Afskiptasemi eða ábyrgð? 1. apríl 2011 06:00 Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir teljast ekki lengur til barna né heldur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga. Til þess að hlúa á þennan hátt að börnum og unglingum á Íslandi höfum við ýmis stoðkerfi í samfélaginu auk þess sem foreldrar eru forsjáraðilar barna sinna. Þegar uppeldisstofnanir og foreldrar vinna saman að velferð barna hefur komið í ljós að ákjósanlegustu niðurstöðurnar fást fyrir velsæld barna. Á þessari forsendu byggja Heimili og skóli starf sitt og vinna að því að styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Fyrir stuttu kynntu Rannsóknir og greining niðurstöður rannsóknar á áfengisdrykkju íslenskra unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla. Kom þar fram að unglingar byrja nú síður að drekka þegar þeir eru enn í grunnskóla þegar borin eru saman árin 2004, 2007 og 2010. Sú forvarnarvinna sem unnin hefur verið síðustu 15 ár er enn að bera tilskilinn árangur. Aðrar þjóðir hafa horft til okkar um vel heppnað forvarnarstarf á þessu aldursbili. Niðurstöðurnar gefa þó tilefni til að álykta að enn sé þörf á að efla forvarnarstarf á fyrstu árum framhaldsskóla. Forsjáraldur hér á landi er til 18 ára sem þýðir að okkur ber að hafa afskipti af þessum hópi. Ég sit fyrir hönd Heimilis og skóla í SAMAN hópnum sem vinnur nú ötullega að þessum málum. Það hefur komið fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið á högum unglinga að það skiptir sköpum um velferð þeirra að frístundastarf og tómstundir séu skipulagðar af ábyrgum aðilum. Með ábyrgum aðilum er átt við foreldra, skóla og aðrar stofnanir sem koma að uppeldi barna. Sýnt hefur verið að líkur á vímuefnaneyslu minnka við ástundum slíkra tómstunda auk þess sem þessi hópur sýnir betri námsárangur. Að sama skapi hafa frístundir sem eru ekki á höndum ábyrgra aðila neikvæð áhrif á velferð unglinga. Þetta eru til dæmis eftirlitslaus partí og það að fara í bæinn á kvöldin án eftirlits. Að ofantöldu má sjá að það er ekki að ástæðlausu að þeir aðilar sem vinna hér að forvarnarmálum vilja standa vörð um unglingaskemmtanir og framkvæmd þeirra. Einstaklingar sem skipuleggja slíkar uppákomur gera það eflaust í góðri trú. Þó ber að gæta þess að þeir hafa ekki þá áralöngu reynslu og þekkingu sem býr að baki þeim sem vinna með börnum og unglingum. Þegar ekki er haft samráð við foreldra eða stofnanir sem hafa aðstöðu til að meta og skipuleggja unglingaskemmtanir er margt sem kann að fara úrskeiðis. Þetta skildi Páll Óskar þegar hann aflýsti balli sem fyrirhugað var á NASA á öskudaginn síðasta. Hann tók ábyrga afstöðu. Til að kynna unglingaskemmtanir nota þeir sem satnda fyrir þeim oftast Facebook sem er auðveld leið til að ná til þessa hóps. Þannig getur kynningin á viðburðinum farið alfarið fram hjá ábyrgðaraðilum barnanna. Sú hefur verið raunin með unglingaböll sem haldin hafa verið undanfarið með leyfi lögreglu. Þetta býður þeirri hættu heim að börnin segi ekki hvert þau eru að fara og koma sér sjálf niður í bæ og heim aftur. Þá eru unglingarnir samankomnir eftirlistslausir niðri í miðbæ fjarri hverfinu sínu og heimili. Þannig ástandi hefur tekist að halda í skefjum með því frábæra forvarnarstarfi sem unnið hefur verið hér undarnfarin ár. Velferðarráð og ÍTR tóku þá afstöðu að álykta gegn því að einkaaðilar gætu haldið skemmtanir án samráðs við þá aðila sem hafa sérstaklega með mál unglinga að gera. Þessar ályktanir nægja lögreglunni til að taka einnig afstöðu gegn slíkum skemmtunum. Ákvarðanir þessara aðila byggjast ekki á því að þeir séu á móti einkaframtaki fólks. Þeir byggja þessar ályktanir á reynslu og þekkingu sem til er um afleiðingar þess að hafa ekki strangt eftirlit með þessum málum. Það er mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að fikra sig áfram í lífinu á öruggan máta. Það er hluti af lífinu að skemmta sér. Vettvangur slíkra skemmtana þarf þó að vera innan þess ramma sem allir geta verið sammála um að sé uppbyggilegur og öruggur. Þetta þurfa foreldrar að ræða og meta með hliðsjón af þeim upplýsingum sem eru til um unglinga á Íslandi sem meðal annars er hægt að nálgast á www.rannsoknir.is. Á slíkum upplýsingum eigum við að byggja ákvarðanir um börnin okkar. Ekki því hvort okkur þyki Páll Óskar gordjöss eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir teljast ekki lengur til barna né heldur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga. Til þess að hlúa á þennan hátt að börnum og unglingum á Íslandi höfum við ýmis stoðkerfi í samfélaginu auk þess sem foreldrar eru forsjáraðilar barna sinna. Þegar uppeldisstofnanir og foreldrar vinna saman að velferð barna hefur komið í ljós að ákjósanlegustu niðurstöðurnar fást fyrir velsæld barna. Á þessari forsendu byggja Heimili og skóli starf sitt og vinna að því að styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Fyrir stuttu kynntu Rannsóknir og greining niðurstöður rannsóknar á áfengisdrykkju íslenskra unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla. Kom þar fram að unglingar byrja nú síður að drekka þegar þeir eru enn í grunnskóla þegar borin eru saman árin 2004, 2007 og 2010. Sú forvarnarvinna sem unnin hefur verið síðustu 15 ár er enn að bera tilskilinn árangur. Aðrar þjóðir hafa horft til okkar um vel heppnað forvarnarstarf á þessu aldursbili. Niðurstöðurnar gefa þó tilefni til að álykta að enn sé þörf á að efla forvarnarstarf á fyrstu árum framhaldsskóla. Forsjáraldur hér á landi er til 18 ára sem þýðir að okkur ber að hafa afskipti af þessum hópi. Ég sit fyrir hönd Heimilis og skóla í SAMAN hópnum sem vinnur nú ötullega að þessum málum. Það hefur komið fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið á högum unglinga að það skiptir sköpum um velferð þeirra að frístundastarf og tómstundir séu skipulagðar af ábyrgum aðilum. Með ábyrgum aðilum er átt við foreldra, skóla og aðrar stofnanir sem koma að uppeldi barna. Sýnt hefur verið að líkur á vímuefnaneyslu minnka við ástundum slíkra tómstunda auk þess sem þessi hópur sýnir betri námsárangur. Að sama skapi hafa frístundir sem eru ekki á höndum ábyrgra aðila neikvæð áhrif á velferð unglinga. Þetta eru til dæmis eftirlitslaus partí og það að fara í bæinn á kvöldin án eftirlits. Að ofantöldu má sjá að það er ekki að ástæðlausu að þeir aðilar sem vinna hér að forvarnarmálum vilja standa vörð um unglingaskemmtanir og framkvæmd þeirra. Einstaklingar sem skipuleggja slíkar uppákomur gera það eflaust í góðri trú. Þó ber að gæta þess að þeir hafa ekki þá áralöngu reynslu og þekkingu sem býr að baki þeim sem vinna með börnum og unglingum. Þegar ekki er haft samráð við foreldra eða stofnanir sem hafa aðstöðu til að meta og skipuleggja unglingaskemmtanir er margt sem kann að fara úrskeiðis. Þetta skildi Páll Óskar þegar hann aflýsti balli sem fyrirhugað var á NASA á öskudaginn síðasta. Hann tók ábyrga afstöðu. Til að kynna unglingaskemmtanir nota þeir sem satnda fyrir þeim oftast Facebook sem er auðveld leið til að ná til þessa hóps. Þannig getur kynningin á viðburðinum farið alfarið fram hjá ábyrgðaraðilum barnanna. Sú hefur verið raunin með unglingaböll sem haldin hafa verið undanfarið með leyfi lögreglu. Þetta býður þeirri hættu heim að börnin segi ekki hvert þau eru að fara og koma sér sjálf niður í bæ og heim aftur. Þá eru unglingarnir samankomnir eftirlistslausir niðri í miðbæ fjarri hverfinu sínu og heimili. Þannig ástandi hefur tekist að halda í skefjum með því frábæra forvarnarstarfi sem unnið hefur verið hér undarnfarin ár. Velferðarráð og ÍTR tóku þá afstöðu að álykta gegn því að einkaaðilar gætu haldið skemmtanir án samráðs við þá aðila sem hafa sérstaklega með mál unglinga að gera. Þessar ályktanir nægja lögreglunni til að taka einnig afstöðu gegn slíkum skemmtunum. Ákvarðanir þessara aðila byggjast ekki á því að þeir séu á móti einkaframtaki fólks. Þeir byggja þessar ályktanir á reynslu og þekkingu sem til er um afleiðingar þess að hafa ekki strangt eftirlit með þessum málum. Það er mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að fikra sig áfram í lífinu á öruggan máta. Það er hluti af lífinu að skemmta sér. Vettvangur slíkra skemmtana þarf þó að vera innan þess ramma sem allir geta verið sammála um að sé uppbyggilegur og öruggur. Þetta þurfa foreldrar að ræða og meta með hliðsjón af þeim upplýsingum sem eru til um unglinga á Íslandi sem meðal annars er hægt að nálgast á www.rannsoknir.is. Á slíkum upplýsingum eigum við að byggja ákvarðanir um börnin okkar. Ekki því hvort okkur þyki Páll Óskar gordjöss eða ekki.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun