Fleiri fréttir

Höfum við efni á að búa til afreksfólk?

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar

Kraftur, gleði og þor einkennir framgöngu íslenskra fimleikalandsliða. Íslenskt fimleikafólk keppir fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðlegum mótum margsinnis á ári. Það gerir sitt besta sem fulltrúar lands og þjóðar.

Sjáumst!

Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri.

Leiðréttum stökkbreytt lán

Frosti Sigurjónsson skrifar

Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða.

253.769 vondir fjármagnseigendur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin fer fram með sérkennilegum og fullkomlega ábyrgðarlausum hætti gagnvart lífeyrissjóðunum í landinu.

Viðbótarskattur á velgengni

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Mikið hefur gengið á hjá ríkisstjórn Íslands við að sameina ráðuneyti og skipta um ráðherra. Eitt nýju ráðuneytanna ber heitið atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og þar situr Steingrímur J. Sigfússon. Nafngift ráðuneytisins bendir til að tilgangurinn sé að búa svo um hnútana að atvinnuvegum og nýsköpun á Íslandi gangi sem best. Nafngiftin á ráðuneytinu lofaði því góðu.

Tásurnar á Michelle Obama

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Glaðvær jólatónlist hljómar í bakgrunninum. Um sjónvarpsskjáinn þeytist móðir í jólahreingerningum með kúst í hendi og örvæntingu í augum. Það bætist í skæran bjölluhljóminn þegar mamman brýst í gegnum hríðarbyl út í búð. Snjóbarin snýr hún heim til að pakka inn jólagjöfunum og elda jólamatinn. Þýður englakór leysir bjöllurnar af hólmi. Jólin renna upp. Til borðs situr restin af fjölskyldunni. Pabbinn hámar í sig kræsingarnar og börnin rífa upp gjafirnar. Mamman strýkur sér um ennið og lætur sig falla niður á eldhúskoll.

Elst eða yngst í bekknum?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Aldur barna í árinu hefur veruleg áhrif á gengi þeirra í skóla. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem greint var frá í frétt hér í blaðinu á mánudaginn.

Færum Sjálfstæðisflokkinn aftur til fólksins í landinu

Jakob F. Ásgeirsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn er á vegamótum. Hann hefur að ýmsu leyti fjarlægst uppruna sinn, gleymt hinum gömlu og góðu gildum sjálfstæðisstefnunnar. Í vissum skilningi má jafnvel segja að hann hafi fjarlægst fólkið í landinu, einstaklingana og lífsbaráttu þeirra, og samsamað sig um of sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum.

Skapandi til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Fyrir tveimur árum voru kynntar niðurstöður rannsóknar á efnahagslegum áhrifum skapandi greina sem opnuðu augu margra fyrir efnahagslegu mikilvægi þeirra. Með nýlegri skýrslu um starfsumhverfi þeirra hefur aðkoma stjórnvalda að þessum fjölbreytta málaflokki verið skýrð og birt sýn til framtíðar.

Opið bréf til Sóleyjar

Sigrún Edda Lövdal skrifar

Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík.

Rangfærslur formanns Landverndar leiðréttar

Þorsteinn Víglundsson skrifar

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin.

Mikilvægar ákvarðanir

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Fjöldi íslenskra heimila er í alvarlegum fjárhagsvanda, rúmlega 27.000 einstaklingar á vanskilaskrá og fer fjölgandi. Tugir þúsunda til viðbótar hafa glatað eigin fé í eignum sínum og sjá fram á erfiðar afborganir af verðtryggðum lánum næstu áratugi.

Við megum ekki gefast upp

Auður Guðjónsdóttir skrifar

Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn.

Tækifæri í Asíu

Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar

Ég hef verið að velta fyrir mér tækifærum íslenskrar hönnunar í Asíu. Hvernig hægt sé að átta sig á bestu mögulegum leiðum inn á þann markað. Framleiðandi minn í Kína hefur fengið ófáar fyrirspurnir frá mér en aðeins hoppað hæð sína yfir einum íslenskum hönnuði á mínum vegum og viljað dreifa honum áfram.

Lítil saga

Auður Guðjónsdóttir skrifar

Í tilefni prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík langar mig að deila eftirfarandi sögu með lesendum.

Ójafn leikur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enn og aftur hefur Ísrael misboðið heimsbyggðinni með yfirgangi sínum gagnvart Palestínumönnum. Sú samúð sem málstaður Ísraelsríkis naut einu sinni víðast hvar á Vesturlöndum er á hröðu undanhaldi.

Hver býr til jólakonfektið?

Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Yfirgnæfandi líkur eru á því að neytendur styðji með óbeinum hætti við barnaþrælkun þegar þeir kaupa íslenskt súkkulaði. Þrátt fyrir að barnaþrælkun sé bönnuð með lögum á Fílabeinsströndinni, sem er stærsti útflutningsaðili á kakói í heiminum, þá viðgengst hún þar samt sem áður hjá fjölmörgum kakóframleiðendum.

Steingrími svarað

Vilhjálmur Egilsson skrifar

Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?“ og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats.

Hvenær á að byrja í leikskóla?

Oddný Sturludóttir skrifar

Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna.

Sveppasýkt húsnæði

Teitur Guðmundsson skrifar

Við höfum orðið vör við fréttaflutning af einstaklingum og heilu fjölskyldunum sem búa í húsum þar sem myglusveppur ræður ríkjum, veikir ónæmiskerfi þeirra og veldur hinum ýmsu einkennum, allt frá slappleika til þess að gera íbúa óstarfhæfa sökum veikinda. Nýlega var sagt frá slíku á Egilsstöðum, þar sem hefur komið í ljós að nokkur fjöldi nýlegra húsa þar og íbúar þeirra glíma við slíkt vandamál. Þá hafa komið upp dæmi víðar, jafnt í íbúðar- sem og vinnuhúsnæði.

Handhafar framkvæmdarvalds

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Skipan framkvæmdarvalds er eitt af grundvallaratriðum í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin samþykkti 20. október sl. Samkvæmt þeim (2. gr.) fer forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvaldið. Í 86. gr. segir að ráðherrar séu æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Samrýmist þessi staða ráðherra hlutverkum forseta Íslands, forsætisráðherra og ríkisstjórnar?

Það er bannað að stíga á strik!

Guðjón Auðunsson skrifar

Ég þekki unga dömu sem heldur því fram að ef hún stígi á strik verði hún ekki prinsessa. Strikin eru mörg sem á vegi hennar verða, en með eftirtekt og gætni forðast hún strikin, og verður hún líklega prinsessa að lokum. Það væri óskandi að núverandi stjórnvöld veittu þeim hættulegu strikum sem á vegi þeirra verða sömu eftirtekt og vöruðust þau. Við hjá Reitum fasteignafélagi höfum fylgst með baráttu ferðaþjónustunnar við fyrirhugaðar skattahækkanir á gistingu, sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpi ársins 2013. Við teljum málið okkur skylt þar sem mörg af helstu hótelfyrirtækjum landsins eru í viðskiptum við félagið, og með því er vegið að rekstrargrundvelli þeirra.

Gelding grísa án deyfingar loks færð í lög

Guðný Nielsen skrifar

Á undanförnum árum hafa íslensk svínabú legið undir ámæli fyrir það verklag að grísir eru geltir án deyfingar. Neytendur virtust áður almennt ómeðvitaðir um að þetta færi fram hérlendis, enda alla jafna talið að gætt sé að velferð dýra í íslenskum landbúnaði.

Viljaskot í Palestínu

Frá því að ég man eftir mér hafa fregnir af drápum Ísraelsmanna á Palestínumönnum reglulega skotið upp kollinum. Mistíðar reyndar, en alltaf aftur og aftur. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hafa einnig reglulega boristfregnir af drápum Palestínumanna á Ísraelsmönnum.

Ekki meir, Eir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Daglega berast nýjar fréttir af vafasömum fjármálaákvörðunum hjá Hjúkrunarheimilinu Eir. Fyrir helgi komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, Sigurður Helgi Guðmundsson, hefði farið á svig við fjöldamörg lög og reglur þegar hann lét heimilið greiða utanlandsferð fyrir tengdason sinn og dóttur, sem endurgjald fyrir lögfræðistörf tengdasonarins.

Hin óverðugu

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sérhvert tímaskeið hefur sín sérstöku tækifæri til misskiptingar og ranglætis, sína hagsmunapotara, sitt baráttufólk fyrir réttlæti, sitt sérstaka svindilbrask og sín sérstöku úrræði til að jafna kjörin – sína sérstöku baráttu góðs og ills – en mannlegar dyggðir og mannlegir lestir hefja sig upp yfir stað og stund í mannlegu samfélagi; hófsemi-ágirnd, auðmýkt-hroki, meðlíðan-sjálfhverfa? allt fylgir þetta mönnunum alltaf. Hið fullkomna þjóðfélag er ekki til. Sól hins

Meira fyrir mig!

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Mér skilst, að um níu þúsund manns hafi lýst stuðningi sínum á neti Vísis við greinarnar mínar tvær í Fréttablaðinu og að slíkt hafi ekki áður sést þar á bæ. Sá mikli stuðningur kom mér satt að segja á óvart. Nokkrir úr þeim hópi hafa tjáð mér stuðning beint – í síma, með SMS og í tölvupósti. Þeir hafa margir sagt, að þeir hafi lengi verið sömu skoðunar og ég, en ekki vogað að tjá sig. Hvers vegna ekki? Gefum orðið einum þeirra, sem sendu mér tölvupóst. Sá sagði orðrétt:

Svar við bréfi Jóhanns

Gylfi Arnbjörnsson skrifar

Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sendi mér opið bréf á föstudag þar sem hann spyr hverjum hann eigi að stefna fyrir að hafa tekið út séreignasparnað sinn til að takast á við kreppuna. Það er miður að Jóhann virðist ekki greina á milli samtryggingar og séreignar.

Björgum mannslífum og bætum umhverfið

Elí Úlfarsson skrifar

Nýverið var greint frá því í fréttum að Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélög á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefðu gert samkomulag við íslenska ríkið þess efnis að ekki yrði efnt til neinna stórframkvæmda í samgöngumálum í Reykjavík næstu tíu árin.

Tímamótasamstarf

Guðbjartur Hannesson skrifar

Ísland er þekkt fyrir mikla atvinnuþátttöku þjóðarinnar sem er meiri en þekkist í nokkru öðru ríki innan OECD. Við viljum öll vinna sem getum og gerum það ef vinnu er að fá. Missi fólk vinnuna hefst leit að nýju starfi og á það þá rétt til atvinnuleysisbóta. Þær fela hins vegar ekki í sér neina lausn heldur eru aðeins tímabundið fjárhagslegt úrræði þar til úr rætist.

Ég er eldri en Sighvatur

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég hélt það væri ekkert mál að verða 40 ára en svo vaknaði ég upp við vondan draum. Mannsævin er rétt eins og árstíðirnar við Miðjarðarhafið, það er ekkert vor eða haust. Þú heldur að það sé sumar þegar þú allt í einu vaknar upp í vetrarhríð.

Tækifæri og ógnanir

Magnús Halldórsson skrifar

Fá lönd í heiminum hafa lítið fundið fyrir efnahagsþrenginum á heimsvísu sem fóru að gera vart við sig um mitt ár 2007 og hafa aukist, ekki síst í Suður-Evrópu, síðan. Nágranni Íslands, Noregur, er nú mitt inn í mesta uppgangstímabili sem einkennt hefur stöðu efnahagsmála í Noregi nokkru sinni. Þar kemur margt til en grunnurinn að uppgangstímanum er í raunhagkerfinu. Langsamlega þyngst vegur olíuiðnaður ýmis konar, ekki aðeins framleiðsla, boranir og sala, heldur ekki síður óbein þjónustustörf í iðnaði og tæknigreinum ekki síst.

Skamma stund verður hönd höggi fegin

Þorsteinn Pálsson skrifar

Áhugaleysi er það sem lesa má úr stöðunni eftir prófkjör Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um síðustu helgi. Það rímar við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrármálið þar sem hvorugum flokknum tókst að höfða til meirihluta kjósenda. Ríkisstjórnin hefur brugðist vonum kjósenda og stjórnarandstaðan hefur ekki náð að vekja nýjar vonir.

Sér fyrir enda skattahækkana?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sveitarstjórnir um allt land liggja þessa dagana yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Það er klárlega ekki alltaf létt verk, enda bæði rekstrar- og skuldastaða margra sveitarfélaga erfið. Það vekur þó athygli að í það minnsta þrjú sveitarfélög, öll á suðvesturhorninu, stefna að því að lækka skatta á næsta ári.

Við lesbíurnar

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Hvað er húmor? Um aldir alda hafa spakir menn spurt þessarar spurningar og sýnist sitt hverjum. Í mínum huga er húmor það sem gerir lífið þess virði að lifa, aromatið í tilverunni ef svo má að orði komast. Ég þyki gamansamur maður og hef í gegnum tíðina farið með gamanmál á mannamótum. Án þess að ég sé að hreykja mér hefur þetta mælst svo vel fyrir að ég hef smám saman verið að færa mig upp á skaftið og taka að mér stærri "gigg" eins og þeir kalla þetta í "bransanum".

Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin

Karl Sigfússon skrifar

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður "forsendubrestur“. Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.

Eftir höfðinu dansa síbrotamennirnir

Ragnar H. Hall skrifar

Sl. fimmtudag var Svavar Halldórsson, fréttamaður á RÚV, dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri Jóhannessyni miskabætur fyrir ærumeiðingar. Í svokallaðri frétt hafði hann brigslað Jóni um refsiverða háttsemi sem hann gat ekki fært fram nein gögn um að hann hefði gerst sekur um. Þetta var í annað sinn á tæpu ári sem fréttamaðurinn fær sams konar dóm í Hæstarétti, þar sem jafnframt er komist að niðurstöðu um að hann hafi ekki farið eftir reglum sem útvarpsstjóri hefur sett um vinnubrögð á fréttastofu RÚV.

"Sérfræðingar“ á villigötum

Málflutningur ýmissa reyndra stjórnmálamanna sem hafa tjáð sig um lánamál heimilanna að undanförnu hefur oft vakið mikla undrun hjá mér þar sem mér hefur oft fundist skorta verulega á almenna skynsemi og innsæi í grundvallaratriði. Dæmi um þetta komu fram á ágætum borgarafundi í Háskólabíói á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna sl. þriðjudag. Pétur Blöndal alþingismaður (sem margir telja talnaglöggan o

Geturðu talað við tölvuna þína?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íslenzkan er sprelllifandi og mikið notað tungumál. Það má til dæmis má sjá af þeirri staðreynd að aldrei hafa verið fleiri titlar í Bókatíðindunum en í ár. Þar ræður meðal annars sú þróun að bækur séu gefnar út á fleiri en einu formi; á pappír, sem hljóðbók og rafbók. Þannig er líklegt að næstu árin muni æ fleiri lesa jólabækurnar í spjaldtölvu eða á lesbretti fremur en á pappír. Texti á íslenzku skilar sér þá í nýjum miðlum, sem er gott.

Átakalínur þjóðfélagsins

Dýrin í Hálsaskógi Thorbjörns Egner eru bráðskemmtilegt barnaleikrit. Þá er boðskapur þess – öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir – sem sniðinn handa markhópnum. Öllu verri er boðskapurinn þó sem einhvers konar leiðarstef í þjóðmálaumræðu eins og sumir virðast halda hér á landi. Stundum láta álitsgjafar nefnilega eins og það séu engar átakalínur í íslensku þjóðfélagi. Það er barnaleg skoðun, öllum ætti að vera ljóst að mannlífið hér á landi er fjölbreytt og hagsmunir ólíkra hópa mismunandi. Öllum.

Sjá næstu 50 greinar