Kjósum fulltrúa innflytjenda! Toshiki Toma skrifar 3. ágúst 2012 06:00 Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. Það voru aðeins tvö skilyrði til að taka þátt í kosningunum. Annað var að viðkomandi væri innflytjandi af fyrstu kynslóð og hitt var að viðkomandi ætti lögheimili í borginni. Niðurstaða kosninganna kom á óvart því enginn frá ESB-löndum fékk sæti og ekki heldur Pólverjar sem voru fleiri en 3.000 íbúar borgarinnar. Þessi tilraun var án fordæmis og því var bent á nokkur atriði eftir kosningarnar. T.d. voru kosningarnar ekki vel auglýstar fyrir innflytjendum og skoðanir frambjóðenda voru ekki nægilega vel kynntar. Reykjavíkurborg ætlar að halda kosningar til Fjölmenningarráðs í október nk. í annað skipti og Mannréttindaskrifstofa borgarinnar endurskoðar nú framkvæmd kosninganna. Því er það tímabært að við innflytjendur veitum skrifstofunni hugmyndir okkar til aðstoðar. Mér finnst mikilvægt að fjölbreytileiki innflytjenda endurspeglist í Fjölmenningarráði. Við innflytjendur erum ekki einsleitur hópur og erum með mismunandi bakgrunn þjóðernislega, menningarlega, trúarlega o.s.frv. Þá sitjum við ekki öll við sama borð hvað varðar lagaleg réttindi. Sérstaklega skiptir það máli varðandi ýmis réttindi hérlendis hvort innflytjandi sé frá ESB/EES-svæðinu eða ekki. Þess vegna tel ég það vera eðlilegt að taka þetta atriði fram þegar við ræðum um fjölbreytileika í Fjölmenningarráði. Tillaga mín er að nota ,,kvótakerfi“ í kosningunum. Segjum að það séu sjö sæti í ráðinu. Hámark fyrir báða hópa eru fjórir. Þegar atkvæði eru talin, ef ESB innflytjendur fá fjögur sæti fyrst, fara þau sæti sem eftir eru til utan-ESB innflytjenda. Að sjálfsögðu getur öfug staða komið upp. Ég held enn fremur að sama kerfi skuli gilda um kynjajafnvægi. Sem sagt, hvort kyn getur ekki haft fleiri en fjögur sæti. Þetta er mjög einfalt kerfi, en samt mun það tryggja jafnvægi a.m.k. milli ESB-innflytjenda og utan þess, jafnt á milli karla og kvenna. Það munu vera fleiri atriði sem þarf að ræða. Það er einlæg ósk mín að sem flestir innflytjendur hafi virkan áhuga á kosningunum og gefi borginni hugmyndir sínar til að gera þær árangursríkar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun