Erum við að brjóta lög á börnum? Valdís Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2011 05:00 Alltof oft hættir okkur til að vanmeta eða ofmeta styrk barna og þol. Í allri umræðu um hagræðingu í skólakerfinu, samruna skóla, aukningu nemendafjölda í bekk, virðist eins og menn hafi ekki áttað sig á því að einn áhættuþáttur eflist við slíkar aðgerðir en það er aukin skaðsemi hávaða. Með því að ætla börnum að geta einbeitt sér að námi og heyra til kennara í hávaða, ofmetum við hlustunargetu þeirra og þol. Þetta er í raun merkilegt í ljósi þess hve vakandi við virðumst vera þegar kemur að þessum þáttum hjá fullorðnum. Þá er talin full nauðsyn á að koma á þéttu neti vinnuverndarlaga og reglugerða til þess að verja þá gegn skaðlegum áhrifum hávaða. Vinnuverndarlög og reglugerðir eiga t.d. að tryggja að þegar vinna krefst einbeitingar og athygli í vinnuumhverfi fullorðinna skuli hávaða haldið í algjöru lágmarki. Það er því hálf kyndugt að vinnuverndarlöggjöf skuli ekki ná til barna í þeirra vinnuumhverfi þ.e.a.s. í skóla/leikskóla. Það er eins og gert sé ráð fyrir því að börn geti haldið athygli og einbeitingu við aðstæður sem fullorðnir treysta sér ekki til. Þannig eiga börn að geta einbeitt sér í kennslu þó hávaði fari yfir þau mörk sem talin eru geta skaðað heyrn eins og tölur úr mælingum frá Vinnueftirliti hafa sýnt að gerist, sérstaklega í leikskólum og íþróttatímum grunnskóla. Eða er ekki ætlast til þess að börn taki eftir, haldi einbeitingu í skóla og meðtaki það sem þar er sagt, m.ö.o. nemi? Sé svo, þá kemur áleitin spurning. Hvað er nám? Er það leikur eða er það vinna? Þar ríkir hráskinnaleikur því að í öðru orðinu má ekki má tala um að börn vinni en í hinu orðinu er talað um vinnu þegar kemur að námi hvort sem er í skóla eða heima. Óneitanlega eru athyglisverð þau hávaðamörk sem sett eru til að tryggja að fullorðnir geti einbeitt sér og átt samræður á vinnustað. Þar segir: Á skrifstofum og öðrum stöðum (skólum? Innskot höf.) þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. (Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum, nr. 921/2006, 9.11. 2006). Ef litið er til mælinga Vinnueftirlits ríkisins á hávaða í leik/grunnskólum sést að meðalhávaði í skólum/leikskólum liggur frá 75-85 dB. Þessar tölur eru vel í samræmi við það sem mælst hefur erlendis í skólahúsnæði. Það segir sig sjálft að ef fullorðnir treysta sér ekki til að einbeita sér í slíkum hávaða þá geta börn það enn síður vegna þess að til þess hafa þau ekki öðlast þann þroska sem fullorðnir hafa til að bera. Hávaði í leikskólum hefur mælst enn hærri en í grunnskólum og yfir löglegum mörkum. Það er umhugsunarvert sé litið til tveggja þátta. Annars vegar eru börnin á máltökuskeiði á leikskólum þar sem þau dvelja flest allt upp í 8 klukkustundir. Hins vegar er eyrnabólga mjög algeng í ungum börnum. Hvernig ætli fullorðnum þætti að dveljast í hávaða með eyrnabólgu? Ung börn kvarta ekki en þau sýna með hegðun ef þeim líður illa, t.d. með óróleika og vanstillingu. Ætli megi ekki stundum rekja athyglis- og einbeitingarskort og ofvirkni til þeirrar ástæðu? Hávaði er skaðvaldur og rannsóknir hafa sýnt hvernig hann eykur streitu, hjartslátt, skemmir heyrn og rödd. Að fjölga börnum í rými eins og nú er gert í grunnskólum býður þeirri hættu heim að hávaði eykst. Hjá slíku er erfitt að komast þar sem hann fylgir ávallt lifandi verum, ekki síst börnum. Börn eru að nema mál og ef hávaðinn er slíkur að hann kæfir talhljóð, sem hann gerir miðað við tölur frá Vinnueftirliti ríkisins, þá er hætt við að einhver börn nái ekki að hlusta sér til skilnings. Afleiðingin getur orðið sú að þau börn missa löngun og getu til að hlusta sér til gagns. Þar með er tungumálsuppbygging í uppnámi vegna þess að barnið nær ekki að heyra rétt það sem kennari eða aðrir segja og myndar því ekki eðlilegan orðaforða. Börnum með athyglis- og einbeitingarskort (ADHD) er sérstaklega hætt í hávaðasömu umhverfi. Ef það reynist rétt að hávaði sé orðinn svo mikill í almennri kennslu að nemendur fái heyrnarhlífar til að verjast hávaða og geta einbeitt sér þá er skörin farin að færast upp í bekkinn. Reyndar hefur hávaði mælst svo mikill í leikskólum og íþróttakennslu að samkvæmt lögum ættu allir að vera með heyrnarhlífar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Alltof oft hættir okkur til að vanmeta eða ofmeta styrk barna og þol. Í allri umræðu um hagræðingu í skólakerfinu, samruna skóla, aukningu nemendafjölda í bekk, virðist eins og menn hafi ekki áttað sig á því að einn áhættuþáttur eflist við slíkar aðgerðir en það er aukin skaðsemi hávaða. Með því að ætla börnum að geta einbeitt sér að námi og heyra til kennara í hávaða, ofmetum við hlustunargetu þeirra og þol. Þetta er í raun merkilegt í ljósi þess hve vakandi við virðumst vera þegar kemur að þessum þáttum hjá fullorðnum. Þá er talin full nauðsyn á að koma á þéttu neti vinnuverndarlaga og reglugerða til þess að verja þá gegn skaðlegum áhrifum hávaða. Vinnuverndarlög og reglugerðir eiga t.d. að tryggja að þegar vinna krefst einbeitingar og athygli í vinnuumhverfi fullorðinna skuli hávaða haldið í algjöru lágmarki. Það er því hálf kyndugt að vinnuverndarlöggjöf skuli ekki ná til barna í þeirra vinnuumhverfi þ.e.a.s. í skóla/leikskóla. Það er eins og gert sé ráð fyrir því að börn geti haldið athygli og einbeitingu við aðstæður sem fullorðnir treysta sér ekki til. Þannig eiga börn að geta einbeitt sér í kennslu þó hávaði fari yfir þau mörk sem talin eru geta skaðað heyrn eins og tölur úr mælingum frá Vinnueftirliti hafa sýnt að gerist, sérstaklega í leikskólum og íþróttatímum grunnskóla. Eða er ekki ætlast til þess að börn taki eftir, haldi einbeitingu í skóla og meðtaki það sem þar er sagt, m.ö.o. nemi? Sé svo, þá kemur áleitin spurning. Hvað er nám? Er það leikur eða er það vinna? Þar ríkir hráskinnaleikur því að í öðru orðinu má ekki má tala um að börn vinni en í hinu orðinu er talað um vinnu þegar kemur að námi hvort sem er í skóla eða heima. Óneitanlega eru athyglisverð þau hávaðamörk sem sett eru til að tryggja að fullorðnir geti einbeitt sér og átt samræður á vinnustað. Þar segir: Á skrifstofum og öðrum stöðum (skólum? Innskot höf.) þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. (Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum, nr. 921/2006, 9.11. 2006). Ef litið er til mælinga Vinnueftirlits ríkisins á hávaða í leik/grunnskólum sést að meðalhávaði í skólum/leikskólum liggur frá 75-85 dB. Þessar tölur eru vel í samræmi við það sem mælst hefur erlendis í skólahúsnæði. Það segir sig sjálft að ef fullorðnir treysta sér ekki til að einbeita sér í slíkum hávaða þá geta börn það enn síður vegna þess að til þess hafa þau ekki öðlast þann þroska sem fullorðnir hafa til að bera. Hávaði í leikskólum hefur mælst enn hærri en í grunnskólum og yfir löglegum mörkum. Það er umhugsunarvert sé litið til tveggja þátta. Annars vegar eru börnin á máltökuskeiði á leikskólum þar sem þau dvelja flest allt upp í 8 klukkustundir. Hins vegar er eyrnabólga mjög algeng í ungum börnum. Hvernig ætli fullorðnum þætti að dveljast í hávaða með eyrnabólgu? Ung börn kvarta ekki en þau sýna með hegðun ef þeim líður illa, t.d. með óróleika og vanstillingu. Ætli megi ekki stundum rekja athyglis- og einbeitingarskort og ofvirkni til þeirrar ástæðu? Hávaði er skaðvaldur og rannsóknir hafa sýnt hvernig hann eykur streitu, hjartslátt, skemmir heyrn og rödd. Að fjölga börnum í rými eins og nú er gert í grunnskólum býður þeirri hættu heim að hávaði eykst. Hjá slíku er erfitt að komast þar sem hann fylgir ávallt lifandi verum, ekki síst börnum. Börn eru að nema mál og ef hávaðinn er slíkur að hann kæfir talhljóð, sem hann gerir miðað við tölur frá Vinnueftirliti ríkisins, þá er hætt við að einhver börn nái ekki að hlusta sér til skilnings. Afleiðingin getur orðið sú að þau börn missa löngun og getu til að hlusta sér til gagns. Þar með er tungumálsuppbygging í uppnámi vegna þess að barnið nær ekki að heyra rétt það sem kennari eða aðrir segja og myndar því ekki eðlilegan orðaforða. Börnum með athyglis- og einbeitingarskort (ADHD) er sérstaklega hætt í hávaðasömu umhverfi. Ef það reynist rétt að hávaði sé orðinn svo mikill í almennri kennslu að nemendur fái heyrnarhlífar til að verjast hávaða og geta einbeitt sér þá er skörin farin að færast upp í bekkinn. Reyndar hefur hávaði mælst svo mikill í leikskólum og íþróttakennslu að samkvæmt lögum ættu allir að vera með heyrnarhlífar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir Skoðun