Fleiri fréttir

Spilling áfram – ekkert stopp

Landsvirkjun er frá því um áramót að öllu leyti í eigu ríkisins og fer fjármálaráðherra nú með eignarhlutinn en ekki iðnaðarráðherra eins og áður var. Engu að síður er í gildi samkomulag milli ríkisstjórnarflokkanna um að Framsóknarflokkurinn ráðstafi stjórnarformannssætinu í Landsvirkjun.“

Vondir en óhjákvæmilegir kostir

Eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna nú og næstu ár er að finna lausn á fyrirséðum fjárhagsvanda heilbrigðisþjónustunnar. Þó er undarlega hljótt um þennan málaflokk í aðdraganda kosninganna. Kannski er ástæðan sú að verkefnið vex öllum stjórnmálaflokkum í augum?

Hvernig á að hleypa lífi í þetta?

Menn eru að velta fyrir sér hvers vegna kosningabaráttan sé jafn dauf og raun ber vitni. Við vorum að búast við mest spennandi kosningum í mörg ár. Nú er eins og þetta sé allt að koðna niður. Aðalástæðan er líklega sú að það er ekki verið að takast á um nein málefni sem fólki finnst skipta verulegu máli...

Stjórnarsamstarf

Utanríkisráðherra hefur í þessari viku með formlegum hætti staðfest pólitískar viljayfirlýsingar með ríkis­stjórnum Noregs og Danmerkur um varnar- og öryggissamstarf á Norður-Atlantshafi á friðartímum. Þessar yfirlýsingar eru í fullu samræmi við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti um aukið samstarf við þessar þjóðir og fleiri þegar varnarlið Bandaríkjanna fór.

Jafnir gagnvart Guði?

Meirihluti presta innan þjóðkirkjunnar hefur hafnað því að gefa saman samkynhneigða. Í forundran spyr maður sjálfan sig hvers vegna þetta gerist á tímum frjálslyndis og umburðarlyndis; á tímum upplýsinga og vitneskju um að samkynhneigð hefur ekkert með perraskap eða ónáttúru að gera.

Það er stórt orð Hákot

í janúar árið 2005 birti Fréttablaðið forsíðufrásögn með þriggja dálka fyrirsögn. Þar var greint frá fréttatilkynningu Baugs um að skattayfirvöld hefðu endurálagt skatta á fyrirtækið. Endurálagningin nam 464 milljónum króna. Jafnframt var greint frá yfirlýsingu stjórnarformanns Baugs um að skjóta ákvörðuninni til yfirskattanefndar.

Jafnrétti heima og heiman

Í júní á síðasta ári varð ég þess heiðurs aðnjótandi að verða fyrsta konan í sögu íslenska lýðveldisins til að gegna embætti utanríkisráðherra. Á þeim tíu mánuðum sem ég hef setið við stjórnvölinn í utanríkisráðuneytinu hef ég lagt sérstaka áherslu á að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi við alla stefnumörkun.

Aukin ráðdeild með einkaframkvæmd

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Kreddur eru aldrei til góðs og varhugavert þegar saman er blandað stjórnmálum og trúarbrögðum. Trúin er nefnilega þeim annmörkum háð að vera ósveigjanleg og taka ekki rökum, en slíkt kann varla góðri lukku að stýra í lifandi hagkerfi þar sem bregðast þarf við breytingum

Sego eða Sarko

Með því að kjósendur í Frakklandi völdu hægrimanninn Nicolas Sarkozy og sósíalistann Segolene Royal til að eigast við í úrslitaumferð forsetakosninganna í landinu 6. maí völdu þeir skýrar línur.

Í aðdraganda kosninga

Þau sem hafa það að atvinnu eða áhugamáli að spá og spekúlera um þjóðmálin færast nú öll í aukana. Kannski ætti ég frekar að segja þeir, því karlpeningur skipar frekar þennan flokk fólks en konur.

Ræður Framsókn úrslitum enn einu sinni?

Helmingaskipti eins og hafa verið tíðkuð í ríkisstjórn síðustu tólf ár virka hjákátleg ef annar flokkurinn er fimm sinnum stærri en hinn. Hugsanlega ættu að vera lög um þetta. Skipti á jöfnu myndu heldur ekki ganga nema Framsókn kalli til fólk sem er utan þings til að manna ráðherrastóla...

Heimurinn batnandi fer

Eflaust kemur það mörgum á óvart en ýmislegt bendir til þess að unglingar okkar tíma séu almennt betri og heilbrigðari en foreldrar þeirra voru á sama aldri, og að það sé afleiðing þess að foreldrar nútímans eru betri mömmur og pabbar en foreldrar þeirra voru.

Heldri borgarar

Auðvitað eiga eldri borgarar að vera heldri borgarar. Við, sem erum ekki komin á lífeyrisaldur, eigum að umgangast þá af virðingu og læra af þeim, jafnframt því sem okkur er skylt að liðsinna þeim úr þeirra röðum, sem hafa ekki af óviðráðanlegum ástæðum getað búið sér sjálfir áhyggjulaust ævikvöld. Við hin eldumst, ef Guð lofar. En þetta merkir ekki, að allt sé satt, sem óprúttnir áróðursmenn segja í nafni eldri borgara.

Góður vilji en minni efndir

Launajafnrétti næst á Íslandi árið 2070 ef þróunin verður áfram jafnhæg og hún hefur verið síðustu ár. Þetta er auðvitað óásættanlegt en líka ótrúlegt miðað við hvað allir sem um málið tjá sig eru sammála um hversu ósanngjörn þessi staða er.

Við myndum stjórn

Ef leiðtogar stjórnarandstöðunnar birtu svohljóðandi sameiginlega yfirlýsingu nú strax í byrjun kosningarbaráttunnar, þyrftu kjósendur ekki að velkjast í vafa um valkostina í stjórnmálunum:

Húsið þar sem Jörundur dansaði

Mestöll starfsemin í þessum húsum var hin óyndislegasta og ekki eftirsjá að neinu í því sambandi. Húsin höfðu verið vanvirt með alls konar breytingum. Þau voru til skammar eins og nánast allt umhverfi Lækjartorgs...

Breska pressan, Frú Afskiptasöm, vor í London

Svo var klykkt út með að eftir tuttugu ár myndi Kata verða eins og mamma sín. Því var jafnvel haldið fram að prinsinn hefði séð þá þróun fyrir og þess vegna sagt stúlkunni upp...

Hafnarfjarðaráhrifin

Ótvírætt var skýr vilji til þess að hægja á ferðinni í þessum efnum. Nú hefur það verið gert. Það verkefni er frá. Menn þurfa einfaldlega ekki lengur að kjósa Vinstri grænt til þess að ná því fram. Þingkosningarnar snúast að sama skapi ekki þar um eins og áður stefndi í. Hafnfirðingar sáu um það.

Þau sem erfa landið

Umræða um kjör barna hefur aukist mikið undanfarin ár. Þessi umræða hefur þó á stundum ekki síður snúist um rétt foreldra en barna. Þannig hefur umræða um skóla og leikskóla að miklu leyti snúist um það hversu lengi dags börnin geti dvalið á þessum stöðum. Í skuggann fellur þá umræða um uppeldisstarfið og kennsluna sem þau hljóta.

Að mynda ríkisstjórn

Samfylking eða Vinstri græn hoppa varla upp í með Sjálfstæðisflokki svona einn tveir og þrír, flokkarnir yrðu að gera tilraun til að mynda vinstri stjórn áður, þó ekki væri nema til málamynda...

Tvísýnar tímamótakosningar

Engar forsetakosningar sem fram hafa farið í Frakklandi á síðustu áratugum hafa verið eins tvísýnar og þær sem nú fara í hönd. Samkvæmd viðhorfskönnunum eru viku fyrir fyrri umferð kosninganna tveir af hverjum fimm kjósendum óákveðnir og mjótt á munum milli þriggja efstu frambjóðenda, auk þess sem sá fjórði fær örugglega væna sneið af kökunni líka.

Ólík sýn í nokkrum takti

Formenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sáu Ísland í ólíku ljósi í opnunarræðum sínum á landsfundum flokkanna sem nú standa. Þrátt fyrir margs konar ágreining slóu þeir á ýmsa strengi í nokkrum takti um sum stór viðfangsefni sem við blasa.

Mona, Helle, Geir og Ingibjörg í Silfrinu

Meðal gesta í Silfrinu á sunnudag verða Mona Sahlin, Helle Thorning-Schmidt, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Margrét Sverrisdóttir, Pétur Tyrfingsson, Björgvin Valur Guðmundsson og Óli Björn Kárason...

Einhæf umræða, auðkýfingar og snobbaðar konur

Það er vel hugsanlegt að við fjölmiðlamenn festumst stundum í hlutum sem eru kannski ekki svo ofsalega mikilvægir og að við komumst ekki út úr þeim aftur vegna þess að hávaðinn er orðinn svo mikill...

Tilhugalíf Steingríms og Geirs

Geir Haarde les stöðuna líklega svo að hægt sé að fara í ríkisstjórn með Steingrími og Ögmundi þrátt fyrir meinta róttæka vinstristefnu þeirra. Hann telur að þeir hafi góð tök á flokki sínum. Það þarf ekki að vera rétt. Ef marka má skoðanakannanir mæta Steingrímur og Ögmundur á þing eftir kosningar með tíu nýgræðinga...

Jafnvægi atvinnu og einkalífs

Páskafríið var flestum kærkomið. Langflestir fengu heila fimm daga í frí, að undanskildum þeim er starfa á sjúkrahúsum eða í störfum þar sem starfsemin þarfnast stanslausar viðveru starfsfólks.

Hagstjórnin og góðæri

Það er mikil velmegun í landinu. Svo mikil er velmegunin að fólk áttar sig ekki á hve vond hagstjórnin er. ,,Það verður erfitt að fella ríkisstjórnina þegar góðærið er svo mikið", sagði við mig maður sem ég tek talsvert mark á.

Viðskiptatröllið Wal-Mart

Verzlunarkeðjan Wal-Mart er tröll að vexti og teygir anga sína út um öll Bandaríkin, Mexíkó, Kína og mörg önnur pláss. Þegar Wal-Mart kemur í bæinn, þarf kaupmaðurinn á horninu iðulega að pakka saman, því að gömlu viðskiptavinir hans snúa þá við honum bakinu. Wal-Mart býður í krafti stærðar sinnar, máttar og megins meira vöruval við lægra verði en litlar búðir geta gert, og margir viðskiptavinir keðjunnar taka það fram yfir vinsamlegt viðmót.

Frjálslyndi flokkurinn og rasisminn, fjárfestingar útlendinga

Vandinn er að margir draga í efa heilindi forystumanna Frjálslynda flokksins. Sá grunur læðist vissulega að manni að málflutningur þeirra sé ekki annað en tækifærismennska, að þeir séu að fiska eftir atkvæðum í gruggugu vatni...

Ekki í túnfætinum heima

Niðurstaða kosninganna í Hafnarfirði, um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík, hefur verið hyllt sem sigur fyrir lýðræðið og náttúruvernd.

Ísland færist nær Evrópu

Íslendingar munu ekki tapa aflaheimildum þó þeir gangi í Evrópusambandið. Það er ein merkasta ályktunin sem draga má af ítarlegri skýrslu Evrópunefndar, sem út kom á dögunum.

Grátt og grænt

Íslendingum hefur verið deilt í tvær fylkingar sem steyta hnefann hvor að annarri, geta ekki talað saman, skilja ekki hvor aðra. Að því leyti minnir þetta á tímann þegar var deilt um hermálið...

Enginn Þrándur í Götu

í dag komast formleg samskipti Færeyinga og Íslendinga á eins konar hástig. Opna á í Þórshöfn skrifstofu aðalræðismanns Íslands í Færeyjum. Að því leyti markar þessi dagur þau tímamót í færeyskri stjórnmálasögu að fyrsti útsendi erlendi sendierindrekinn sest nú þar að.

Af vottum og Norðmönnum

Á háskólaárunum mínum leigði ég kjallaraíbúð á Laugalæknum. Húsið var í eigu mikilla heiðurshjóna og vart hægt að hugsa sér betri leigusala. Þau höfðu skilning á ójöfnu tekjuflæði leigjandans ásamt því að háskólanám verði vart stundað án þess að þess sé gætt að lífsins blóm skrælni ekki.

Sjá næstu 50 greinar