Hver leggur valdhöfum línurnar - fulltrúi Guðs eða við? Eva Hauksdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun