Viðskipti innlent

Verðbólga er yfir spám bankanna

Byggt yfir kaupþing. Verðbólga er yfir spám bankanna. Helstu óvissuþættirnir voru hækkanir á verði fasteigna, matvöru og eldsneyti.
Byggt yfir kaupþing. Verðbólga er yfir spám bankanna. Helstu óvissuþættirnir voru hækkanir á verði fasteigna, matvöru og eldsneyti. MYND/Heiða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða og lækkar tólf mánaða verðbólga því úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildirnar gerðu ráð fyrir en þær spáðu því að verðbólga myndi fara allt niður í 4,3 prósent.

Verðhækkanir á húsnæði, eldsneyti og matvöru leiða hækkunina en það voru jafnframt mestu óvissuþættirnir í spám greiningardeild bankanna. Hækkunin á húsnæðiverði um eitt prósentustig er kominn vegna hækkunar á markaðsverði. Sé húsnæðisverð undanskilið úr útreikningi á vísitölu neysluverðs mælist verðbólgan 2,5 prósent, að sögn Hagstofunnar. Þá hækkaði verð á matvælum um 1,3 prósent en eldsneytisverð um 3,1 prósent á milli mánaða.

Greiningardeildir bankanna segja undirliggjandi verðbólguþrýsting enn í hagkerfinu. Telur greiningardeild Kaupþings að verðbólga muni halda áfram að lækka á árinu en óvíst sé hvort 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á árinu.

Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á þriðjudag í næstu viku. Greiningardeild Glitnis að telur líkur á að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum að sinni og muni lækkun ekki verð fyrr en í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×