Samkeppniseftirlitið fellst á undanþágur frá samkeppnislögum Erna Bjarnadóttir skrifar 17. febrúar 2021 15:01 Þessa dagana er mikið fjallað um landbúnað og möguleika hans m.a. til að takast á við samkeppni frá innfluttum búvörum frá mörkuðum erlendis þar sem verð er nú víða með því lægsta sem þekkst hefur. Í því sambandi m.a. varpaði ég spurningu til forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem hann svaraði í gær með grein hér á visir.is. Óhætt er að fullyrða að þessi grein forstjórans (sjá hér) og svar hans við spurningu minni teljist til stórtíðinda. Í henni birtist einnig mat Samkeppniseftirlitsins á stöðu landbúnaðar sem virðist á stundum takmarkað og nánar verður vikið að hér á eftir Undanþágur frá samkeppnislögum koma til greina Í grein sinni svarar forstjórinn spurningu minni um hvort ekki megi innleiða hér á landi undanþágur frá samkeppnislögum, eftirfarandi: „Samkeppniseftirlitið telur vel koma til greina að innleiða í íslenskan rétt undanþágur frá samkeppnislögum áþekkar þeim sem gilda í Noregi og ESB.“ Það er fagnaðarefni að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hafi hér svarað játandi spurningunni sem birtist í lok greinar minnar – þ.e. að ekkert er því til fyrirstöðu skv. EES-rétti – að undanþágur frá samkeppnislögum geti gilt fyrir bændur og samtök þeirra hér á landi. Tillögur að orðalagi – samþykkt undanþágureglu fyrir bændur Til að útfæra þessar hugmyndir nánar vil ég leyfa mér að vísa til 2. gr. norskrar reglugerðar frá 2004 (sjá hér) sem innleiðir undanþágu frá samkeppnislögum fyrir norska bændur. Ákvæðið hljóðar svo í lauslegri þýðingu en efnið hefur verið staðfært að íslenskum aðstæðum: Ákvæði 10.-11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 gilda ekki um samninga, ákvarðanir, samstilltar eða einhliða aðgerðir framleiðenda landbúnaðarvara eða samtaka þeirra sem eru í samræmi við: (a) lög eða reglugerðir sem stjórna framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum; eða (b) samning milli ríkisins og samtaka bænda sem stjórna framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum. Í þessu samhengi skal framleiðsla og sala fela í sér rannsóknir og þróun, vinnslu, dreifingu, markaðssetningu og aðrar ráðstafanir til að koma vörunni á markað. Hvað ESB-rétt varðar vil ég leyfa mér að vísa til til 209. gr. reglugerðar EB nr. 1308/2013 (sjá hér). Ákvæðið hljóðar svo staðfært að íslenskum aðstæðum: Ákvæði 10.-11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 gilda ekki um samninga, ákvarðanir og samstilltar aðgerðir bænda, bændasamtaka eða fyrirtækja þeirra sem varða framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum eða notkun sameiginlegrar aðstöðu til geymslu, meðhöndlunar eða vinnslu á landbúnaðarafurðum að því marki sem slíkir samningar eru nauðsynlegir við framkvæmd landbúnaðarstefnunnar. Samningar sem falla undir þetta ákvæði skulu ekki bannaðir. Sönnunarbyrði um brot hvílir á þeim aðila eða ríkisstofnun sem heldur því fram að samningur brjóti gegn þessu ákvæði. Unnt er að nota þessar tillögur við setningu nýrrar lagareglu í búvörulög nr. 99/1993, sem fæli í sér undanþágureglu frá samkeppnislögum fyrir bændur. Með þessu væri komin niðurstaða sem ráðherra landbúnaðarmála tekur vonandi til skoðunar á næstu vikum enda njóta þau stuðnings Samkeppniseftirlitsins. En hvað með samruna kjötafurðastöðva? Í svargrein forstjóra Samkeppniseftirlitsins segir að undanþágur í Noregi og ESB taki ekki til samruna og því eigi ekki að innleiða slíka undanþágu frá samkeppnislögum. Rétt er að geta þess að fordæmi er fyrir því hér á landi að innleiða reglu sem undanskilur samruna afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum en hana er að finna í 71. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Af hverju er ekki hægt að innleiða sambærilega reglu fyrir kjötafurðastöðvar? Svarið er einfalt. Það er hægt ef löggjafinn ákveður að innleiða slíka reglu. Ein af röksemdum forstjórans gengur út á að Samkeppniseftirlitið hafi eftirlit með hvort og að hvaða marki afurðastöðvum í kjötiðnaði sé heimilt að sameinast. Slík nálgun er hins vegar ótæk. Af hverju? Hér nægir að vísa til fyrirliggjandi mats Samkeppniseftirlitsins þar sem hagsmunir bænda og hagsmunir afurðastöðva eru skilgreindir sem andstæðir hagsmunir. Það mat, eitt og sér, er í andstöðu við mat framkvæmdastjórnar ESB. Telja verður fyrirséð að mat Samkeppniseftirlitsins sé mun strangara heldur en gildir í þeim löndum sem hér hafa þýðingu. Um dæmin úr norskri og evrópskri framkvæmd Það verður að viðurkennast að þau gögn sem tilgreind eru í grein forstjórans eru komin nokkuð til ára sinna. Helsta skýrigagnið er skýrsla framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2012, sem byggir á gögnum frá árunum 2004-2011. Byggir Samkeppniseftirlitið stjórnsýslu sína á skýrslu sem samin var fyrir 9 árum og gerir grein fyrir 10-16 ára gömlum gögnum? Finna má nýlegri dæmi eins og t.a.m. tvær skýrslur birtar af framkvæmdastjórn ESB þar sem fjallað er um kosti samstarfs og sameiningar fyrirtækja bænda: Skýrsla birt af framkvæmdastjórn ESB árið 2016: Factors Supporting the Development of Producer Organizations and their Impacts in the Light of Ongoing Changes in Food Supply Chains (sjá hér). Þessi skýrsla staðfestir hvernig sameining fyrirtækja þeirra getur leitt til betri lífskjara fyrir bændur og hvernig staða þeirra styrkist með samvinnu og sameiginlegum fyrirtækjum hvers konar. Skýrsla birt af framkvæmdastjórn ESB árið 2018: Study on Producer Organizations and their activies in the olive oil, beef and veal sectors (sjá hér). Þessi skýrsla staðfestir margvíslega kosti þess þegar bændur bindast samtökum til að samnýta framleiðslu, dreifingu, markaðssetningu o.s.frv. Um dæmin úr norskri og evrópskri framkvæmd Forstjórinn rekur í löngu máli dæmi um samrunamál í fjölmörgum löndum. Þessi endursögn hefur enga þýðingu en staðfestir hins vegar að mínu mati hið þrönga mat Samkeppniseftirlitsins þegar að því kemur að meta þann íslenska veruleika sem við blasir. Hér verður einungis eitt dæmi tekið frá Noregi. Nortura er samvinnufélag í eigu bænda. Félagið varð til við samruna tveggja stórra samvinnufélaga, Gilde og Prior, árið 2006 eftir að ráðuneyti samkeppnismála í Noregi aflétti fyrirvara við samrunann á grundvelli heildarmats. Eftir samrunann varð til samvinnufélag með 60-70% markaðshlutdeild í slátrun og vinnslu í kjöti og stöndugt félag í eigu bænda í Noregi. Í ljósi hins þrönga mats íslenska samkeppniseftirlitsins myndi samruni af þessu tagi hins vegar aldrei ná fram að ganga hér á landi. Því virðist það fyrirfram útilokað að Samkeppniseftirlitið fallist á samruna kjötafurðastöðva. Sókn er besta vörnin Höfundur þessarar greinar og forstjóri Samkeppniseftirlitsins eru augljóslega sammála um tvennt. Annars vegar ber að innleiða undanþágur frá samkeppnislögum fyrir bændur. Hins vegar að sókn er besta vörnin. Rétt er að benda á að sú sem þetta ritar spilaði sókn í sinni fyrri grein. Nú hefur forstjóri Samkeppniseftirlitsins samþykkt að til greina komi að mæla fyrir undanþágum frá samkeppnislögum. Þetta er áfangasigur fyrir íslenska bændur. Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið fjallað um landbúnað og möguleika hans m.a. til að takast á við samkeppni frá innfluttum búvörum frá mörkuðum erlendis þar sem verð er nú víða með því lægsta sem þekkst hefur. Í því sambandi m.a. varpaði ég spurningu til forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem hann svaraði í gær með grein hér á visir.is. Óhætt er að fullyrða að þessi grein forstjórans (sjá hér) og svar hans við spurningu minni teljist til stórtíðinda. Í henni birtist einnig mat Samkeppniseftirlitsins á stöðu landbúnaðar sem virðist á stundum takmarkað og nánar verður vikið að hér á eftir Undanþágur frá samkeppnislögum koma til greina Í grein sinni svarar forstjórinn spurningu minni um hvort ekki megi innleiða hér á landi undanþágur frá samkeppnislögum, eftirfarandi: „Samkeppniseftirlitið telur vel koma til greina að innleiða í íslenskan rétt undanþágur frá samkeppnislögum áþekkar þeim sem gilda í Noregi og ESB.“ Það er fagnaðarefni að forstjóri Samkeppniseftirlitsins hafi hér svarað játandi spurningunni sem birtist í lok greinar minnar – þ.e. að ekkert er því til fyrirstöðu skv. EES-rétti – að undanþágur frá samkeppnislögum geti gilt fyrir bændur og samtök þeirra hér á landi. Tillögur að orðalagi – samþykkt undanþágureglu fyrir bændur Til að útfæra þessar hugmyndir nánar vil ég leyfa mér að vísa til 2. gr. norskrar reglugerðar frá 2004 (sjá hér) sem innleiðir undanþágu frá samkeppnislögum fyrir norska bændur. Ákvæðið hljóðar svo í lauslegri þýðingu en efnið hefur verið staðfært að íslenskum aðstæðum: Ákvæði 10.-11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 gilda ekki um samninga, ákvarðanir, samstilltar eða einhliða aðgerðir framleiðenda landbúnaðarvara eða samtaka þeirra sem eru í samræmi við: (a) lög eða reglugerðir sem stjórna framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum; eða (b) samning milli ríkisins og samtaka bænda sem stjórna framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum. Í þessu samhengi skal framleiðsla og sala fela í sér rannsóknir og þróun, vinnslu, dreifingu, markaðssetningu og aðrar ráðstafanir til að koma vörunni á markað. Hvað ESB-rétt varðar vil ég leyfa mér að vísa til til 209. gr. reglugerðar EB nr. 1308/2013 (sjá hér). Ákvæðið hljóðar svo staðfært að íslenskum aðstæðum: Ákvæði 10.-11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 gilda ekki um samninga, ákvarðanir og samstilltar aðgerðir bænda, bændasamtaka eða fyrirtækja þeirra sem varða framleiðslu eða sölu á landbúnaðarafurðum eða notkun sameiginlegrar aðstöðu til geymslu, meðhöndlunar eða vinnslu á landbúnaðarafurðum að því marki sem slíkir samningar eru nauðsynlegir við framkvæmd landbúnaðarstefnunnar. Samningar sem falla undir þetta ákvæði skulu ekki bannaðir. Sönnunarbyrði um brot hvílir á þeim aðila eða ríkisstofnun sem heldur því fram að samningur brjóti gegn þessu ákvæði. Unnt er að nota þessar tillögur við setningu nýrrar lagareglu í búvörulög nr. 99/1993, sem fæli í sér undanþágureglu frá samkeppnislögum fyrir bændur. Með þessu væri komin niðurstaða sem ráðherra landbúnaðarmála tekur vonandi til skoðunar á næstu vikum enda njóta þau stuðnings Samkeppniseftirlitsins. En hvað með samruna kjötafurðastöðva? Í svargrein forstjóra Samkeppniseftirlitsins segir að undanþágur í Noregi og ESB taki ekki til samruna og því eigi ekki að innleiða slíka undanþágu frá samkeppnislögum. Rétt er að geta þess að fordæmi er fyrir því hér á landi að innleiða reglu sem undanskilur samruna afurðastöðva í mjólkuriðnaði frá samkeppnislögum en hana er að finna í 71. gr. búvörulaga nr. 99/1993. Af hverju er ekki hægt að innleiða sambærilega reglu fyrir kjötafurðastöðvar? Svarið er einfalt. Það er hægt ef löggjafinn ákveður að innleiða slíka reglu. Ein af röksemdum forstjórans gengur út á að Samkeppniseftirlitið hafi eftirlit með hvort og að hvaða marki afurðastöðvum í kjötiðnaði sé heimilt að sameinast. Slík nálgun er hins vegar ótæk. Af hverju? Hér nægir að vísa til fyrirliggjandi mats Samkeppniseftirlitsins þar sem hagsmunir bænda og hagsmunir afurðastöðva eru skilgreindir sem andstæðir hagsmunir. Það mat, eitt og sér, er í andstöðu við mat framkvæmdastjórnar ESB. Telja verður fyrirséð að mat Samkeppniseftirlitsins sé mun strangara heldur en gildir í þeim löndum sem hér hafa þýðingu. Um dæmin úr norskri og evrópskri framkvæmd Það verður að viðurkennast að þau gögn sem tilgreind eru í grein forstjórans eru komin nokkuð til ára sinna. Helsta skýrigagnið er skýrsla framkvæmdastjórnar ESB frá árinu 2012, sem byggir á gögnum frá árunum 2004-2011. Byggir Samkeppniseftirlitið stjórnsýslu sína á skýrslu sem samin var fyrir 9 árum og gerir grein fyrir 10-16 ára gömlum gögnum? Finna má nýlegri dæmi eins og t.a.m. tvær skýrslur birtar af framkvæmdastjórn ESB þar sem fjallað er um kosti samstarfs og sameiningar fyrirtækja bænda: Skýrsla birt af framkvæmdastjórn ESB árið 2016: Factors Supporting the Development of Producer Organizations and their Impacts in the Light of Ongoing Changes in Food Supply Chains (sjá hér). Þessi skýrsla staðfestir hvernig sameining fyrirtækja þeirra getur leitt til betri lífskjara fyrir bændur og hvernig staða þeirra styrkist með samvinnu og sameiginlegum fyrirtækjum hvers konar. Skýrsla birt af framkvæmdastjórn ESB árið 2018: Study on Producer Organizations and their activies in the olive oil, beef and veal sectors (sjá hér). Þessi skýrsla staðfestir margvíslega kosti þess þegar bændur bindast samtökum til að samnýta framleiðslu, dreifingu, markaðssetningu o.s.frv. Um dæmin úr norskri og evrópskri framkvæmd Forstjórinn rekur í löngu máli dæmi um samrunamál í fjölmörgum löndum. Þessi endursögn hefur enga þýðingu en staðfestir hins vegar að mínu mati hið þrönga mat Samkeppniseftirlitsins þegar að því kemur að meta þann íslenska veruleika sem við blasir. Hér verður einungis eitt dæmi tekið frá Noregi. Nortura er samvinnufélag í eigu bænda. Félagið varð til við samruna tveggja stórra samvinnufélaga, Gilde og Prior, árið 2006 eftir að ráðuneyti samkeppnismála í Noregi aflétti fyrirvara við samrunann á grundvelli heildarmats. Eftir samrunann varð til samvinnufélag með 60-70% markaðshlutdeild í slátrun og vinnslu í kjöti og stöndugt félag í eigu bænda í Noregi. Í ljósi hins þrönga mats íslenska samkeppniseftirlitsins myndi samruni af þessu tagi hins vegar aldrei ná fram að ganga hér á landi. Því virðist það fyrirfram útilokað að Samkeppniseftirlitið fallist á samruna kjötafurðastöðva. Sókn er besta vörnin Höfundur þessarar greinar og forstjóri Samkeppniseftirlitsins eru augljóslega sammála um tvennt. Annars vegar ber að innleiða undanþágur frá samkeppnislögum fyrir bændur. Hins vegar að sókn er besta vörnin. Rétt er að benda á að sú sem þetta ritar spilaði sókn í sinni fyrri grein. Nú hefur forstjóri Samkeppniseftirlitsins samþykkt að til greina komi að mæla fyrir undanþágum frá samkeppnislögum. Þetta er áfangasigur fyrir íslenska bændur. Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun