Vondir en óhjákvæmilegir kostir 29. apríl 2007 06:15 Eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna nú og næstu ár er að finna lausn á fyrirséðum fjárhagsvanda heilbrigðisþjónustunnar. Þó er undarlega hljótt um þennan málaflokk í aðdraganda kosninganna. Kannski er ástæðan sú að verkefnið vex öllum stjórnmálaflokkum í augum? Hér á landi fara um það bil fjörutíu prósent af samneyslu þjóðarinnar til heilbrigðismála og eins og í öðrum vestrænum löndum hækka þau útgjöld umfram þjóðarframleiðslu milli ára. Augljóst er að slíkt gengur ekki til langframa. Hvað er þá til ráða? Að mati hinnar alþjóðlegu Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) eru möguleikarnir tæpast aðrir en að hækka skatta, skera niður í öðrum málaflokkum eða láta sjúklingana taka aukinn þátt í kostnaðinum við heilbrigðisþjónustuna. Sem sagt, skattahækkun, niðurskurður eða þið þurfið að borga meira. Flokkarnir gætu alveg eins bætt við, „ekki kjósa okkur" ef þessir liðir fengju pláss á kosningaloforðalistanum. Það er ekkert skrítið að þeir kjósi að segja sem minnst. En þó verður ekki hjá því komist að stjórnmálamennirnir okkar verða að takast á við þennan vanda. Engir aðrir en þeir eru færir um það verkefni. Og þetta er brýnt mál því Ísland er ekki aðeins meðal þeirra landa innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála vaxa hvað hraðast, heldur eru opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hvergi hærri. Þessi miklu útgjöld má túlka með tvennum hætti. Annars vegar að hér sé rekið öflugt og framúrskarandi heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða, og hins vegar að íslensk heilbrigðisþjónusta sé óhagkvæm og dýr þar sem er hægt að nýta peningana á mun betri hátt til velferðar fyrir þjóðina. Því miður eru vísbendingar um að seinni túlkunin sé nær lagi en sú fyrri án þess þó að þar með sé hallað á gæði þjónustunnar. Í grein sem Ólafur Örn Arnarson, fyrrverandi yfirlæknir og fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins, skrifaði í Morgunblaðið í vikunni kom fram að hér á landi er kostnaður á hvern sjúkling sem fær bráðaþjónustu mun hærri en í öðrum OECD-ríkjum. Ólafur Örn heldur því fram að með breyttu rekstrarkerfi, sem önnur lönd innan OECD notast við, væri hægt að spara milli tvo og þrjá milljarða á ári í heilbrigðisþjónustunni. Ólafur Örn kallaði að ósekju Framsóknarflokkinn einan til ábyrgðar í grein sinni þar sem sá flokkur hefur farið með heilbrigðisráðuneytið undanfarin þrjú kjörtímabil. Að sjálfsögðu á Sjálfstæðisflokkurinn engu minni skerf af þeirri ábyrgð. Og jafnvel heldur meiri ef eitthvað. Þessi stærsti flokkur landsins hefur verið í forystuhlutverki í ríkisstjórn nánast samfellt í fjögur kjörtímabil en ítrekað vikið sér undan því að láta til sín taka í heilbrigðisráðuneytinu. Þess í stað hefur Sjálfstæðisflokkurinn látið þann flokk sem er minni máttar í stjórnarsamstarfinu um verkefnið. Þetta er skrítin afstaða. Einhvern veginn hélt maður að fólk færi í stjórnmál til þess að takast á við málin en ekki forðast þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna nú og næstu ár er að finna lausn á fyrirséðum fjárhagsvanda heilbrigðisþjónustunnar. Þó er undarlega hljótt um þennan málaflokk í aðdraganda kosninganna. Kannski er ástæðan sú að verkefnið vex öllum stjórnmálaflokkum í augum? Hér á landi fara um það bil fjörutíu prósent af samneyslu þjóðarinnar til heilbrigðismála og eins og í öðrum vestrænum löndum hækka þau útgjöld umfram þjóðarframleiðslu milli ára. Augljóst er að slíkt gengur ekki til langframa. Hvað er þá til ráða? Að mati hinnar alþjóðlegu Efnahags- og framfarastofnunar (OECD) eru möguleikarnir tæpast aðrir en að hækka skatta, skera niður í öðrum málaflokkum eða láta sjúklingana taka aukinn þátt í kostnaðinum við heilbrigðisþjónustuna. Sem sagt, skattahækkun, niðurskurður eða þið þurfið að borga meira. Flokkarnir gætu alveg eins bætt við, „ekki kjósa okkur" ef þessir liðir fengju pláss á kosningaloforðalistanum. Það er ekkert skrítið að þeir kjósi að segja sem minnst. En þó verður ekki hjá því komist að stjórnmálamennirnir okkar verða að takast á við þennan vanda. Engir aðrir en þeir eru færir um það verkefni. Og þetta er brýnt mál því Ísland er ekki aðeins meðal þeirra landa innan OECD þar sem útgjöld til heilbrigðismála vaxa hvað hraðast, heldur eru opinber útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu hvergi hærri. Þessi miklu útgjöld má túlka með tvennum hætti. Annars vegar að hér sé rekið öflugt og framúrskarandi heilbrigðiskerfi á heimsmælikvarða, og hins vegar að íslensk heilbrigðisþjónusta sé óhagkvæm og dýr þar sem er hægt að nýta peningana á mun betri hátt til velferðar fyrir þjóðina. Því miður eru vísbendingar um að seinni túlkunin sé nær lagi en sú fyrri án þess þó að þar með sé hallað á gæði þjónustunnar. Í grein sem Ólafur Örn Arnarson, fyrrverandi yfirlæknir og fyrrverandi formaður heilbrigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins, skrifaði í Morgunblaðið í vikunni kom fram að hér á landi er kostnaður á hvern sjúkling sem fær bráðaþjónustu mun hærri en í öðrum OECD-ríkjum. Ólafur Örn heldur því fram að með breyttu rekstrarkerfi, sem önnur lönd innan OECD notast við, væri hægt að spara milli tvo og þrjá milljarða á ári í heilbrigðisþjónustunni. Ólafur Örn kallaði að ósekju Framsóknarflokkinn einan til ábyrgðar í grein sinni þar sem sá flokkur hefur farið með heilbrigðisráðuneytið undanfarin þrjú kjörtímabil. Að sjálfsögðu á Sjálfstæðisflokkurinn engu minni skerf af þeirri ábyrgð. Og jafnvel heldur meiri ef eitthvað. Þessi stærsti flokkur landsins hefur verið í forystuhlutverki í ríkisstjórn nánast samfellt í fjögur kjörtímabil en ítrekað vikið sér undan því að láta til sín taka í heilbrigðisráðuneytinu. Þess í stað hefur Sjálfstæðisflokkurinn látið þann flokk sem er minni máttar í stjórnarsamstarfinu um verkefnið. Þetta er skrítin afstaða. Einhvern veginn hélt maður að fólk færi í stjórnmál til þess að takast á við málin en ekki forðast þau.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun