Don't drive offroad you might kill an elf Valdimar Örn Flygenring skrifar 8. ágúst 2012 10:00 Ég sem aðili í ferðaþjónustu finn mig knúinn til að vekja máls á ákveðnu atriði er varðar greinina í heild. Forsaga málsins er sú að á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað á Alþingi hatrömm deila milli sérhagsmunahópa annars vegar og fjölhagsmunahópa hins vegar um eina stórkostlegustu auðlind nokkurrar þjóðar hér á þessari plánetu. Í siðuðum samfélögum manna ætti enginn að velkjast í vafa um eignarrétt þjóðarinnar yfir slíkri auðlind sama hvernig á málið væri litið. Og réttur hvers og eins einstaklings þjóðarinnar til að nýta sér þessa auðlind hlyti að vera hverjum heilvita manni augljós. Hvernig sá aðili færi svo með þann rétt er svo að sjálfsögðu ekki bara hans mál og yrði að vera í samræmi við það sem best þætti, kannski í algóðum heimi með tilliti til allra jarðarbúa. Það er því miður ljóst að ekki eru allir sammála þessu. Sumum finnst sem svo að þeir sem hafa í gegnum tíðina haft mesta hagsmuni af auðlindinni eigi áfram og ávallt að fá að njóta þess. Í skjóli þessa sjálftekna auðs, ásamt ýmsum klækjabrögðum í fyrirtækjarekstri, hafa svo þessir sjálfhverfu einstaklingar hlaðið í kringum sig já-mönnum af öllum stærðum og gerðum. Leikstýrt heilu fjöldamótmælunum, og jafnvel látið annálaða skipstjóranagla í sjónvarpsauglýsingu þykjast trúa því að þeir yrðu atvinnulausir og að öll fjölskyldan og jafnvel allt þorpið legðist í flæking og fyllirí ef þetta augljósa réttlætismál yrði látið fram ganga. En það er auðvitað eins trúverðugt og að sjö manna álfafjölskylda komist á þremur farmiðum til Eyja. Eða að karrýplöntur spretti af sjálfu sér upp úr öskunni í Surtsey. Til þess að setja hlutina í samhengi finnst mér í beinu framhaldi eðlilegt í ljósi þess að nú sé ferðamennska að ná nýjum hæðum (skv. nýjustu tölum þriðja stærsta atvinnugreinin), að fara fram á að við, sem höfum starfað í þessari grein, byggt hana upp, tekið á okkur áföllin og horfum loks fram á bjartari daga, fáum úthlutað kvóta af ferðamönnum til samræmis við fjárfestingu okkar í greininni. Líka til þess að einhverjir vitleysingar á gamalli jeppadruslu fari nú ekki að ímynda sér neitt. Þessi kvóti yrði svo a.m.k. til 40 ára, eða bara til eilífðar og þegiði svo, og veðhæfur, svo hægt yrði að fara í nauðsynlega fjárfestingu í „greininni", væri framseljanlegur, vildu menn slaka aðeins á, erfðist að sjálfsögðu, svo krakkarnir gætu þá rifist um eitthvað, og kæmi til skipta við skilnað, svo frúin lenti ekki í ruglinu. Við fengjum svo að sjálfsögðu hlutdeild í allri aukningu og að fela gróðann í erlendum dótturfyrirtækjum, enda kæmu tekjurnar þaðan (come on!). Við myndum neita að borga nokkurn skapaðan hlut til samfélagsins fyrir þennan kvóta, enda sýndi efnahagsreikningur innlenda hluta fyrirtækisins að það færi þá bara lóðrétt á hausinn. Neituðum svo að sjálfsögðu að afhenda opinberum rannsóknaraðilum gögn og lykilorð í tölvur varðandi rekstur fyrirtækjanna. Enda værum við alsaklausir af öllum grunuðum viðskiptafléttum að okkar mati, eða þá til vara hafnir yfir lög. Hótuðum þjóðinni allri, og sérstaklega eldri leiðsögukonum á Dalvík öllu illu. Rækjum sjóræningjaferðaþjónustu í vanþróaðri heimsálfu án þess að nokkrum kæmi það við og – og – og… Já, og við leituðum líka að öflugum stjórnmálaflokki eða -flokkum sem væru tilbúnir að tefja framgang allra annarra réttlætismála (s.s. skuldamála heimilanna og afnáms vísitölu) á Alþingi nema farið væri að okkar vilja. Auðvitað þættumst við/þeir samt hafa áhuga á „heimilunum". Ekki verra ef einhverjir flokksmenn væru tengdir inn í greinina. Við værum einnig tilbúnir að fjárfesta í öflugu málgagni svo umræðan færi ekki út í einhverja vitleysu með það að meginmarkmiði að við kæmumst sem fyrst í meirihluta. Við fengjum einnig til liðs við okkur talsmann sem væri sérþjálfaður í að rugla almenning með ótrúlegu væli. Fyrir þetta allt saman værum við til í að greiða með peningum upp úr pípuhatti sem er ekki til. Rétt áður en við springum í loft upp með háum hvelli og skítafýlu úr hreinræktaðri, stjórnlausri og nautheimskri GRÆÐGISFREKJU sem er sennilega það ljótasta af öllu ljótu sem til er í skítlegu eðli mannsins. Og yrði landhreinsun