Það er alltaf rétti tíminn Starri Reynisson skrifar 19. febrúar 2021 07:30 Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Utanríkismál Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar