Viðskipti innlent

Atlantsskip opna skrifstofu í Rotterdam

MYND/Róbert

Atlantsskip hafa opnað skrifstofu í Rotterdam í Hollandi sem forráðamenn félagsins lýsa sem stærsta skrefi sem það hafi stigið til þessa í útrás. Með skrifstofunni mun þungamiðja flutninganets félagsins færast til Rotterdam en þar er stærsta höfn Evrópu.

Í tilkynningu frá Atlantsskipum segir að skrifstofan starfi undir nafninu Atlantsskip Benelux og hefjast vikulegar siglingar þangað á fimmtudaginn kemur. Höfnin er sögð mjög vel tengd við markaðssvæði Atlantsskipa hvort sem er á meginlandi Evrópu, í Asíu, Bandaríkjunum eða Suður-Ameríku og er opnun skrifstofunnar liður í uppbyggingu félagsins á heimsvísu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×