af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ég sem aðili í ferðaþjónustu finn mig knúinn til að vekja máls á ákveðnu atriði er varðar greinina í heild. Forsaga málsins er sú að á undanförnum mánuðum hefur átt sér stað á Alþingi hatrömm deila milli sérhagsmunahópa annars vegar og fjölhagsmunahópa hins vegar um eina stórkostlegustu auðlind nokkurrar þjóðar hér á þessari plánetu. Í siðuðum samfélögum manna ætti enginn að velkjast í vafa um eignarrétt þjóðarinnar yfir slíkri auðlind sama hvernig á málið væri litið. Og réttur hvers og eins einstaklings þjóðarinnar til að nýta sér þessa auðlind hlyti að vera hverjum heilvita manni augljós. Hvernig sá aðili færi svo með þann rétt er svo að sjálfsögðu ekki bara hans mál og yrði að vera í samræmi við það sem best þætti, kannski í algóðum heimi með tilliti til allra jarðarbúa. Það er því miður ljóst að ekki eru allir sammála þessu. Sumum finnst sem svo að þeir sem hafa í gegnum tíðina haft mesta hagsmuni af auðlindinni eigi áfram og ávallt að fá að njóta þess. Í skjóli þessa sjálftekna auðs, ásamt ýmsum klækjabrögðum í fyrirtækjarekstri, hafa svo þessir sjálfhverfu einstaklingar hlaðið í kringum sig já-mönnum af öllum stærðum og gerðum. Leikstýrt heilu fjöldamótmælunum, og jafnvel látið annálaða skipstjóranagla í sjónvarpsauglýsingu þykjast trúa því að þeir yrðu atvinnulausir og að öll fjölskyldan og jafnvel allt þorpið legðist í flæking og fyllirí ef þetta augljósa réttlætismál yrði látið fram ganga. En það er auðvitað eins trúverðugt og að sjö manna álfafjölskylda komist á þremur farmiðum til Eyja. Eða að karrýplöntur spretti af sjálfu sér upp úr öskunni í Surtsey. Til þess að setja hlutina í samhengi finnst mér í beinu framhaldi eðlilegt í ljósi þess að nú sé ferðamennska að ná nýjum hæðum (skv. nýjustu tölum þriðja stærsta atvinnugreinin), að fara fram á að við, sem höfum starfað í þessari grein, byggt hana upp, tekið á okkur áföllin og horfum loks fram á bjartari daga, fáum úthlutað kvóta af ferðamönnum til samræmis við fjárfestingu okkar í greininni. Líka til þess að einhverjir vitleysingar á gamalli jeppadruslu fari nú ekki að ímynda sér neitt. Þessi kvóti yrði svo a.m.k. til 40 ára, eða bara til eilífðar og þegiði svo, og veðhæfur, svo hægt yrði að fara í nauðsynlega fjárfestingu í „greininni", væri framseljanlegur, vildu menn slaka aðeins á, erfðist að sjálfsögðu, svo krakkarnir gætu þá rifist um eitthvað, og kæmi til skipta við skilnað, svo frúin lenti ekki í ruglinu. Við fengjum svo að sjálfsögðu hlutdeild í allri aukningu og að fela gróðann í erlendum dótturfyrirtækjum, enda kæmu tekjurnar þaðan (come on!). Við myndum neita að borga nokkurn skapaðan hlut til samfélagsins fyrir þennan kvóta, enda sýndi efnahagsreikningur innlenda hluta fyrirtækisins að það færi þá bara lóðrétt á hausinn. Neituðum svo að sjálfsögðu að afhenda opinberum rannsóknaraðilum gögn og lykilorð í tölvur varðandi rekstur fyrirtækjanna. Enda værum við alsaklausir af öllum grunuðum viðskiptafléttum að okkar mati, eða þá til vara hafnir yfir lög. Hótuðum þjóðinni allri, og sérstaklega eldri leiðsögukonum á Dalvík öllu illu. Rækjum sjóræningjaferðaþjónustu í vanþróaðri heimsálfu án þess að nokkrum kæmi það við og – og – og… Já, og við leituðum líka að öflugum stjórnmálaflokki eða -flokkum sem væru tilbúnir að tefja framgang allra annarra réttlætismála (s.s. skuldamála heimilanna og afnáms vísitölu) á Alþingi nema farið væri að okkar vilja. Auðvitað þættumst við/þeir samt hafa áhuga á „heimilunum". Ekki verra ef einhverjir flokksmenn væru tengdir inn í greinina. Við værum einnig tilbúnir að fjárfesta í öflugu málgagni svo umræðan færi ekki út í einhverja vitleysu með það að meginmarkmiði að við kæmumst sem fyrst í meirihluta. Við fengjum einnig til liðs við okkur talsmann sem væri sérþjálfaður í að rugla almenning með ótrúlegu væli. Fyrir þetta allt saman værum við til í að greiða með peningum upp úr pípuhatti sem er ekki til. Rétt áður en við springum í loft upp með háum hvelli og skítafýlu úr hreinræktaðri, stjórnlausri og nautheimskri GRÆÐGISFREKJU sem er sennilega það ljótasta af öllu ljótu sem til er í skítlegu eðli mannsins. Og yrði landhreinsun af.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun