. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og að hluta til með lánsfé. Stjórnendur Icelandair sjá samlegðaráhrif á nokkrum sviðum, einkum í því leiguflugi sem er verið að stunda í samstæðunni sem og í þjónustuleigu sem félagið rekur á vegum Loftleiða og Latcharter í Lettlandi. Travel Service er með í pöntun tvær verðmætar Boeing 737-900 og Boeing 787 Dreamliner þotu sem er sama tegund og Icelandair er með í pöntun. Þá er tékkneska fyrirtækið að hasla sér völl í einkaþoturekstri þar sem spennandi tækifæri felast að mati stjórnenda Icelandair. Sigþór segir að hugmyndin sé sú að vörumerkið Travel Service víkji fyrir öflugra vörumerki Smart Wings. Þetta er hefðbundið lággjaldaflugfélag sem flýgur víða um Austur- og Suður-Evrópu og byggjast viðskipti félagsins á þjónustu við sömu ferþjónustuaðila og Travel Servie. Staða þess er sterk að mati forsvarsmanna Icelandair og telja þeir að það verði leiðandi lággjaldaflugfélag á þessu svæði. Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Velta Icelandair eykst um þrjátíu prósent á þessu ári ef kaup á Travel Service og Smart Wings ganga eftir. Ef kaup Icelandair Group á Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi Tékklands, ganga eftir verður félagið þátttakandi í þeim mikla vexti sem áfram er fyrirsjáanlegur á leiguflugs- og lággjaldamarkaði í Austur-Evrópu. „Við teljum okkur með þessu vera að skapa okkur mjög sterka stöðu í framþróun hans,“ segir Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri þróunar- og stefnumótunar Icelandair Group. Travel Service er leiguflugfélag og rekur auk þess lággjaldaflugfélagið Smart Wings. Það er langstærst á sínu sviði í leigu- og áætlunarflugi í Tékklandi og teygir einnig anga sína inn í Ungverjaland. Félagið flýgur með 1,8 milljón farþega á ári til 230 áfangastaða. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir að áætluð velta félagsins verði um 72 milljarðar á þessu ári, sem er þrjátíu prósenta auking frá því í fyrra, og verði komin í 80 milljarða á ársgrundvelli þegar Travel Service, verður að fullu í eigu þess. „Þannig að þetta er verulega mikil viðbót við okkar rekstur,“ segir Jón Karl. Fyrirhuguð kaup eru í samræmi við stefnu Icelandair að vaxa hratt á leiguflugsmarkaði um allan heim og mun efla rekstur fyrirtækisins. Icelandair kaupir helmingshlut í tékkneska félaginu í júní að lokinni áreiðanleikakönnun og eftirstöðvar á næsta ári. Jón Karl telur ekki ólíklegt að þessi svæði bætist við leiðakerfi Icelandair á komandi árum og þannig nýti menn öflugt markaðs- og sölukerfi Icelandair báðum fyrirtækjunum til hagsbóta. Kaupverð er trúnaðarmál en Jón Karl segir það vera hagstætt. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og að hluta til með lánsfé. Stjórnendur Icelandair sjá samlegðaráhrif á nokkrum sviðum, einkum í því leiguflugi sem er verið að stunda í samstæðunni sem og í þjónustuleigu sem félagið rekur á vegum Loftleiða og Latcharter í Lettlandi. Travel Service er með í pöntun tvær verðmætar Boeing 737-900 og Boeing 787 Dreamliner þotu sem er sama tegund og Icelandair er með í pöntun. Þá er tékkneska fyrirtækið að hasla sér völl í einkaþoturekstri þar sem spennandi tækifæri felast að mati stjórnenda Icelandair. Sigþór segir að hugmyndin sé sú að vörumerkið Travel Service víkji fyrir öflugra vörumerki Smart Wings. Þetta er hefðbundið lággjaldaflugfélag sem flýgur víða um Austur- og Suður-Evrópu og byggjast viðskipti félagsins á þjónustu við sömu ferþjónustuaðila og Travel Servie. Staða þess er sterk að mati forsvarsmanna Icelandair og telja þeir að það verði leiðandi lággjaldaflugfélag á þessu svæði.
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira