Getum við leitt jafnréttisbaráttu heimsins með alvöru loftslagsaðgerðum? Esther Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 08:00 Fyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til þess að fara uppá Sólheimajökul í gönguferð. Landslagið á jöklinum var einstakt. Hvítir og bláir litir, djúpar og hrikalegar sprungur sem urðu skarpari í svartri öskunni sem barst um jökulinn og minnti á eldinn og hitann frá hinni kraftmiklu Kötlu sem hvílir undir ísnum. Ég varð dolfallin yfir þessu landslagi og langaði þar helst að vera. Ég fékk mér því vinnu sem leiðsögumaður og varði sumrum og fríum frá skóla gangandi um skriðjökla með ferðamönnum, fjölskyldu og vinum sem urðu jafn agndofa og ég yfir þessu vetrarríkidæmi. Eins dásamlegt og það hefur verið að fá að verja tímanum á skriðjöklum landsins er þó stutt í hryggð. Hitinn eykst og það er ekki Katla sem ógnar. Breytingarnar eru hraðar og bráðnunin ógnvekjandi. Það sem er hvað mest ógnvekjandi er það að mannfólkið geti haft þessi áhrif. Meiri áhrif en eldfjöllin. Að rannsóknir hafi komist að því að mannfólkið sé búið að breyta loftslaginu á jörðinni allri. Að mannfólkið sé búið að bræða niður jökla og halda fyrir þá jarðarfarir. Ég veit að ég er búin að teikna upp hörmungarmynd hér en það er þó ljós í myrkrinu. Fyrst við mannfólkið höfum kraft til þess að valda slíkum skaða getum við líka snúið við blaðinu og breytt til hins betra. Við verðum að gera það. Það er ekki einungis fyrir jöklana og fólk eins og mig sem vill spóka sig um þá sem við verðum að breyta um stefnu. Það er miklu meira í húfi. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á mörg önnur gildi sem við mörg hver höldum á lofti í dag. Fyrir þremur árum vann ég að verkefni með Amnesty International í Vancouver, Kanada. Verkefnið fjallaði um kynjajafnrétti sem hljómar kannski ekki endilega tengt loftslagsbreytingum við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð eru þessir málaflokkar nátengdir. Verkefnið leiddi mig að skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem útskýrði það að meiri ógn stafar af loftslagsbreytingum fyrir konur en karla. Það er því gífurlega mikilvægt að sporna við loftslagsbreytingum ef að kynjajafnrétti á að nást í heiminum. Konur verða fyrir barðinu á loftslagsbreytingum á margan og ólíkan hátt en margar hverjar sem verða einna verst úti búa á suðurhveli jarðar. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að í Afríku og Asíu starfi stór hluti kvenna til að mynda við landbúnað. Þurrkar og óútreiknanleg veðurmynstur hafa því mikil áhrif á fæðu- og efnahagslegt öryggi þeirra en yfirleitt eru þessar konur nú þegar í viðkvæmari stöðu en karlar í sambærilegum aðstæðum. Konur sjá einnig iðulega um að sækja drykkjarvatn fyrir fjölskyldur sínar og þurfa oft að ferðast langar vegalengdir til þess að verða sér úti um vatnið. Loftslagsbreytingar gera þetta verkefni mun erfiðara og hættulegra þar sem aðgangur að vatni fer versnandi og hefur það áhrif á fjölskyldurnar og landbúnaðinn sem þær treysta á. Nýleg rannsókn eftir Carrico og félaga (2020) sem fram fór í Bangladesh hefur einnig sýnt fram á það að í kjölfar þurrka og hitabylgna aukast líkur á því að ungar konur og stúlkur séu neyddar í hjónabönd sem ógnar heilsu þeirra og öryggi. Í grein eftir Gaard (2018) kemur hið sama fram en þar er einnig fjallað um að konur séu líklegri til þess að láta lífið í náttúruhamförum eins og flóðum þar sem þær hafa til dæmis síður lært að synda og þurfa einnig að bera ábyrgð á því að bjarga fjölskyldum sínum. Í slíkum hörmungum enda börn því oft móðurlaus sem kemur sérstaklega niður á menntun stúlkna, eykur ungbarnadauða og eykur líkur á því að börn séu seld í kynlífsþrælkun. Á norðurhveli má líka sjá kynjaójafnrétti sem stafar af loftslagsbreytingum. Í rannsókn Whyte (2017) er til að mynda fjallað um þá auknu hættu á mansali sem konur af frumbyggjaættum á norðurslóðum geta orðið fyrir nú þegar hafísinn bráðnar og nýjar sjóleiðir opnast. Þá hefur rannsókn í Bandaríkjunum einnig sýnt fram á mismunum sem hinsegin fólk verður fyrir í kjölfar náttúruhamfara eins og fellibylja en hætta er á því að sá hópur verði útilokaður frá því að hljóta neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara af völdum loftslagsbreytinga. Þegar litið er yfir dæmi sem þessi má að vissu leyti þakka fyrir það að búa á Íslandi í dag. Við erum leiðandi þjóð hvað kynjajafnrétti varðar og loftslagsbreytingar hafa hingað til ekki haft eins alvarlegar afleiðingar fyrir flest okkar og margar aðrar þjóðir heimsins. Við höfum tækifæri til þess að halda áfram að vera leiðandi þjóð og getum stuðlað að kynjajafnrétti í heiminum með því að snúa við þeirri hættulegu vegferð sem við erum á í loftslagsmálum. Líkt og Katla búum við yfir mætti eyðingarinnar en einnig yfir mætti til þess að móta nýtt land, nýjan og betri heim. Fyrst okkur er það annt um fallegu jöklana okkar að við höldum fyrir þá jarðarfarir þegar þeir deyja þá ætti okkur að vera nógu annt um fólkið okkar og velferð þess. Við getum sýnt það í verki með alvöru aðgerðum. Við þurfum ekki að halda fleiri jarðarfarir fyrir fólk og jökla útaf manngerðri loftslagsvá. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og MSc nemi í Global Environmental Governance, Sustainability and Climate Change við Vrije Universiteit Amsterdam. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum fékk ég tækifæri til þess að fara uppá Sólheimajökul í gönguferð. Landslagið á jöklinum var einstakt. Hvítir og bláir litir, djúpar og hrikalegar sprungur sem urðu skarpari í svartri öskunni sem barst um jökulinn og minnti á eldinn og hitann frá hinni kraftmiklu Kötlu sem hvílir undir ísnum. Ég varð dolfallin yfir þessu landslagi og langaði þar helst að vera. Ég fékk mér því vinnu sem leiðsögumaður og varði sumrum og fríum frá skóla gangandi um skriðjökla með ferðamönnum, fjölskyldu og vinum sem urðu jafn agndofa og ég yfir þessu vetrarríkidæmi. Eins dásamlegt og það hefur verið að fá að verja tímanum á skriðjöklum landsins er þó stutt í hryggð. Hitinn eykst og það er ekki Katla sem ógnar. Breytingarnar eru hraðar og bráðnunin ógnvekjandi. Það sem er hvað mest ógnvekjandi er það að mannfólkið geti haft þessi áhrif. Meiri áhrif en eldfjöllin. Að rannsóknir hafi komist að því að mannfólkið sé búið að breyta loftslaginu á jörðinni allri. Að mannfólkið sé búið að bræða niður jökla og halda fyrir þá jarðarfarir. Ég veit að ég er búin að teikna upp hörmungarmynd hér en það er þó ljós í myrkrinu. Fyrst við mannfólkið höfum kraft til þess að valda slíkum skaða getum við líka snúið við blaðinu og breytt til hins betra. Við verðum að gera það. Það er ekki einungis fyrir jöklana og fólk eins og mig sem vill spóka sig um þá sem við verðum að breyta um stefnu. Það er miklu meira í húfi. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á mörg önnur gildi sem við mörg hver höldum á lofti í dag. Fyrir þremur árum vann ég að verkefni með Amnesty International í Vancouver, Kanada. Verkefnið fjallaði um kynjajafnrétti sem hljómar kannski ekki endilega tengt loftslagsbreytingum við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð eru þessir málaflokkar nátengdir. Verkefnið leiddi mig að skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum sem útskýrði það að meiri ógn stafar af loftslagsbreytingum fyrir konur en karla. Það er því gífurlega mikilvægt að sporna við loftslagsbreytingum ef að kynjajafnrétti á að nást í heiminum. Konur verða fyrir barðinu á loftslagsbreytingum á margan og ólíkan hátt en margar hverjar sem verða einna verst úti búa á suðurhveli jarðar. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að í Afríku og Asíu starfi stór hluti kvenna til að mynda við landbúnað. Þurrkar og óútreiknanleg veðurmynstur hafa því mikil áhrif á fæðu- og efnahagslegt öryggi þeirra en yfirleitt eru þessar konur nú þegar í viðkvæmari stöðu en karlar í sambærilegum aðstæðum. Konur sjá einnig iðulega um að sækja drykkjarvatn fyrir fjölskyldur sínar og þurfa oft að ferðast langar vegalengdir til þess að verða sér úti um vatnið. Loftslagsbreytingar gera þetta verkefni mun erfiðara og hættulegra þar sem aðgangur að vatni fer versnandi og hefur það áhrif á fjölskyldurnar og landbúnaðinn sem þær treysta á. Nýleg rannsókn eftir Carrico og félaga (2020) sem fram fór í Bangladesh hefur einnig sýnt fram á það að í kjölfar þurrka og hitabylgna aukast líkur á því að ungar konur og stúlkur séu neyddar í hjónabönd sem ógnar heilsu þeirra og öryggi. Í grein eftir Gaard (2018) kemur hið sama fram en þar er einnig fjallað um að konur séu líklegri til þess að láta lífið í náttúruhamförum eins og flóðum þar sem þær hafa til dæmis síður lært að synda og þurfa einnig að bera ábyrgð á því að bjarga fjölskyldum sínum. Í slíkum hörmungum enda börn því oft móðurlaus sem kemur sérstaklega niður á menntun stúlkna, eykur ungbarnadauða og eykur líkur á því að börn séu seld í kynlífsþrælkun. Á norðurhveli má líka sjá kynjaójafnrétti sem stafar af loftslagsbreytingum. Í rannsókn Whyte (2017) er til að mynda fjallað um þá auknu hættu á mansali sem konur af frumbyggjaættum á norðurslóðum geta orðið fyrir nú þegar hafísinn bráðnar og nýjar sjóleiðir opnast. Þá hefur rannsókn í Bandaríkjunum einnig sýnt fram á mismunum sem hinsegin fólk verður fyrir í kjölfar náttúruhamfara eins og fellibylja en hætta er á því að sá hópur verði útilokaður frá því að hljóta neyðaraðstoð í kjölfar náttúruhamfara af völdum loftslagsbreytinga. Þegar litið er yfir dæmi sem þessi má að vissu leyti þakka fyrir það að búa á Íslandi í dag. Við erum leiðandi þjóð hvað kynjajafnrétti varðar og loftslagsbreytingar hafa hingað til ekki haft eins alvarlegar afleiðingar fyrir flest okkar og margar aðrar þjóðir heimsins. Við höfum tækifæri til þess að halda áfram að vera leiðandi þjóð og getum stuðlað að kynjajafnrétti í heiminum með því að snúa við þeirri hættulegu vegferð sem við erum á í loftslagsmálum. Líkt og Katla búum við yfir mætti eyðingarinnar en einnig yfir mætti til þess að móta nýtt land, nýjan og betri heim. Fyrst okkur er það annt um fallegu jöklana okkar að við höldum fyrir þá jarðarfarir þegar þeir deyja þá ætti okkur að vera nógu annt um fólkið okkar og velferð þess. Við getum sýnt það í verki með alvöru aðgerðum. Við þurfum ekki að halda fleiri jarðarfarir fyrir fólk og jökla útaf manngerðri loftslagsvá. Höfundur er meðlimur Ungra umhverfissinna og MSc nemi í Global Environmental Governance, Sustainability and Climate Change við Vrije Universiteit Amsterdam. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Loftslagsmarkmið verði lögfest Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun