Icelandair kaupir tékkneskt flugfélag 11. maí 2007 09:32 Forsvarsmenn Icelandair tilkynna áform sín á blaðamannafundi í dag. MYND/Stöð 2 Icelandair Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til OMX-kauphallarinnar rekur Travel Service leiguflugsstarfsemi, einkum frá Prag og Búdapest og á einnig og rekur lágjaldaflugfélagið Smart Wings. Heildarvelta Travel Service á árinu 2006 var um 18 milljarðar króna. Félagið rekur alls 12 Boeing 737-800 og 787-500 farþegaþotur, flutti um 1,8 milljónir farþega á síðasta ári og flýgur til 230 áfangastaða í fjórum heimsálfum. Fram kemur í tilkynningunni að á næstu vikum fari fram áreiðanleikakönnun og að henni lokinni er stefnt aðfrágangi samninga fyrir lok júní. Ef af verður mun Icelandair Group eignast helming í félaginu fyrir mitt árið, og félagið allt á árinu 2008. Kaupin verða fjármögnuð að hluta til með lánsfé. Eftir kaupin verður áætluð velta Icelandair Group fyrir árið 2007 um 72 milljarðar króna, sem er um 30% aukning frá rekstrarárinu 2006. Áætlað er að velta Icelandair Group verði yfir 80 milljarðar króna á ársgrundvelli eftirkaupin á Travel Service. Haft er eftir Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningunni að viljayfirlýsingin sé í samræmi við stefnu félagsins að hasla sér völl í alþjóðlegu leiguflugi. Horft hafi verið til austurhluta Evrópu þar sem forsvarsmenn Icelandair telji sig eiga erindi. Félagið hafi á síðasta ári keypt flugfélagið Latcharter í Lettlandi, sem gangi mjög vel, og nú sé tekið stórt skref áfram í þessa átt. Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Icelandair Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu til OMX-kauphallarinnar rekur Travel Service leiguflugsstarfsemi, einkum frá Prag og Búdapest og á einnig og rekur lágjaldaflugfélagið Smart Wings. Heildarvelta Travel Service á árinu 2006 var um 18 milljarðar króna. Félagið rekur alls 12 Boeing 737-800 og 787-500 farþegaþotur, flutti um 1,8 milljónir farþega á síðasta ári og flýgur til 230 áfangastaða í fjórum heimsálfum. Fram kemur í tilkynningunni að á næstu vikum fari fram áreiðanleikakönnun og að henni lokinni er stefnt aðfrágangi samninga fyrir lok júní. Ef af verður mun Icelandair Group eignast helming í félaginu fyrir mitt árið, og félagið allt á árinu 2008. Kaupin verða fjármögnuð að hluta til með lánsfé. Eftir kaupin verður áætluð velta Icelandair Group fyrir árið 2007 um 72 milljarðar króna, sem er um 30% aukning frá rekstrarárinu 2006. Áætlað er að velta Icelandair Group verði yfir 80 milljarðar króna á ársgrundvelli eftirkaupin á Travel Service. Haft er eftir Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningunni að viljayfirlýsingin sé í samræmi við stefnu félagsins að hasla sér völl í alþjóðlegu leiguflugi. Horft hafi verið til austurhluta Evrópu þar sem forsvarsmenn Icelandair telji sig eiga erindi. Félagið hafi á síðasta ári keypt flugfélagið Latcharter í Lettlandi, sem gangi mjög vel, og nú sé tekið stórt skref áfram í þessa átt.
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira