Fleiri fréttir Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. 10.5.2007 14:58 Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. 10.5.2007 14:31 Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. 10.5.2007 14:30 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. 10.5.2007 12:03 365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. 10.5.2007 11:45 Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur. 10.5.2007 11:12 Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug. 10.5.2007 11:10 Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári. 10.5.2007 09:42 Verðbólga lækkar í Danmörku Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent. 10.5.2007 09:21 Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum Bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum sínum óbreyttum í dag en við því bjuggust helstu fjármálasérfræðingar. Vextirnir verða því áfram í 5,25 prósentum. Fjárfestar hafa þó enn áhyggjur af hagvexti og veikri stöðu fasteignamarkaðarins. 9.5.2007 22:31 Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins. 9.5.2007 16:31 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár. 9.5.2007 16:17 Murdoch vill enn kaupa Dow Jones Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. 9.5.2007 15:24 Árásir í Nígeríu hækka olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og væntingar um meiri eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum á yfirstandandi ársfjórðungi en fyrri spár hljóðuðu upp á eiga helstan þátt í hækkununum. 9.5.2007 14:06 VÍS hyggst hasla sér völl í Færeyjum Vátryggingarfélag Íslands hyggst í haust stofna útibú í Færeyjum eftir því sem greint er frá í færeyska blaðinu Dimmalættingi. Enn fremur kemur fram í fréttinni að VÍS hafi unnið að undirbúningi innkomunnar á færeyskan markað frá því í nóvember 9.5.2007 13:21 Tap hjá EasyJet EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, skilaði tapi upp á 12,7 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmra 1,6 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en í fyrra en þá nam tap fyrirtækisins 28,9 milljónum punda, 3,7 millörðum króna.Félagið segir hærri álögur á farþega vegna síhækkandi stýrivaxta hafa skilað sér í fækkun farþega. 9.5.2007 11:48 Refresco kaupir franskt fyrirtæki Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína. 9.5.2007 11:05 Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag. 9.5.2007 10:28 Fasteignamarkaðurinn tekur við sér Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný. 9.5.2007 10:27 Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bæði félögin voru fyrr á þessu ári orðuð við hugsanlega yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa. 9.5.2007 09:58 Hagnaður Carlsberg umfram væntingar Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. 9.5.2007 09:15 Svik í stærstu yfirtökunni Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur starfsmanni svissneska fjárfestingabankans Credit Suisse í Bandaríkjunum vegna innherjasvika í tengslum við yfirtöku fjárfestingafélagsins Kohlberg Kravis Roberts á bandaríska orkufyrirtækinu TXU fyrr á þessu ári. Kaupvirði nam 45 milljörðum bandaríkjadala, tæpum 2.900 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einhver stærsta skuldsetta yfirtaka í heimi. 9.5.2007 06:30 Sparisjóðir í sjöunda himni Hagnaður fimm stærstu sparisjóðanna nam 18,3 milljörðum króna í fyrra og hefur fimmfaldast frá árinu 2005. Gengishagnaður og tekjur af eignarhlutum vógu þungt í heildartekjum og halda áfram að gera svo, þökk sé Existu og Icebank. 9.5.2007 06:15 Kjör bankanna batna Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur lækkað töluvert á undanförnum vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 7 til 17,5 punkta. 9.5.2007 06:15 Glitnir er næststærsti miðlari Norðurlanda Markaðshlutdeild Glitnis hefur áttfaldast milli ára þegar horft er til veltu hlutabréfa á norrænum verðbréfamarkaði. Aukningin er rakin til innri vaxtar og fyrirtækjakaupa. 9.5.2007 06:15 Formenn í augum flokkssystkina Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna. 9.5.2007 06:00 Samstarf hafið við MIT Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð. 9.5.2007 06:00 Nýjar námsleiðir við Háskóla Íslands Í haust verður ný námsleið tekin upp í Háskóla Íslands. Um er að ræða þjónustustjórnun á vegum Viðskipta- og hagfræðideildar í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. „Fjallað er um þjónustu fyrirtækja í mörgun námskeiðum innan viðskiptafræðinnar. 9.5.2007 06:00 Fyrstu vetnistilraunirnar á sjó að hefjast Íslensk NýOrka setur vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu á næsta ári. Tilraunaverkefni með notkun vetnisstrætisvagna ruddi brautina, segir framkvæmdastjórinn. 9.5.2007 06:00 Ærin verkefni kalla á ný tök Gera má ráð fyrir því að síðar í þessum mánuði taki við ný ríkisstjórn studd nýjum meirihluta á Alþingi. Mörg ný andlit verða þar á meðal ef að líkum lætur. Verkefnin framundan eru ærin og kalla á ný tök á málum. 9.5.2007 05:45 Rekstrarlögmálin gilda ekki alltaf N.Y. Knicks og L.A. Lakers voru verðmætustu félagslið NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum leiktíðina 2005-2006 og jafnframt veltuhæstu félögin. Knicks skilaði hins vegar mestu rekstrartapi, eða 2,6 milljörðum. 9.5.2007 05:45 Landsbankinn í Cannes Landsbankinn opnar skrifstofu í Cannes í Frakklandi í sumar. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að 2-3 starfsmenn muni halda utan um útibúið í byrjun. 9.5.2007 05:30 Tilboðsverð endurspeglar ekki virði félagsins Greiningardeild Landsbankans hefur sent frá sér nýtt verðmat á Mosaic Fashions sem Baugur Group hyggst taka yfir og afskrá úr Kauphöll Íslands í félagi við aðra fjárfesta. Verðmatsgengið hljóðar upp á 17,9 krónur á hlut samanborið við væntanlegt yfirtökugengi upp á 17,5 og mælir bankinn með kaupum og yfirvogun í Mosaic. Landsbankinn horfir til tólf mánaða markgengis í 20,2 krónum. 9.5.2007 05:15 Kínverjar kynna sér íslenskar lausnir Nýverið sótti sendinefnd frá samskiptaráðuneyti Kína, CTTC, Þekkingu heim. Tilgangur sendinefndarinnar var að kynna sér ýmsar íslenskar lausnir í málaflokkum stofnunar sinnar. 9.5.2007 05:15 EMI kann að verða selt Gengi bréfa í breska útgáfufélaginu EMI hækkaði um 10 prósent skömmu eftir opnun hlutabréfamarkaða í Bretlandi á föstudag eftir að félagið greindi frá því að það ætti í viðræðum um sölu á félaginu. Ekkert hefur verið gefið upp um hverjir hafi hug á að kaupa EMI. 9.5.2007 05:15 Gnúpur nálgast Hannes Gnúpur fjárfestingafélag hefur verið að auka við hlut sinn í FL Group á undanförnum vikum og fer nú með 19,55 prósenta hlut sem metinn er á 45,8 milljarða króna. 9.5.2007 05:15 Vaxtaákvarðanir í Evrópu á morgun Vaxtaákvörðunardagar eru hjá bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankanum á morgun. Greinendur eru sammála um að Englandsbanki hækki vexti til að koma verðbólgu, sem hefur ekki verið hærri í áratug, niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Reyndar búast flestir við hækkunum á evrusvæðinu á næstunni en hvort 3,75 prósenta stýrivextir fari upp á morgun eður ei er óvíst. 9.5.2007 05:00 Að vera eða vera ekki vara Frambjóðendur til komandi alþingiskosninga gefa allir súkkulaðihúðuð og sæt loforð. Þau renna þó ekki svo ljúflega niður meltingarveg kjósenda. Kannanir sýna að innan við tuttugu prósent þeirra telja líklegt að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kynnti sér kúnstina að baki markaðsstarfi stjórnmálamanna. 9.5.2007 05:00 Afkoma Teymis er yfir spám Hagnaður Teymis nam 1,6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. 9.5.2007 05:00 Meirihlutinn situr við sinn keip Síðasta viðskiptagengi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var 70 prósentum fyrir ofan yfirtökutilboð. Pattstaða kann að vera komin upp. 9.5.2007 04:45 Sameining fréttastofa í vændum? Breska fréttastofan Reuters staðfesti í gær að hún ætti í viðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson Corporation, sem íhugar að leggja fram 17,6 milljarða dala, 1.117 milljarða króna, yfirtökutilboð í fyrirtækið. Gangi það eftir mun sameinað fyrirtæki fá nýtt nafn, Thomson-Reuters. 9.5.2007 04:30 Styttist í val á eftir-manni Buffetts Mikil spenna var á árlegum hluthafafundi bandaríska fjárfestingarfélagsins Berkshire Hathaway í Nebraska-ríki í Bandaríkjunum á laugardag en búist er við að forstjórinn aldni Warren Buffett sem í mörg ár hefur verið annar ríkasti maður heims, tilnefni eftirmann sinn á næstunni. 9.5.2007 04:30 Nýr yfir Klakinu Andri Ottesen hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Klaks nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni Helga Egilssyni, sem tók við framkvæmdastjórn Seed Forum í Bandaríkjunum á dögunum. 9.5.2007 04:15 Hunter-Fleming hugleiðir skráningu á AIM Breska lyfjafyrirtækið Hunter-Fleming tilkynnti í apríl um annars fasa prófanir á nýju lyfi við Alzheimer-sjúkdómnum. Íslendingar eru meðal stofnfjárfesta í fyrirtækinu. 9.5.2007 04:00 Viðskiptaráð í Helsinki Hinn 20. júní næstkomandi verður formlega sett á stofn finnsk-íslenskt viðskiptaráð í Helsinki. Markmið þess verður að stuðla að enn öflugri viðskiptum ríkjanna. Viðskiptaráðið mun halda utan um skipulagningu viðburða og hlutlausa upplýsingamiðlun um viðskiptaumhverfi Íslands og Finnlands og ný viðskiptatækifæri. 9.5.2007 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. 10.5.2007 14:58
Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. 10.5.2007 14:31
Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. 10.5.2007 14:30
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. 10.5.2007 12:03
365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. 10.5.2007 11:45
Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur. 10.5.2007 11:12
Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í 5,5 prósent. Þetta er fyrsta hækkunin síðan í febrúar en stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Fastlega var búist var hækkuninni enda stendur verðbólga í 3,1 prósenti og hefur ekki verið hærri í áratug. 10.5.2007 11:10
Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári. 10.5.2007 09:42
Verðbólga lækkar í Danmörku Verðbólga mældist 1,7 prósent í Danmörku í síðasta mánuði. Þetta er 0,2 prósenta lækkun frá sama tíma fyrir ári, samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni. Verðlækkanir á raftækjum, ekki síst einkatölvum sem hafa lækkað um 11,6 prósent síðastliðna tólf mánuði, leiða lækkunina nú. Á móti hækkaði verð á matvælum og drykkjum um 5,2 prósent. 10.5.2007 09:21
Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum Bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum sínum óbreyttum í dag en við því bjuggust helstu fjármálasérfræðingar. Vextirnir verða því áfram í 5,25 prósentum. Fjárfestar hafa þó enn áhyggjur af hagvexti og veikri stöðu fasteignamarkaðarins. 9.5.2007 22:31
Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins. 9.5.2007 16:31
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum vestra Seðlabanki Bandaríkjanna mun greina frá því síðar í dag hvort ákveðið verði að gera breytingar á stýrivaxtastigi í landinu. Flestir gera ráð fyrir óbreyttum vöxtum en telja líkur á að bankinn muni lækka vexti síðar á árinu. Bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum í tæpt ár. 9.5.2007 16:17
Murdoch vill enn kaupa Dow Jones Ástralskættaði fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch greindi frá því í dag að hann hyggðist ekki draga yfirtökutilboð sitt í bandaríska útgáfufélagið Dow Jones til baka þrátt fyrir andstöðu stærstu hluthafa þess. Dow Jones gefur meðal annars út dagblaðið Wall Street Journal og sagði Murdoch, að miðlar undir útgáfuhatti fyrirtækisins hentuðu fyrirtæki hans afar vel. 9.5.2007 15:24
Árásir í Nígeríu hækka olíuverð Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag og fór í tæpa 66 dali á tunnu. Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu og væntingar um meiri eftirspurn eftir eldsneyti í Bandaríkjunum á yfirstandandi ársfjórðungi en fyrri spár hljóðuðu upp á eiga helstan þátt í hækkununum. 9.5.2007 14:06
VÍS hyggst hasla sér völl í Færeyjum Vátryggingarfélag Íslands hyggst í haust stofna útibú í Færeyjum eftir því sem greint er frá í færeyska blaðinu Dimmalættingi. Enn fremur kemur fram í fréttinni að VÍS hafi unnið að undirbúningi innkomunnar á færeyskan markað frá því í nóvember 9.5.2007 13:21
Tap hjá EasyJet EasyJet, annað stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, skilaði tapi upp á 12,7 milljónir punda, jafnvirði rétt rúmra 1,6 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en í fyrra en þá nam tap fyrirtækisins 28,9 milljónum punda, 3,7 millörðum króna.Félagið segir hærri álögur á farþega vegna síhækkandi stýrivaxta hafa skilað sér í fækkun farþega. 9.5.2007 11:48
Refresco kaupir franskt fyrirtæki Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína. 9.5.2007 11:05
Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag. 9.5.2007 10:28
Fasteignamarkaðurinn tekur við sér Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný. 9.5.2007 10:27
Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bæði félögin voru fyrr á þessu ári orðuð við hugsanlega yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa. 9.5.2007 09:58
Hagnaður Carlsberg umfram væntingar Danski bjórframleiðandinn Carlsberg, sem einnig framleiðir mjöð undir merkjum Tuborg, skilaði hagnaði upp á 45 milljónir danskra króna, jafnvirði 525,4 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta er umtalsvert betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá skilaði fyrirtækið tapi upp á 219 milljónir danskra króna, eða rúma 2,5 milljarða íslenskra króna. 9.5.2007 09:15
Svik í stærstu yfirtökunni Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál á hendur starfsmanni svissneska fjárfestingabankans Credit Suisse í Bandaríkjunum vegna innherjasvika í tengslum við yfirtöku fjárfestingafélagsins Kohlberg Kravis Roberts á bandaríska orkufyrirtækinu TXU fyrr á þessu ári. Kaupvirði nam 45 milljörðum bandaríkjadala, tæpum 2.900 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einhver stærsta skuldsetta yfirtaka í heimi. 9.5.2007 06:30
Sparisjóðir í sjöunda himni Hagnaður fimm stærstu sparisjóðanna nam 18,3 milljörðum króna í fyrra og hefur fimmfaldast frá árinu 2005. Gengishagnaður og tekjur af eignarhlutum vógu þungt í heildartekjum og halda áfram að gera svo, þökk sé Existu og Icebank. 9.5.2007 06:15
Kjör bankanna batna Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur lækkað töluvert á undanförnum vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 7 til 17,5 punkta. 9.5.2007 06:15
Glitnir er næststærsti miðlari Norðurlanda Markaðshlutdeild Glitnis hefur áttfaldast milli ára þegar horft er til veltu hlutabréfa á norrænum verðbréfamarkaði. Aukningin er rakin til innri vaxtar og fyrirtækjakaupa. 9.5.2007 06:15
Formenn í augum flokkssystkina Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna. 9.5.2007 06:00
Samstarf hafið við MIT Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð. 9.5.2007 06:00
Nýjar námsleiðir við Háskóla Íslands Í haust verður ný námsleið tekin upp í Háskóla Íslands. Um er að ræða þjónustustjórnun á vegum Viðskipta- og hagfræðideildar í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. „Fjallað er um þjónustu fyrirtækja í mörgun námskeiðum innan viðskiptafræðinnar. 9.5.2007 06:00
Fyrstu vetnistilraunirnar á sjó að hefjast Íslensk NýOrka setur vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu á næsta ári. Tilraunaverkefni með notkun vetnisstrætisvagna ruddi brautina, segir framkvæmdastjórinn. 9.5.2007 06:00
Ærin verkefni kalla á ný tök Gera má ráð fyrir því að síðar í þessum mánuði taki við ný ríkisstjórn studd nýjum meirihluta á Alþingi. Mörg ný andlit verða þar á meðal ef að líkum lætur. Verkefnin framundan eru ærin og kalla á ný tök á málum. 9.5.2007 05:45
Rekstrarlögmálin gilda ekki alltaf N.Y. Knicks og L.A. Lakers voru verðmætustu félagslið NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum leiktíðina 2005-2006 og jafnframt veltuhæstu félögin. Knicks skilaði hins vegar mestu rekstrartapi, eða 2,6 milljörðum. 9.5.2007 05:45
Landsbankinn í Cannes Landsbankinn opnar skrifstofu í Cannes í Frakklandi í sumar. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að 2-3 starfsmenn muni halda utan um útibúið í byrjun. 9.5.2007 05:30
Tilboðsverð endurspeglar ekki virði félagsins Greiningardeild Landsbankans hefur sent frá sér nýtt verðmat á Mosaic Fashions sem Baugur Group hyggst taka yfir og afskrá úr Kauphöll Íslands í félagi við aðra fjárfesta. Verðmatsgengið hljóðar upp á 17,9 krónur á hlut samanborið við væntanlegt yfirtökugengi upp á 17,5 og mælir bankinn með kaupum og yfirvogun í Mosaic. Landsbankinn horfir til tólf mánaða markgengis í 20,2 krónum. 9.5.2007 05:15
Kínverjar kynna sér íslenskar lausnir Nýverið sótti sendinefnd frá samskiptaráðuneyti Kína, CTTC, Þekkingu heim. Tilgangur sendinefndarinnar var að kynna sér ýmsar íslenskar lausnir í málaflokkum stofnunar sinnar. 9.5.2007 05:15
EMI kann að verða selt Gengi bréfa í breska útgáfufélaginu EMI hækkaði um 10 prósent skömmu eftir opnun hlutabréfamarkaða í Bretlandi á föstudag eftir að félagið greindi frá því að það ætti í viðræðum um sölu á félaginu. Ekkert hefur verið gefið upp um hverjir hafi hug á að kaupa EMI. 9.5.2007 05:15
Gnúpur nálgast Hannes Gnúpur fjárfestingafélag hefur verið að auka við hlut sinn í FL Group á undanförnum vikum og fer nú með 19,55 prósenta hlut sem metinn er á 45,8 milljarða króna. 9.5.2007 05:15
Vaxtaákvarðanir í Evrópu á morgun Vaxtaákvörðunardagar eru hjá bæði Englandsbanka og evrópska seðlabankanum á morgun. Greinendur eru sammála um að Englandsbanki hækki vexti til að koma verðbólgu, sem hefur ekki verið hærri í áratug, niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Reyndar búast flestir við hækkunum á evrusvæðinu á næstunni en hvort 3,75 prósenta stýrivextir fari upp á morgun eður ei er óvíst. 9.5.2007 05:00
Að vera eða vera ekki vara Frambjóðendur til komandi alþingiskosninga gefa allir súkkulaðihúðuð og sæt loforð. Þau renna þó ekki svo ljúflega niður meltingarveg kjósenda. Kannanir sýna að innan við tuttugu prósent þeirra telja líklegt að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kynnti sér kúnstina að baki markaðsstarfi stjórnmálamanna. 9.5.2007 05:00
Afkoma Teymis er yfir spám Hagnaður Teymis nam 1,6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. 9.5.2007 05:00
Meirihlutinn situr við sinn keip Síðasta viðskiptagengi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var 70 prósentum fyrir ofan yfirtökutilboð. Pattstaða kann að vera komin upp. 9.5.2007 04:45
Sameining fréttastofa í vændum? Breska fréttastofan Reuters staðfesti í gær að hún ætti í viðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson Corporation, sem íhugar að leggja fram 17,6 milljarða dala, 1.117 milljarða króna, yfirtökutilboð í fyrirtækið. Gangi það eftir mun sameinað fyrirtæki fá nýtt nafn, Thomson-Reuters. 9.5.2007 04:30
Styttist í val á eftir-manni Buffetts Mikil spenna var á árlegum hluthafafundi bandaríska fjárfestingarfélagsins Berkshire Hathaway í Nebraska-ríki í Bandaríkjunum á laugardag en búist er við að forstjórinn aldni Warren Buffett sem í mörg ár hefur verið annar ríkasti maður heims, tilnefni eftirmann sinn á næstunni. 9.5.2007 04:30
Nýr yfir Klakinu Andri Ottesen hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Klaks nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni Helga Egilssyni, sem tók við framkvæmdastjórn Seed Forum í Bandaríkjunum á dögunum. 9.5.2007 04:15
Hunter-Fleming hugleiðir skráningu á AIM Breska lyfjafyrirtækið Hunter-Fleming tilkynnti í apríl um annars fasa prófanir á nýju lyfi við Alzheimer-sjúkdómnum. Íslendingar eru meðal stofnfjárfesta í fyrirtækinu. 9.5.2007 04:00
Viðskiptaráð í Helsinki Hinn 20. júní næstkomandi verður formlega sett á stofn finnsk-íslenskt viðskiptaráð í Helsinki. Markmið þess verður að stuðla að enn öflugri viðskiptum ríkjanna. Viðskiptaráðið mun halda utan um skipulagningu viðburða og hlutlausa upplýsingamiðlun um viðskiptaumhverfi Íslands og Finnlands og ný viðskiptatækifæri. 9.5.2007 04:00