Fleiri fréttir

Mark­miðin sem birtust fyrir til­viljun

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Eitt það mikilvægasta í Parísarsamkomulaginu er að aðildarríkin, Ísland þar með talið, voru sammála um að gera sífellt betur í loftslagsmálum. Þess vegna er ætlast til þess að lönd skili inn uppfærðum landsmarkmiðum um samdrátt í losun á fimm ára fresti, þar sem metnaðurinn er aukinn frá síðustu útgáfu.

Fall­ein­kunn í Foss­vogs­skóla

Valgerður Sigurðardóttir skrifar

Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu.

Skilnings­leysi kapítal­ista á kapítal­isma

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Gjarnan gleyma ötulir talsmenn kapítalismans að hugsa kapítalískt fyrir aðra en sjálfa sig. Það á sérstaklega við þegar að stéttarfélög og láglaunastéttir eru gerðar ábyrgar fyrir hagkvæmni og efnahagslegum stöðuleika, sem er algengt á Íslandi.

Hálf­níu og níu hjá Borginni

Jóhanna Thorsteinson skrifar

Sem íbúi í Reykjavíkurborg hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna grenndargámarnir í hverfinu mínu sé ekki þrifnir oftar en raun ber vitni um. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort ég ætti nú ekki bara að labba mig út og taka til hendinni.

Verndum líf­fræði­lega fjöl­breytni

Ari Trausti Guðmundsson og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa

Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651.

Það er alltaf rétti tíminn

Starri Reynisson skrifar

Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau.

Einka­rekin heilsu­gæsla

Guðbrandur Einarsson skrifar

Heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum hefur mikið verið til umræðu og nýverið birtist niðurstaða úr þjónustukönnun sem sýndi að íbúar á Suðurnesjum bera ekki mikið traust til þeirrar heilbrigðisþjónustu sem þeim er boðið upp á.

Af hags­munum bænda og kjöt­af­urða­stöðva

Páll Gunnar Pálsson skrifar

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, beindi til mín spurningu í grein sinni á mánudaginn sem ég svaraði góðfúslega í fyrradag. Í gær birti Erna svo nýja grein þar sem hún túlkar og leggur dóm á svar mitt, til hægðarauka fyrir lesendur.

Líf og dauði ís­lensks land­búnaðar - 3. hluti

Högni Elfar Gylfason skrifar

Undanfarið hafa lífleg skrif um íslenskan landbúnað og innflutning landbúnaðarvara birst á hinum ýmsu miðlum. Svo virðist sem rannsóknir og skrif Ernu Bjarnadóttur hagfræðings og verkefnastjóra Mjólkursamsölunnar í fjölmiðla hafi vakið upp draug.

Setjum fé­lags­menn VR í 1. sæti

Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar

Stytting vinnuvikunnar er spurning um kjarabætur sem fela í sér aukin lífsgæði launþegum til handa. Sveigjanlegra vinnufyrirkomulag, vinna að heiman og aukin réttindi til að sinna þörfum nánustu fjölskyldu falla einnig undir þessa mikilvægu baráttu um bætt kjör með auknum lífsgæðum.

Getum við leitt jafn­réttis­bar­áttu heimsins með al­vöru lofts­lags­að­gerðum?

Esther Jónsdóttir skrifar

Fyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til þess að fara uppá Sólheimajökul í gönguferð. Landslagið á jöklinum var einstakt. Hvítir og bláir litir, djúpar og hrikalegar sprungur sem urðu skarpari í svartri öskunni sem barst um jökulinn og minnti á eldinn og hitann frá hinni kraftmiklu Kötlu sem hvílir undir ísnum.

Góðir (leg)hálsar!

Hólmfríður Rósa Halldórsdóttir og Sólveig Hlín Brynjólfsdóttir skrifa

Íslendingum er öllum mikið niðri fyrir þegar kemur að baráttunni við krabbamein. Við erum lítil þjóð, eigum alltaf að minnsta kosti einn sameiginlegan Facebook-vin og höfum við því langflest einhvers konar persónulega reynslu af þessum ömurlega sjúkdómi.

Hvað tekur enga stund?

Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Það eru ekki margar aðgerðir, hreyfingar eða hugsanir sem maður gerir sem raunverulega taka enga stund. Allt tekur einhvern tíma.

Vel vopnum búin

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar

Maður er skotinn til bana í Reykjavík.Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar.

Sam­vinna bænda í sölu bú­vara

Þórarinn Ingi Pétursson skrifar

Um aldir voru ýmsar landbúnaðarafurðir helsta útflutningsvara landsmanna, á eftir skreið. Allt fram að stofnun kaupfélaganna, þess fyrsta fyrir 119 árum (20. febrúar 1882), áttu landsmenn sér engin samtök um slík viðskipti heldur kom hver og einn bóndi fyrir kaupmenn með afurðir sínar.

Tímarnir breytast og lög­gjöfin með

Una Hildardóttir skrifar

Í dag samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um kynferðislega friðhelgi. Um er að ræða gríðarlega þarfa breytingu á almennum hegningarlögum sem tryggir fullnægjandi réttarvernd kynferðislegrar friðhelgi einstaklinga.

Brjótum ísinn

Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka.

„Veistu hvað kostar að reka þetta fólk?“

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar

Flest fatlað fólk þekkir þá vondu tilfinningu að um það sé rætt eins og byrði á samfélaginu. Ég hef verið í hjólastól síðan ég fæddist, og er þar af leiðandi sérfræðingur í kostnaði hinna ýmsu ríkisstofnana við að „reka mig“ eins og fleygt hefur verið fram í umræðunni um stöðu fjárhagsstöðu sveitarfélaga.

Dýra­þjónusta Reykja­víkur

Sabine Leskopf skrifar

Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“.

Ör­greinar frá ungum fram­bjóð­endum

Hópur ungra frambjóðenda Pírata skrifar

Ungt fólk hefur verið sérstaklega sýnilegt í samfélagsumræðunni á líðandi kjörtímabili. Hagsmunasamtök nemenda hafa rekið stöðuga baráttu fyrir málefnum eins og geðheilbrigði og hin stöðugu vandræði með Menntasjóð námsmanna.

Hverju munar um 100.000 krónur?

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn.

Hús­fundur án heimilis

Guðmundur Snæbjörnsson skrifar

Félags- og barnamálaráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til breytinga á fjöleignarhúsalögum. Þær breytingar sem hann hefur boðað er ætlað að nútímavæða fjöleignarhúsalögin að fenginni reynslu undanfarinna ára og þá einkum varðandi tækninýjungar og breyttrar samfélagsmyndar frá því lögin tóku fyrst gildi.

Ó þú dásamlega Borgarlína!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Ég hlustaði á kynningu á fyrsta framkvæmdahluta Borgarlínu í bæjarráði fyrir skömmu og verð að viðurkenna að það fór um mig góð tilfinning.

Svar við spurningu Ernu Bjarnadóttur um landbúnað og samkeppni

Páll Gunnar Pálsson skrifar

Erna Bjarnadóttir beinir til mín spurningu í grein sem hún skrifaði í gær á visir.is, undir yfirskriftinni Samkeppniseftirlitið og landbúnaður. Mér er það bæði ljúft og skylt að verða við beiðni Ernu.

Akur­eyri er mið­stöð Norður­slóða­mála á Ís­landi

Hilda Jana Gísladóttir skrifar

Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með.

Vaxta­laust lán

Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Að eiga barn, fylgir fullt af skyldum, ein af þeim er að huga að öryggi þeirra og heilsu framar öllu. Að búa út á landi gerir mörgum foreldrum erfitt fyrir að sækja þá þjónustu sem börnin okkar þurfa á að halda ef eitthvað amar að.

Fast land undir fótum

Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Nýsköpun, rannsóknir, tækni og vísindi eru undirstaða framþróunar hvers samfélags. Þróttur í þessum greinum leiðir til fjölbreytni og þar með fleiri og styrkari stoða í atvinnulífinu. Stoðir sem byggja á hugviti og eiga möguleika á erlendum mörkuðum, skapa verðmæt störf og skila samfélaginu tekjum og stöðugleika.

Veist þú fyrir hvað Svansmerkið stendur?

Hildur Harðardóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir skrifa

Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn.

Hvað ert þú að gera ?

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

„Nú drekk ég morgunkaffibollann í vinnunni“ sagði kona mér ánægð eftir að hennar atvinnuleit endaði með atvinnutækifæri.

Grænir frasar

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir.

Ríkisrekin elítustjórnmál

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Sjálftaka stjórnmálaflokkanna úr opinberum sjóðum er orðin svo gegndarlaus að við erum komin inn í nýjan fasa lýðræðistímans, sem kenna mætti við ríkisrekin elítustjórnmál.

Er ekki kominn tími á, að Sjálfstæðisflokkurinn verði sjálfstæður!

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þann 5. febrúar sl. var ritstjórnargrein, leiðari, í Morgunblaðinu, sem allir hugsandi menn ættu að kynna sér. Höfundur mun hafa verið fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, seðlabankastjóri og nú annar ritstjóra blaðins. Sennilega áhrifamesti maður landsins síðustu 3-4 áratugi.

Samkeppniseftirlitið og landbúnaður

Erna Bjarnadóttir skrifar

Þann 11. febrúar sl. gekkst Félag atvinnurekenda fyrir rafrænum fundi um samkeppnismál. Þar fór forstjóri Samkeppniseftirlitsins um víðan völl.

Opið bréf til landlæknis

Svanhvít Alfreðsdóttir skrifar

Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum.

Þéttum landamærin, opnum innanlands

Þórir Guðmundsson skrifar

Um helgina greindust þrír einstaklingar í sömu fjölskyldunni með kórónuveiruna í Auckland á Nýja-Sjálandi. Hér á landi hefur sóttvarnalæknir um nokkurra vikna skeið bent á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran leki inn í landið með fólki sem kemur að utan. Það sé forsenda þess að losa um samkomutakmarkanir innanlands.

Lofts­lags­verk­fallið krefst að­gerða strax!

Tinna Hallgrímsdóttir skrifar

Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu.

Stjórn­mál, eitt­hvað fyrir mig?

Sigrún Birna Steinarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa

Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra.

Hagkvæmur geðvandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar

Að spara í geðheilbrigðismálum er ekki ólíkt því að spara með því að sleppa skoðun á vinnubíl. Vandamálin sem eru til staðar eru áfram til staðar, þú veist bara ekki af þeim fyrr en vélin bræðir úr sér.

Hvað eru hefðir og hversu mikilvægar eru þær okkur?

Eyrún Gísladóttir skrifar

Hefðir geta verð mikilvægur þáttur í að viðhalda menningararfleifð þjóðar og er mikilvægt að við íslendingar höldum í ákveðnar hefðir sem tengja menningu okkar og sögu. En sumar hefðir eru líka orðnar úreltar, og í sumum tilfellum óhjálplegar og hættulegar.

Sjá næstu 50 greinar

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.