Misskilningur ritstjóra 1. apríl 2011 06:00 guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun