Fleiri fréttir

Unglingurinn í brennidepli

Pálmasunnudagur markar upphafið að árlegum fermingartíma. Næstu helgar munu íslenskar stórfjölskyldur koma saman í veislum sem haldnar eru til heiðurs unglingum á margbrotnu aldursskeiði. Unglingar á fjórtánda aldursári eru nefnilega yfirleitt ekkert sérstaklega gefnir fyrir mikið samneyti við fullorðna. Í þessu felst einmitt að hluta til fegurðin í þessum fallega sið sem fermingarveislur eru.

Enginn okkar er eyland

Stundum held ég að ég sé eini Íslendingurinn sem skipt hefur opinberlega um flokk. Gamlir flokksbræður horfa á mig eins og naut á nývirki og spyrja með glotti: kom eitthvað fyrir þig, Ellert minn? Aðrir dæsa og verða daprir til augnanna, rétt eins og nákominn hafi fallið frá.

Fundur í Stykkishólmi, zero Framsókn, mávadráp

Þátturinn verður kannski ekki síst eftirminnilegur fyrir hvað hlutur kvenna er lélegur í Norðvesturkjördæmi. Merkilegt í kosningum sem virðast að miklu leyti ætla að snúast um kvennafylgið. Engin kona skipar fyrsta sæti framboðslista í kjördæminu...

Humar eða fiskibollur úr dós

Ein meginátakalína stjórnmálanna hefur löngum hverfst um viðhorf fólks til skattheimtu. Þeir sem vilja lækka skatta liggja gjarnan undir ámæli um að vilja bæta hag hinna ríku en vera slétt sama um smælingja samfélagsins, og öfugt með hina sem eru fylgjandi háum sköttum.

Jafnréttismál í þagnargildi?

Það olli mér nokkrum heilabrotum þegar framboð Íslandshreyfingarinnar var kynnt í síðustu viku að eitt helsta mál samtímans, jafnrétti og kvenfrelsi, var ekki nefnt. Meginmarkmið hreyfingarinnar „umhverfi, nýsköpun, velferð og aukið lýðræði“ eru afar þörf og tímabær. En öll þessi mál hafa kynjavídd og með kvennabaráttukonuna Margréti Sverrisdóttur í fararbroddi vaknar spurningin hvort framsetning hafi verið meðvituð eða ómeðvituð.

Óbundnir til kosninga

Nú er að koma sá tími að kjósendur vita ekki neitt lengur. Við göngum að kjörborði eftir einn og hálfan mánuð. En við vitum ekkert hvaða ríkisstjórn kemur upp úr kössunum. Getum í raun haft takmörkuð áhrif á það...

Það styttist í kosningar

Þingið lauk störfum fyrir tíu dögum síðan. Eitt hundrað og fjórtán frumvörp urðu að lögum á þessu þingi. Síðustu klukkutímana var mikið argaþras en um leið lét þingheimur hendur standa fram úr ermum og samþykkti á fimmta tug frumvarpa.

Dalurinn minn

Framtíðarlandið hugsar langt og grænt en svörin eru kannski ekki alltaf jafn skýr. Samkvæmt herferð Framtíðarlandsins eru þeir sem ekki eru sammála málflutningi þess gráir. Við erum góð og græn eru skilaboðin, hinir eru daprir og gráir...

Þó ekki flórsköfur

Sú var tíð að tollskráin mælti fyrir um sérstakan toll á skóflur en þó ekki flórsköfur. Á sama hátt voru skýr ákvæði um toll á nagla en þó ekki hóffjaðrir. Þetta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Tollskráin var reyndar fleytifull af mismunandi gildismati sambærilegra hluta. Skattalögin voru sama marki brennd.

Frá Vatnsstíg til Laugaskarðs

Ég sá margar mjög skemmtilegar bíómyndir í MÍR-salnum við Vatnsstíg í gamla daga. Þar voru sýndar rússneskar bíómyndir um helgar sem margar áttu lítinn sjens í bíóhúsum borgarinnar, en voru samt mjög áhugaverðar.

Öldungadeildin er lokuð deild

Kunn er sagan af ómaganum sem kominn var í kör þegar upp komst að hún var fædd í næsta hreppi: stóðu hreppstjórar tveir og deildu hart hvoru megin kerlingin skyldi vistuð. unni kerling fátt sér til varnar nema bölbænir til handa þeim sem sveit hennar byggðu - meðan hún tórði.

Sýknað vegna skopmynda, Íslandshreyfingin, fermingar og efnishyggja

Íslamskir trúarleiðtogar í Frakklandi höfðu kært tímaritið Charlie Hebdo fyrir að birta teikningarnar. Dómarinn sagði að myndirnar brytu ekki gegn frönskum lögum heldur stuðluðu þvert á móti með mikilvægum hætti að tjáningarfrelsi í landinu...

Örlagastundin nálgast

Tilraun Framsóknarflokksins til að setja sameignarákvæði um fiskimiðin og aðrar náttúruauðlindir inn í stjórnarskrána í skyndingu skömmu fyrir kosningar fór út um þúfur.

Ísland sem endranær á hliðarlínunni

Nú á sunnudaginn eru rétt 50 ár liðin frá því að Rómarsáttmálinn var undirritaður, en með honum var Efnahagsbandalag Evrópu (EBE) sett á laggirnar, fyrirrennari Evrópusambands nútímans.

Grunnnet, gamaldags skipulag, kosningablogg, Ebbi Sig

Míla heitir fyrirtæki sem hefur verið stofnað um rekstur grunnets Símans. Hefði kannski verið nær að láta það heita Kílómeter – mílur eru okkur Íslendingum framandi. Þetta er hið sama grunnet og ómögulegt var að skilja frá Símanum þegar hann var seldur

Þjóðin á það sem úti frýs

Ég sat á þingbekknum og hlustaði á sakleysislega umræðu um landbrot, þar sem Guðni landbúnaðarráðherra spígsporaði í kringum ræðustólinn eins og maður gerir heima hjá sér meðan maður bíður eftir kvöldmatnum eða fréttunum. Allt í einu datt einhverjum þingmanninum í hug að fara að fílósofera um hvað yrði með landið, ef áin tæki upp á því að breyta um farveg.

Framleiðsla í sátt við náttúruna

Undanfarin ár hefur orðið bylting í verslun með varning sem framleiddur er í sátt við náttúruna. Fyrst og fremst lífrænt ræktaða matvöru en einnig ýmsar aðrar vörur til heimilisins, svo sem hreinlætisvörur sem framleiddar eru með það að markmiði að valda lágmarksskaða á umhverfinu.

Fleiri höfunda - takk!

Þau segja að Alþingi verði slitið í dag. Það liggja fyrir við þinglok nær sextíu mál óafgreidd, mörg brýn, segja menn. Yfir þingheimi er órói undir rólyndislegu fasi.

Ævinleg eign þjóðarinnar

Í fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 2004 segir svo: ,,Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja.“

Græna byltingin

Ekki er nokkur ástæða til að velkjast í vafa um að ævintýraleg fylgisaukning vinstri grænna stafar fyrst og síðast af vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um mikilvægi umhverfismála. Sambærileg græn bylting er að eiga sér stað meðal annarra Evrópuþjóða. Fyrir vikið keppast nú stjórnmálamenn víða um álfuna við að sýna á sér grænar hliðar.

Carry On, þöglar myndir, heimavöllur VG, grænir skattar

Einhver vitlausustu kaup sem ég hef gert bárust með póstinum nú um daginn. Það var safn allra Carry On myndanna sem voru framleiddar á árunum milli 1960 til 1975. Alls þrjátíu myndir. Með þessu leikarastóði sem maður man eftir úr Háskólabíói...

Deilt um stjórnarskrá

Í sögu eða frásögn sem ég heyrði lítinn hluta af í útvarpinu um daginn var sagt frá fjölskyldu einni og voru fjölskyldumeðlimir allir svo berdreymnir að þau vissu helstu tíðindi fimm til tíu ár fram í tímann. Mér fannst þetta svo skemmtileg lýsing að ég verð að koma henni að. Um leið er ég klárlega viss um að ég er ekki af þessari ætt. Það er eiginlega alltaf eitthvað að koma mér á óvart.

Kosningamál, kvennastjórn, háskólar, dollaragrís á teini

Hvernig ræðst það hvað kemst á dagskrá fyrir kosningar? Stundum finnst manni það hálf dularfullt, eins og til dæmis með fiskinn sem skal alltaf vera til umræðu með einum eða öðrum hætti. Í öðrum tilvikum eru býsna vel skipulagðir þrýstihópar að verki...

Jafnréttislög sem gagn er að

Í vikunni var kynnt frumvarp til laga um ný jafnréttislög. Frumvarpið er býsna róttækt miðað við núgildandi lög en sá er hængurinn á að ekki stendur til að leggja frumvarpið fram á yfirstandandi þingi.

Frjálshyggjan er fílhraust óbyrja

Í hugum okkar eru „frjálshyggjumenn“ ungir Sjálfstæðismenn. Meyhreinir pabbadrengir hittast í ystu afkimum netheima, í kjallaranum heima hjá mömmu eða nýleigðum íbúðum vestur í Skjólum, þar sem einir búmuna eru flatskjár og Friedman (brjóstmynd). Þar sitja þeir íklæddir fermingarskyrtum og láta barkakýlin tifa í takt eins og unghanar á gólæfingu. Fussa gegn opinberum fjáraustri og álykta með sölu leikhúsa og leikskóla. Ljóngáfaðir en lítt þroskaðir. Þannig hefur þetta verið um áratuga skeið. Nýjar kynslóðir taka í sífellu upp frjálshyggjufánann og halda á honum litla stund, á meðan hugsjónir þeirra fá að blómstra í Pabbaskjólinu frá vindum lífsins, þar til þeir kynnast konu, eignast börn og setjast upp í bílinn sem ekur þeim inn í samfélag manna. Aðeins örfáir bera fána frjálshyggjunnar inn í fullorðinsár sín. Enn færri draga hann að húni í garði sínum. Það sem þeir gallhörðu einstaklingar eiga sameiginlegt er að flestir eru þeir barnlausir. Frjálshyggjan krefst barnleysis. Því aðeins barnlaus er maðurinn frjáls, lífið einfalt og hugsjónin hrein. Frjálshyggjan stefnir að barnlausu þjóðfélagi. Strax í fyrstu mæðraskoðun fer að molna úr frelsishugsjóninni. „Þið getið auðvitað farið í Partý-Sónar inní Faxafeni en það kostar 15.600 krónur.“ Einnig er boðið upp á „hágæðafæðingu“ hjá Lífsins gjöf í Garðabæ en hún kostar frá 700.000 og upp í 1.200.000 ef valin eru mænudeyfing og keisaraskurður. Frjálshyggjudrengurinn þarf ekki nema eitt augnaráð frá verðandi móður (barnshafandi konur eru greindustu dýr jarðarinnar) til að kyngja kenningunni með kýli og öllu. Síðan tekur við fæðing og orlof. Frjálshyggjumaðurinn er skyndilega kominn á laun hjá hinu opinbera við að rækta sitt einkalíf, vökva sinn ástarvöxt. Og von bráðar vill barnið kaupa klarinett: Fyrr en varði situr litla prinsessan í Sinfóníuhljómsveit æskunnar og blæs alla þá tónlist sem markaðurinn hefur fúlsað við í hundrað ár. „Afhverju getur hún ekki bara hlustað á Wham og Duran eins og ég gerði?“ Faðirinn mætir nokkuð mæddur á fundi í Frjálshyggjufélaginu, sem nú hefur keypt sér eigin „fundaíbúð“ þar sem enginn býr nema andi frjálshyggjunnar; fyrirmyndarþegninn í hinu komandi ríki frelsisins. Okkar maður er enn sæmilega volgur í baráttunni en samþykkir með sýnilegum semingi áskorun til ríkisstjórnar um að Sinfóníuhljómsveit Íslands verði úthýst af fjárlögum. Svo heldur lífið áfram. Handleggir brotna og sálir kremjast. Einn lendir í dópi og annar fær krabbamein. Og alltaf þarf að leita á náðir kerfisins, öryggisnetsins og almannaþjónustunnar, alls þessa sem gerir samfélag siðað. Að lokum er gamli frjálshyggjustaurinn orðinn ráðsettur gúrmagi í Grafarvogi sem hlær mildilega þegar skjárinn birtir nýjustu samþykktir drengjanna vestur í Pabbaskjóli. Bumbuhnegg hans er náskylt brosi bóndans við huppskvettum kálfa sinna þegar þeir hlaupa út í sitt fyrsta vor. Kálfar eru og verða kálfar. Barnlausi frjálshyggjumaðurinn heldur hinsvegar tryggð við málstaðinn enda tekst honum að komast í gegnum lífið án teljandi styrkja, án hjálpar ríkis og sveitar. Hann stendur einn og frjáls af samhjálp meðborgara sinna, frjáls af hverkyns niðurgreiddri samneyslu á sviði menningar eða lista. Hann hefur kannski nokkrum sinnum farið á Vínartónleika Sinfóníunnar en þá krafist þess að fá að greiða fullt og frjáls verð fyrir sæti sitt: Þær 167.000 krónur sem hann reiknaði út að miðinn þyrfti að kosta svo hljómsveitin bæri sig. Aukalykillinn að hugsjóninni er síðan góð heilsa. Hinn barnlausi boðberi frelsis má ekki klikka á henni. Aðeins mestu hreystimenni halda hugsjón sinni hreinni allt til dauðans þegar þeir eru grafnir utangarðs af gröfufyrirtæki í eigu fjölskyldunnar, alfrjálsir af framlögum til þjóðkirkjunnar og kirkjugarða ríkisins. Því um leið og heilsan bilar fer hugsjónin líka: Þegar frjálshyggjumaður leggst undir hnífinn horfist hann í augu við grímuklæddan almúgann sem um árabil lagði fyrir hluta af launum sínum svo fjarlægja mætti frjálshyggjusteinbarnið úr maga hans. Þar sem frjálshyggjunni sleppir tekur þroskinn við. Eftir að kommúnisminn dó og eftir að allir flokkar urðu grænir má skipta stjórnmálum samtímans í tvær megin fylkingar: Frjálshyggju og kratisma. Sú fyrri telur um það bil 1,2% þjóðarinnar, hin síðari nýtur 98,8% fylgis. Afleiðingin er nokkuð einsleitt flokkakerfi því allir Íslendingar eru kratar í eðli sínu. Sjálfstæðisflokkurinn er krataflokkur fyrir frjálshyggjufólk sem varð foreldrar. Framsóknarflokkurinn er krataflokkur fyrir fólk sem kallar kratismann „samvinnuhugsjón“. Frjálslyndi flokkurinn er krataflokkur fyrir ófrjálslynda krata. Vinstri grænir eru krataflokkur fyrir fólk sem ólst upp við kratahatur. Samfylkingin er krataflokkur fyrir fólk sem dreymir um að allir kratar kjósi sama flokkinn.

Bestu búvörur í heimi

Á Íslandi höfum við besta landbúnað í heimi og bestu landbúnaðarvörurnar. Þetta er búið að staðfesta í skoðanakönnun. Við erum eins og heimspekingurinn Altúnga í Birtingi sem taldi að við lifðum í hinum allrabesta heimi allra heima...

Reglugerðin verði felld úr gildi

Sum mistök eru þess eðlis að þau verða ekki aftur tekin. Önnur eru blessunarlega þannig að það er auðvelt að leiðrétta þau. Öll gerum við mistök og það eru forréttindi að gera mistök sem einfalt er að leiðrétta.

Fordómar, lífið á miðjunni, friðlýsing Skerjafjarðar

Fordómar er orð sem er geysilega mikið ofnotað. Maður er ekki sammála túleysingjum, þá er maður fordómafullur. Maður gagnrýnir Ísrael, maður er fordómafullur. Maður er ekki sammála þeim sem vilja ritskoða skopmyndir...

Hlutlaus niðurstaða

Sú breyting á stjórnarskrá vegna náttúruauðlinda, sem ríkisstjórnin hefur nú kynnt, er að formi til dæmi um ámælisverð vinnubrögð. Efnislega sýnist hún hins vegar fela í sér hlutlausa niðurstöðu. Þar af leiðandi ætti hún ekki að vera tilefni mikils ágreinings.

Stjórn sýndarveruleikans

Núna í vikunni andaðist franski spekingurinn Jean Baudrillard sem varð frægur (eða alræmdur) fyrir að halda því fram að ýmis nútímafyrirbæri væru sýndarveruleiki. Umdeildasta dæmið sem Baudrillard tók um þetta var Persaflóastríðið 1991.

Obama blottar sig, átakanleg kvennakúgun, Hirsi Ali

Í ísraelska dagblaðinu Ha´aretz stóð Obama hefði "tekið jafn sterkt til orða og Clinton, sýnt jafn mikinn stuðning og Bush og verið jafn vinsamlegur og Giuliani". Áheyrendur við þetta tilefni voru auðugir gyðingar...

Fleiri herskáa femínista

Áttundi mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 19. júní er helgaður kvenréttindum og þann 24. október er „kvennafrídagsins" minnst. Getur verið að þörf sé á öllum þessum sérstökum dögum til að hamra á auknum rétti kvenna, rétt eins og þær séu minnihlutahópur? Konur eru jú, um helmingur mannkyns.

Ævintýri líkast

Árið 1991, þegar tekjuskattur á fyrirtæki var 45%, skilaði hann tveimur milljörðum króna í ríkissjóð. Árið 2007, þegar skatturinn er kominn niður í 18%, er gert ráð fyrir, að hann skili 34 milljörðum króna í ríkissjóð. Þetta er ævintýri líkast, eflaust einhver best heppnaða skattalækkun sögunnar.

Breiðara sjónarhorn

Átökin um fiskveiðistjórnunina sem stóðu allan síðasta áratug liðinnar aldar voru einhver þau römmustu sem íslensk stjórnmálasaga geymir. Þau snerust vissulega um grundvallaratriði í pólitík. Að lokum sammæltust menn um að gera tilraun til að ná sáttum.

Ójöfnuður í samhengi II

Misskipting verður trúlega heitt kosningamál í Bandaríkjunum 2008. Áhyggjur af auknum ójöfnuði í skiptingu auðs og tekna hafa gefið demókrötum byr undir báða vængi. Þeir eru frá gamalli tíð flokkur alþýðunnar og repúblikanar flokkur auðmanna.

Einstaklingsfrelsi og löggæsla

stundum er tíðarandinn þannig að stjórnmálamenn telja yfirborðsmennsku, upphrópanir og útúrsnúninga vera þá eiginleika sem best þjóni því markmiði að ná athygli kjósenda. Þessi hlið stjórnmálabaráttunnar er bæði gömul og ný. Að sama skapi er andóf gegn henni ævinlega jafngilt.

Bissniss og manngæska

Ég opna morgunútvarpið og út streymir boðskapur launaðs áróðursmeistara Landsvirkjunar: Íslendingar búa svo vel að eiga hreinar orkulindir í heimi sem er á heljarþröm vegna loftslagshlýnunar, sem stafar af brennslu jarðefna eins og kola og olíu.

VG, anarkisminn, Hjálpræðisherinn og íslenska krónan

Frá femínistum kemur svo mjög púrítanskur straumur inn í VG. Þetta snýst aðallega um að bjarga föllnum konum frá ógæfu og að kveða niður hið illa sem býr í körlum. Svona er alls ekki nýtt af nálinni...

Örlög Óperunnar

Fáir láta sig gengi Íslensku óperunnar nokkru varða, þótt þessi menningarstofnun eigi að baki aldarfjórðung í starfi og enn lengri forsögu sem teygir sig aftur á nítjándu öld. Þá eins og nú áttu íslenskir söngvarar sér helst starfsvon í útlöndum: viðgangur listformsins í samfélögum Evrópu og Ameríku gat af sér listaverk sem virðast geta hitt fólk í hjartað enn þann dag í dag.

Sjá næstu 50 greinar