Viðskipti innlent

Símtal af Everest

Símasamband er nú á toppi Mount Everest
Símasamband er nú á toppi Mount Everest

Breskur fjallgöngumaður hyggst hringja úr gsm-síma á toppi veraldar.

Rob Baber hefur klifið 47 hæstu tinda Evrópu. Nú ætlar hann sér að hringja fyrstu manna úr GSM -síma af toppi Mount Everest.

Sá möguleiki að hringja úr GSM -síma þar er nú fyrir hendi þar sem nýjum sendi hefur verið komið fyrir í Kína sem er í sjónlínu við norðurhrygg Everest.

Símasamband hefur almennt batnað mjög í Himalayafjöllum þar sem kínverski herinn er staddur í grunnbúðum Everest að undirbúa för ólympíueldsins á topp fjallsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×