Fleiri fréttir

Hver er að hlusta?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Lögreglan hefur beitt símahlerunum í mjög vaxandi mæli við rannsókn sakamála á undanförnum árum. Undanfarin tvö ár hafa dómstólar þannig kveðið upp rúmlega 170 úrskurði á ári sem heimila lögreglu að hlera síma fólks. Framan af þessu ári virðist þróunin sú sama. Sjálfsagt munar hér talsvert um rannsóknir embættis sérstaks saksóknara, sem fékk 72 sinnum heimild til símhlerana í fyrra.

Virkjanir útrýma göngufiski - þrátt fyrir mótvægisaðgerðir

Gísli Sigurðsson skrifar

Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiskigengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Columbia og Snake ánna í norðvestur Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjanaframkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiskistofna þar.

Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur?

Jón Hallsteinn Hallsson skrifar

Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir að umfjöllunarefni sínu erfðabreyttar lífverur.

Vatnsmýrarbyggð verður djásn í höfuðborginni

Örn Sigurðsson og Gunnar H. Gunnarsson skrifar

Ómari Ragnarssyni, þeim fjölhæfa og athafnasama snillingi, fatast illilega flugið í grein í Fréttablaðinu þann 9. nóvember sl., sem hann ritar til varnar flugvellinum í hjarta Reykjavíkur. Þar telur Ómar sig ugglaust eiga persónulegra hagsmuna að gæta sem flugrekandi og flugvélareigandi. Í skrifum sínum lítur hann fram hjá öllu, sem máli skiptir í umræðu um víðtæka framtíðarhagsmuni borgarbúa og annarra landsmanna.

Bil milli bíla og öryggi um borð í vögnum

Reynir Jónsson skrifar

Öryggisdagar Strætó bs. og VÍS eru nú hafnir og standa út nóvembermánuð. Á Öryggisdögum hvetjum við alla þátttakendur í umferðinni til að sýna aðgát, tillitssemi og ábyrga hegðun á götum úti og taka þannig þátt í því með okkur að auka öryggi allra í umferðinni.

Hlegið að nöfnum fólks

Pawel Bartoszek skrifar

Úrskurðir mannanafnanefndar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekkingu, sú síðari er réttlæting eineltis.

Annir hjá Vælubílnum

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Þegar David Lowe, breskur leikari búsettur í Frakklandi, setti á sig kúluhattinn og hélt til vinnu einn bjartan dag í júní síðastliðnum benti fátt til þess að dagurinn yrði frábrugðinn öðrum. David hafði að atvinnu að leika kómíska útgáfu af hinum "steríótýpíska“ Breta – blöndu af Karli Bretaprins, Mr. Bean og Churchill – Frökkum til kátínu. Þennan tiltekna júnídag var Frökkum hins vegar ekki hlátur í hug.

Opið bréf til Eiríks Bergmanns

Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Sæll Eiríkur. Grein þín í síðasta tölublaði Fréttatímans er afar ósmekkleg og í raun ógeðsleg þar sem þú bæði berum og óberum orðum tengir mig, framsóknarmanninn, við einhverjar verstu öfgar og öfgahópa sem hægt er að hugsa sér.

Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur?

Kristín Huld Sigurðardóttir skrifar

Er vernd og varðveisla fornleifa kvöð á samfélaginu eða felast ónýtt tækifæri í að huga betur að verðmætum sem felast í minjum?

Þjóðlönd Íslands

Snorri Baldursson skrifar

Umhverfisráðuneytið hefur hafið vinnu sem miðar að því að sameina stjórnun og umsýslu friðlanda, þjóðgarða og þjóðskóga, alls um 20.000 km2, í nýrri stofnun sem hefur vinnuheitið „Þjóðgarðastofnun Íslands“. Núverandi fyrirkomulag er þannig að þrjár stofnanir fara með stjórn þriggja þjóðgarða: Þingvallanefnd/Alþingi hefur umsjón með Þingvallaþjóðgarði, Umhverfisstofnun með Þjóðgarðinum Snæfellsnesi og öðrum svæðum sem friðlýst eru samkvæmt náttúruverndarlögum, og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur umsjón með Vatnajökulsþjóðgarði. Skógrækt ríkisins hefur umsjón með þjóðskógum og Landgræðsla ríkisins með landgræðslusvæðum.

Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja

Elín Björg Jónsdóttir skrifar

Á nýafstöðnum aðalfundi BSRB hélt danski hagfræðiprófessorinn Torben M. Andersen erindi um skattbyrði og hagkvæmni velferðarkerfa Norðurlandanna. Ein helsta niðurstaða rannsókna hans er að fólk á Norðurlöndum sættir sig við að greiða skatta á meðan það hefur trú á því að skattpeningum þeirra sé vel varið. Meirihluti Norðurlandabúa telur hag sínum best borgið með því að greiða nokkuð háa skatta til að geta haldið uppi öflugu velferðarkerfi.

Sögubrot af þjóðum

Sögulegur samanburður orkar alltaf tvímælis. Sagan endurtekur sig ekki, en hún getur búið til hliðstæður, þegar dæmafáar aðstæður þjóða spretta af svipuðum toga. Um þetta eru fjölmörg dæmi. Við Íslendingar erum ekkert einstætt sögulegt fyrirbæri. Fleiri þjóðir hafa þurft að glíma við óvænt og þungbær áföll. Sennilega hefur engin þjóð í Evrópu orðið fyrir eins miklu allsherjar sálarlegu áfalli og upplausn sem þýska þjóðin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er ekki ófróðlegt að fara yfir viðbrögð þeirra og síðan okkar eftir hrunið.

Opið bréf til þingmanna Samfylkingarinnar

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Á landsfundi Samfylkingarinnar helgina 21.-23. október voru kynntar ýmsar nýjungar til að bæta flokkstarfið. Enn fremur var farið yfir glæsilegan árangur í stjórnun landsmálanna og gerð grein fyrir ýmsum erfiðum hindrunum sem hafa verið á leiðinni. Fundurinn sýndi að flokkurinn er samstæður og sterkur, tilbúinn í ný verkefni.

Að falla í kynjagryfjur eða ekki

Fjarvera íslenskra karlmanna á vettvangi jafnréttismála er alvarlegur vandi. Þeir eru velkomnir en mæta ekki og tjá sig sjaldan. Það er líkt og þeim finnist betra að þegja en verða aðhlátursefni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir lista- og fréttamaður og Fréttablaðið gerðu tilraun til að breyta þessu með Öðlingsátakinu 2011.

Erum við að brjóta lög á börnum?

Valdís Jónsdóttir skrifar

Alltof oft hættir okkur til að vanmeta eða ofmeta styrk barna og þol. Í allri umræðu um hagræðingu í skólakerfinu, samruna skóla, aukningu nemendafjölda í bekk, virðist eins og menn hafi ekki áttað sig á því að einn áhættuþáttur eflist við slíkar aðgerðir en það er aukin skaðsemi hávaða. Með því að ætla börnum að geta einbeitt sér að námi og heyra til kennara í hávaða, ofmetum við hlustunargetu þeirra og þol.

Upplýsingafátækt

G. Pétur Matthíasson skrifar

Það er gott að nýafstaðinn landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs telji það „eitt af forgangsverkefnum flokksins, flokkseininganna og þingflokksins að herða róðurinn við að upplýsa þjóðina um eðli og afleiðingar ESB-aðildar“ líkt og segir í landsfundarályktun um aðildarviðræðurnar. Ekki veitir af. En það er eitt vandamál þar á ferð. Formálinn að þessari fínu niðurstöðu ber vott um töluverða fákunnáttu um Evrópusambandið og samningsferlið sem nú stendur yfir.

Súperman

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Sonur minn fimm ára laumaði sér eina nóttina upp í rúm foreldranna. Við vöknuðum svo um morguninn við að drengurinn tautaði: „Ég vildi að pabbi væri ofurhetja.“ Mamma hans, sem er jafnan snögg til, svaraði að bragði: „Hann er ofurhetja.“ Þá hló drengurinn og foreldrar hans með honum.

Ég er kúgaður millistéttarauli!

Karl Sigfússon skrifar

Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti.

Hvað framleiðir Ísland?

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins.

Allt er undir

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Af íslenskri skotgrafaumræðu mætti halda að yfirstandandi efnahagsvandi evrusvæðisins hefði engin bein áhrif á okkur. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar (ESB) hafa glaðhlakkalega bent á að ástandið sýni að Ísland eigi ekkert erindi inn í þennan félagskap. Fylgjendur hennar segja á móti að samtakamáttur aðildarríkjanna við að leysa vanda hvert annars sýni að eftirsóknarvert sé að tilheyra sambandinu. Þessi umræða er yfirborðskennd og fangar ekki alvarleika ástandsins.

„Þessi hlerunarárátta er alvarlegt mál“

Árið 2005 lagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, fram frumvarp til breytinga á lögum um fjarskipti þar sem meðal annars var bætt við 3. mgr. 42. gr. núgildandi fjarskiptalaga sem fjallar um það sem kallað hefur verið gagnageymd.

„Gömlu dagana gefðu mér“

Ég er einn af þeim sem hafa verið í hálfgerðri „depressjon“ undanfarin misseri og saknað gömlu góðu daganna, þegar við græddum á tá og fingri og gátum keypt allt sem auga og hönd á festi með vildarkjörum. Við áttum fjármálasnillinga á heimsmælikvarða og lögðum metnað okkar í að auka hagvöxt og hlífðum okkur hvergi.

Hvað kostar velferðartryggingin?

Jón Þór Ólafsson skrifar

Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi.

Dagrenning

Lifandi skelfingar ósköp er niðdimm þoka búin að umlykja Sjálfstæðisflokkinn undanfarin misseri: Seðlabankinn hættur að gefa út hin arðvænu Ástarbréf; Hannes Hólmsteinn leystur frá störfum sem ráðsmaður um fjármál og efnahagsmál ríkisins; Kjartani gert ómögulegt að stunda arðsöm viðskipti við S-menn um banka og verðbréf þeirra

Betur má ef duga skal

Vorið 1994 markaði tímamót í sögu borgarinnar, þegar Reykjavíkurlistinn vann sigur á Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórnarkosningum. Með félagshyggju og jafnrétti kynjanna að leiðarljósi breytti borgarstjórn þjónustu borgarinnar til hins betra. Börn og foreldrar fóru ekki varhluta af breytingunum, enda eru leikskólarnir eins og við þekkjum þá í dag að miklu leyti Reykjavíkurlistanum að þakka. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í meirihluta vorið 2006 stóðu leikskólar til boða fyrir öll börn sem þá urðu tveggja ára á árinu.

Höfuðborg og flugvöllur allra landsmanna

Það er lögmál að borgir og bæir myndast oftast á krossgötum, sem draga að sér verslun og þjónustu. Innlend dæmi eru Reykjavík, Borgarnes, Akureyri, Egilsstaðir og Selfoss en erlend dæmi eru Ósló, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn. Reykjavík myndaðist þar sem sjóleið og landleið mættust við gömlu Reykjavíkurhöfn á þeim tímum sem dönsku konungarnir, Þórbergur, Lindberg og Nóbelsskáldið tóku land í Reykjavíkurhöfn. Síðan bættist flugvöllurinn við rétt við Kvosina. Fljótlega myndaðist andstaða við flugvöllinn á þeim forsendum að hann tæki rými frá miðborginni.

Steingrímur, viltu finna milljarð?

Á fjárlögum síðustu tveggja ára hafa kvikmyndasjóðir verið skornir niður um rúman þriðjung með ískyggilegum afleiðingum fyrir greinina.

Varkárni um Vaðlaheiðargöng

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Allt stefnir nú í að Vaðlaheiðargöng verði að veruleika á undan vegaframkvæmdum sem þó eru ofar á samgönguáætlun, svo sem nýjum Norðfjarðargöngum og Dýrafjarðargöngum, auk samgöngubóta á sunnanverðum Vestfjörðum og til Vestmannaeyja.

Auðvelt val

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Karpað er um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdum á Vaðlaheiðargöngum. Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar líst ekkert á, ekki heldur Merði Árnasyni í Samfylkingunni. Menn telja ólíklegt að veggjaldið dugi til að greiða upp göngin og fólk muni velja að aka ókeypis um Víkurskarð. Innanríkisráðherra sagði Vaðlaheiðargöngin sambærileg Hvalfjarðargöngunum, vegfarendur hefðu val í báðum tilfellum. Að fara göngin eða ekki. Sjálfri finnst mér ekkert líkt með Hvalfirði og Víkurskarði því um fjallveg er að ræða í öðru tilvikinu en láglendisveg í hinu.

Sársauki sálarinnar og minningar

Ingólfur Harðarson skrifar

Kæri Kristinn Jens Sigþórsson, sóknarprestur, mig langar að þakka þér fyrir að sýna alþjóð hvernig aðstæður okkar fórnarlamba er í raun og veru. Þú endurspeglar svo vel hvernig er tekið á móti okkur þegar við opnum á okkar mál. Þú útskýrir á einstakan hátt hvernig meirihluti fagfólks vinnur og ástæðuna fyrir því að við erum ekki komin lengra með meðhöndlun á afleiðingum þess sem henti okkur. Hvar málaflokkurinn er staddur.

Staðan á sjúkraflugi á Íslandi er dauðans alvara!

Íslendingar eru duglegir að bera sig saman við vestrænar þjóðir í hæfni og gæðum þjónustu og menntunar. Við segjum stolt frá því að við teljum okkur vera á pari við Norðurlandaþjóðirnar með að virða réttindi og þjónusta þegna landsins.

Nýsköpun í atvinnumálum

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Áhersla ríkisstjórnar VG og Samfylkingar í atvinnumálum hefur m.a. verið að styðja við nýsköpun og vöxt sprotafyrirtækja sem lið í að auka fjölbreytni og leggja grunn að heilbrigðum og sjálfbærum vexti efnahagslífsins.

Fötin og sálin urðu óhrein

Lítil stúlka gengur í skólann með nýju skólatöskuna sína og í nýju úlpunni. Hún er svo glöð. Pabbi hennar hafði keypt þetta í útlöndum. Pabbi var svo góður og mamma líka.

Fjarar undan litlum gjaldmiðlum

Mikið hefur verið ritað og rætt um gjaldeyrismál að undanförnu. Ástæðan er sú að það hriktir í undirstöðum efnahagskerfis heimsins og menn eru ekki sammála hvert stefnir. Undirritaður skrifaði stutta grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem ég benti á þá staðreynd að jafnvel öflugir gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn eiga undir högg að sækja.

Verum vinir

Eðvald Einar Stefánsson skrifar

Börn eiga að njóta þess að vera börn og barnæskan á að vera áhyggjulaus tími. Það eru þó allt of margir sem upplifa þá tíma ekki jákvæða. Fjölmiðlar hafa verið ötulir við að segja frá tilvikum þar sem einelti hefur varanleg áhrif á framtíð þeirra barna sem fyrir því verða.

Foreldrar gegn einelti

Bryndís Jónsdóttir og Guðrún Valdimarsdóttir skrifar

Einelti gegn börnum er grafalvarlegt samfélagsmein. Í könnunum Menntasviðs Reykjavíkur um viðhorf foreldra til grunnskólastarfs kemur fram að einelti hefur ekki farið minnkandi síðustu ár, að mati foreldra. Tæp 16% foreldra í könnun frá 2010 telja að börn þeirra hafi orðið fyrir einelti á síðustu tólf mánuðum. Í fjögur hundruð barna skóla eru þetta um sextíu og fjórir nemendur.

Skipulag höfuðborgarsvæðisins - magn eða gæði

Í dag er alþjóðlegi skipulagsdagurinn og því vel við hæfi að leiða hugann í meira mæli að skipulagsmálum en alla jafna. Ekkert svæði á Íslandi hefur verið skipulagt jafn mikið og höfuðborgarsvæðið og segja má að þar kristallist nálgun okkar Íslendinga í skipulagsmálum sem einkennist meira af magni en gæðum.

Gjaldmiðlaumræða í óskilum

Hafsteinn Hauksson skrifar

Krónan er meira en bara grænblái liturinn á fimmþúsundkrónaseðlinum og myndin af Jóni Sig á fimmhundruðkallinum.

Aðeins of glæsileg uppbygging

Aðstaða til íþróttaiðkunar á Íslandi hefur tekið gríðarlegum stakkaskiptum á undanförnum árum. Ný fjölnota íþróttahús og gervigrasvellir sem nota má allt árið hafa komið til sögu í fjöldamörgum sveitarfélögum. Þetta hefur komið öllum íþróttaiðkendum til góða, ekki sízt börnum og unglingum. Þótt mörg þessara mannvirkja hafi risið í samstarfi íþróttafélaga og sveitarfélaga hafa skattgreiðendur borið mest af kostnaðinum og glæsileg uppbygging íþróttamannvirkja á sinn þátt í fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga, sem er ekki alveg eins glæsileg.

Sjá næstu 50 greinar