Skoðun

Áskorun til olíufélaganna

Unnar Erlingsson skrifar
ÓBkom með skemmtilega nýjung í markaðsherferð félagsins í upphafi Ólympíuleikanna í London og bauð afslátt til okkar ökumanna í takt við gengi íslenska handboltalandsliðsins á leikunum. Spennan í upphafi var helst hversu stór afslátturinn yrði eftir viðureignina við nýliða Bretlands sem lauk í gærkveldi. Niðurstaðan var sautján marka munur og í morgun buðu nærri öll olíufélögin upp á sama afslátt, sautján krónur af hverjum bensínlítra.

Nú þegar komið er í 8-liða úrslit er hver leikur úrslitaleikur og hver sigur risastór, hver sem markatalan verður.

Um leið og ég fagna því að svigrúm olíufélaganna virðist vera að aukast til að lækka bensínverð, þá skora ég á þau að heita á strákana okkar á meðan á átta liða úrslitum stendur, t.d. með tíu krónum af hverjum seldum bensínlítra í stað þess að veita okkur afslátt.

Sýnum stuðning í verki. Áfram Ísland!




Skoðun

Sjá meira


×