Lágmörkum áhættu og segjum NEI Átta hagfræðingar skrifar 6. apríl 2011 08:00 Alþingi Íslendinga samþykkti nýverið lög til heimildar á staðfestingu nýjustu Icesave-samninganna en forseti lýðveldisins synjaði þeim staðfestingar. Gengur þjóðin því til atkvæðagreiðslu um lögin nk. laugardag, þann 9. apríl. Við undirritaðir viljum hér gera stutta grein fyrir því hvers vegna við teljum farsælast fyrir þjóðina að hafna samningunum. Áhættusamir samningarFullyrðingar um að kostnaður ríkissjóðs vegna samninganna sé aðeins nokkrir tugir milljarða eru reistar á forsendum um mjög hagstæða þróun ákveðinna lykilstærða. Þetta kostnaðarmat hvílir á hagstæðri þróun gengis og eignasafns þrotabúsins. Það er hins vegar ljóst að lítið þarf út af að bregða til að upphæð þessarar skuldbindingar margfaldist og þar með byrði íslensku þjóðarinnar, jafnvel til áratuga. Slíkt er undirstrikað með því að hægt er að framlengja samningana til næstu 35 ára. GjaldeyrisáhættaSeðlabanki Íslands metur það svo að falli gengi krónunnar um 25% á tímabilinu til 2016 þrefaldast skuldbinding þjóðarinnar vegna Icesave. Séð í sögulegu samhengi er sú lækkun alls ekki ótrúleg. Þar má einnig taka mið af núverandi aflandsgengi krónunnar sem er 40-60% lægra en opinbert gengi innanlands er í skjóli gjaldeyrishafta. GjaldeyrishöftHætt er við að samþykkt samninganna muni framlengja gjaldeyrishöftin til margra ára, eins og reyndar ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa einmitt boðað nýverið. Þessi höft eru til mikils skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir að hagkerfið vaxi af krafti. Þá eru þau ekki fullkomin trygging fyrir því að gengi krónunnar falli ekki, enda ræðst gengið af þróun efnahagsmála en ekki óskhyggju einstakra stofnana um verð hennar. JafnvægisraungengiÞví hefur verið haldið fram að jafnvægisraungengi muni leita til fyrra jafnvægis og því sé gjaldeyrisáhættan hverfandi. Jafnvægisraungengi síðustu 8-10 ár var óeðlilega hátt, m.a. vegna útlánabólu og innstreymis á erlendu fjármagni sem leiddi til styrkingar krónu óháð öllum grundvallar jafnvægislögmálum. Þróun gengis allra næstu árin ræður mestu um mögulegt tjón sem Icesave-samningarnir geta valdið íslenskum efnahag og raungengi getur verið fjarri langtíma meðaltali í fjölda ára í senn. Þá má benda á að raungengi krónu á móti bresku pundi í dag er ekki veikara heldur þvert á móti sterkara en það var fyrir 10 árum. Allar væntingar um að raungengi krónunnar styrkist verulega á næstu árum eru vægast sagt ótraustar. Aðgangur að lánsféÞá er fullyrt að samþykkt samninganna opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Vandséð er hvernig aukin skuldsetning með samþykkt Icesave-samninga á að laða að erlent lánsfé. Fjármagn leitar í arðsöm verkefni, við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Íslensk fyrirtæki með gott rekstrarhæfi hafa aðgang að erlendri fjármögnun, eins og dæmin sanna. Það sem helst torveldar aðgang að erlendu lánsfjármagni nú er miklu frekar ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, haftastefnan hérlendis og óvissa efnahagsmála í hagkerfi í djúpri kreppu. Álit Moody's og lánshæfimatÞví hefur verið haldið fram að samþykkt samninganna bæti lánshæfimat Íslands. Gott langtíma lánshæfimat Íslands hvílir á traustum efnahag, hóflegri skuldsetningu og áhættu. Lánshæfimatsfyrirtækið Moody's hefur lýst því yfir að höfnun Icesave hafi neikvæð áhrif á lánshæfimat íslenska ríkisins. Úttektin er 2 blaðsíður að lengd og alls ekki fullnægjandi! Ekki er að sjá að fulltrúar fyrirtækisins hafi kynnt sér samninginn með tilhlýðilegum hætti enda er niðurstaðan illa rökstudd. Ekki er rúm til að hrekja alla gallana í röksemdafærslu Moody's en minnt er á að fyrirtækið mat íslensku bankana meðal traustustu skuldara heims rétt áður en þeir hrundu. Minni áhætta af dómstólaleiðSterk rök hafa verið færð fyrir því að Bretar og Hollendingar hafi ekkert mál að byggja á fyrir dómi. Samkvæmt því er líklegast að íslenska ríkið taki ekki á sig neinn kostnað verði samningum hafnað. Ef allt færi hins vegar á versta veg í samræmi við áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010, þá felur það í sér minni fjárhagslega áhættu en samningurinn sjálfur, þróist gengi krónunnar örlítið á verri veg. Þar til viðbótar er komið í veg fyrir greiðslufalls-áhættu ríkissjóðs vegna skulda í erlendri mynt. Þess ber einnig að geta að Bretar og Hollendingar fá umtalsvert hærri greiðslur ef þjóðin segir nei en þeir hefðu fengið hefði tilskipun ESB verið látin gilda en ekki neyðarlögin. NiðurstaðaAð öllu samanlögðu er það mat okkar að efnahagsleg áhætta Icesave-samningsins sé of mikil og mun meiri en væri honum hafnað. Að segja nei er að okkar mati sú leið sem er bæði sanngjörn og sú sem lágmarkar efnahagslega áhættu Íslands. Við segjum því NEI við Icesave.Birgir Þór Runólfsson, dósent við HÍ og hagfræðingurJón Helgi Egilsson, verkfræðingur og hagfræðingurKári Sigurðsson, dósent við HR og hagfræðingurÓlafur Margeirsson, hagfræðingurRagnar Árnason, prófessor við HÍ og hagfræðingurSigurgeir Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingurSveinn Valfells, eðlisfræðingur og hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Ólafur Margeirsson Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga samþykkti nýverið lög til heimildar á staðfestingu nýjustu Icesave-samninganna en forseti lýðveldisins synjaði þeim staðfestingar. Gengur þjóðin því til atkvæðagreiðslu um lögin nk. laugardag, þann 9. apríl. Við undirritaðir viljum hér gera stutta grein fyrir því hvers vegna við teljum farsælast fyrir þjóðina að hafna samningunum. Áhættusamir samningarFullyrðingar um að kostnaður ríkissjóðs vegna samninganna sé aðeins nokkrir tugir milljarða eru reistar á forsendum um mjög hagstæða þróun ákveðinna lykilstærða. Þetta kostnaðarmat hvílir á hagstæðri þróun gengis og eignasafns þrotabúsins. Það er hins vegar ljóst að lítið þarf út af að bregða til að upphæð þessarar skuldbindingar margfaldist og þar með byrði íslensku þjóðarinnar, jafnvel til áratuga. Slíkt er undirstrikað með því að hægt er að framlengja samningana til næstu 35 ára. GjaldeyrisáhættaSeðlabanki Íslands metur það svo að falli gengi krónunnar um 25% á tímabilinu til 2016 þrefaldast skuldbinding þjóðarinnar vegna Icesave. Séð í sögulegu samhengi er sú lækkun alls ekki ótrúleg. Þar má einnig taka mið af núverandi aflandsgengi krónunnar sem er 40-60% lægra en opinbert gengi innanlands er í skjóli gjaldeyrishafta. GjaldeyrishöftHætt er við að samþykkt samninganna muni framlengja gjaldeyrishöftin til margra ára, eins og reyndar ríkisstjórnin og Seðlabanki hafa einmitt boðað nýverið. Þessi höft eru til mikils skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og koma í veg fyrir að hagkerfið vaxi af krafti. Þá eru þau ekki fullkomin trygging fyrir því að gengi krónunnar falli ekki, enda ræðst gengið af þróun efnahagsmála en ekki óskhyggju einstakra stofnana um verð hennar. JafnvægisraungengiÞví hefur verið haldið fram að jafnvægisraungengi muni leita til fyrra jafnvægis og því sé gjaldeyrisáhættan hverfandi. Jafnvægisraungengi síðustu 8-10 ár var óeðlilega hátt, m.a. vegna útlánabólu og innstreymis á erlendu fjármagni sem leiddi til styrkingar krónu óháð öllum grundvallar jafnvægislögmálum. Þróun gengis allra næstu árin ræður mestu um mögulegt tjón sem Icesave-samningarnir geta valdið íslenskum efnahag og raungengi getur verið fjarri langtíma meðaltali í fjölda ára í senn. Þá má benda á að raungengi krónu á móti bresku pundi í dag er ekki veikara heldur þvert á móti sterkara en það var fyrir 10 árum. Allar væntingar um að raungengi krónunnar styrkist verulega á næstu árum eru vægast sagt ótraustar. Aðgangur að lánsféÞá er fullyrt að samþykkt samninganna opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum. Vandséð er hvernig aukin skuldsetning með samþykkt Icesave-samninga á að laða að erlent lánsfé. Fjármagn leitar í arðsöm verkefni, við hagstætt og stöðugt rekstrarumhverfi. Íslensk fyrirtæki með gott rekstrarhæfi hafa aðgang að erlendri fjármögnun, eins og dæmin sanna. Það sem helst torveldar aðgang að erlendu lánsfjármagni nú er miklu frekar ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, haftastefnan hérlendis og óvissa efnahagsmála í hagkerfi í djúpri kreppu. Álit Moody's og lánshæfimatÞví hefur verið haldið fram að samþykkt samninganna bæti lánshæfimat Íslands. Gott langtíma lánshæfimat Íslands hvílir á traustum efnahag, hóflegri skuldsetningu og áhættu. Lánshæfimatsfyrirtækið Moody's hefur lýst því yfir að höfnun Icesave hafi neikvæð áhrif á lánshæfimat íslenska ríkisins. Úttektin er 2 blaðsíður að lengd og alls ekki fullnægjandi! Ekki er að sjá að fulltrúar fyrirtækisins hafi kynnt sér samninginn með tilhlýðilegum hætti enda er niðurstaðan illa rökstudd. Ekki er rúm til að hrekja alla gallana í röksemdafærslu Moody's en minnt er á að fyrirtækið mat íslensku bankana meðal traustustu skuldara heims rétt áður en þeir hrundu. Minni áhætta af dómstólaleiðSterk rök hafa verið færð fyrir því að Bretar og Hollendingar hafi ekkert mál að byggja á fyrir dómi. Samkvæmt því er líklegast að íslenska ríkið taki ekki á sig neinn kostnað verði samningum hafnað. Ef allt færi hins vegar á versta veg í samræmi við áminningarbréf ESA frá 26. maí 2010, þá felur það í sér minni fjárhagslega áhættu en samningurinn sjálfur, þróist gengi krónunnar örlítið á verri veg. Þar til viðbótar er komið í veg fyrir greiðslufalls-áhættu ríkissjóðs vegna skulda í erlendri mynt. Þess ber einnig að geta að Bretar og Hollendingar fá umtalsvert hærri greiðslur ef þjóðin segir nei en þeir hefðu fengið hefði tilskipun ESB verið látin gilda en ekki neyðarlögin. NiðurstaðaAð öllu samanlögðu er það mat okkar að efnahagsleg áhætta Icesave-samningsins sé of mikil og mun meiri en væri honum hafnað. Að segja nei er að okkar mati sú leið sem er bæði sanngjörn og sú sem lágmarkar efnahagslega áhættu Íslands. Við segjum því NEI við Icesave.Birgir Þór Runólfsson, dósent við HÍ og hagfræðingurJón Helgi Egilsson, verkfræðingur og hagfræðingurKári Sigurðsson, dósent við HR og hagfræðingurÓlafur Margeirsson, hagfræðingurRagnar Árnason, prófessor við HÍ og hagfræðingurSigurgeir Örn Jónsson, framkvæmdastjóri og hagfræðingurSveinn Valfells, eðlisfræðingur og hagfræðingur
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun