Fleiri fréttir

Gegnum dimman kynjaskóg

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi fer vaxandi sú nagandi tilfinning að beðið sé eftir Godot. Algjört ráðleysið endurspeglast í Pétri Blöndal að tala um það í Silfrinu að selja Þjórsá...

Ekki lesa þetta! Krepputal!

Þráinn Bertelsson skrifar

Eins og allir vita sem fylgjast með fréttatilkynningum frá landlæknisembættinu og heilsuverndarstofnunum getur sannleikurinn valdið bæði kvíða og áhyggjum, einkum meðal sauðsvarts almúgans.

Kæri sáli

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég verð að játa það að ég varð hálfskelkuð og óttaslegin til að byrja með eins og gengur og gerist þegar einhver verður fyrir áföllum. En nú er bara uppi á mér typpið, kæri sáli. Þótt ótrúlegt megi virðast.

Alvara lífsins

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram í skugga mestu umbrota í íslensku fjármálalífi. Einn af stærstu bönkum landsins hefur verið þjóðnýttur. Erlendar eignir annars seldar. Um leið hefur gengi krónunnar fallið enn dýpra niður.

Gjörið svo vel

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála.

Kreppa og króna

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar

Þegar heimskreppan barst hingað um 1930, urðu ummæli Ásgeirs Ásgeirssonar, síðar forseta Íslands, fræg: „Kreppan er eins og vindurinn. Enginn veit, hvaðan hún kemur eða hvert hún fer."

Verkafólk og aldraðir þurfa kjarabætur

Kjarasamningar eru í uppnámi. Forsendur þeirra eru brostnar vegna mikillar verðbólgu. Samningar verða lausir í byrjun næsta árs og verða ekki framlengdir nema til komi verulegar kjarabætur. Verðbólgan hefur étið upp allar kjarabætur samninganna frá því í febrúar sl. Kjaraskerðing verkafólks sl. 12 mánuði er 5%.

Breytt hlutverk ríkisvaldsins?

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Tónninn hefur breyst verulega þegar talað er um samskipti ríkisvaldsins og fjármálalífsins. Ekki fyrir svo löngu voru háværustu raddirnar þær að ríkisvaldið ætti að láta fjármálaheiminn sem mest í friði, markaðurinn myndi sjá um sig sjálfur ef ríkið léti sér nægja að leggja upp með grunnleikreglurnar, sem ættu að vera sem fæstar og einfaldastar. Nú er, með réttu, kallað á götum úti; hvar er ríkisstjórnin og hvað er hún að gera?

Skyndibiti í skjóli nætur

Þorvaldur Gylfason skrifar

Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað kom Henrik Ibsen tvisvar á dag ár eftir ár, hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, til að matast og lesa blöðin, oftast með pípuhatt á höfðinu.

Árangursríkt grasrótarstarf

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Krabbameinsfélagið helgar í ár, eins og undanfarin ár, októbermánuð árveknisátaki gegn brjóstakrabbameini. Um leið og vakin er athygli á hópleit Krabbameinsfélagsins að brjóstakrabbameini og konur hvattar til að nýta sér hana er bleika slaufan seld til ágóða fyrir tækjakaupum Krabbameinsfélagsins.

Góði pabbi, vondi pabbi

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Vökustaurar forfeðranna hafa nú loks endurheimt hlutverk sitt síðustu örlaganætur. Ósofnir og veðraðir víkingarnir hafa snúið aftur til að færa okkur almúgan­um þau tíðindi að skildirnir séu brotnir, axirnar hauslausar og útrásin hafi breyst í innrás.

Stóra systir

Einar Már Jónsson skrifar

Vofa gengur nú ljósum logum um París og reyndar um allt Frakkland og gegnir nafninu „Edvige". Kannske gæti maður ætlað að þetta sé lítil og nett Skotta, því Edvige er að vísu fallegt stúlkunafn, og er því eins vel hægt að ímynda sér hana á gangi um borgarstrætin klædda eftir hausttískunni með eyrnalokka og dökkmáluð hvarmahár, dragandi að sér augnagotur táldráttarmanna meðan laufblöðin falla fölnuð af trjánum.

Þjóðríkjum til eflingar

Jón Sigurðsson skrifar

Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan "hembygdsrätt“.

Voru aðrar leiðir færar en þjóðnýting?

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Hlutverk seðlabanka er meðal annars að tryggja virkni fjármála­kerfisins og vera bankastofnunum lánveitandi til þrautavara. Fyrir helgi komst Glitnir í vandræði með fjármögnun og leitaði á náðir Seðlabankans um skammtímafjármögnun. Á sunnudagskvöld voru ráðin tekin af stjórn bankans og hann þjóðnýttur.

Þjóðnýting Glitnis

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að þjóðnýta Glitni er söguleg hvort heldur litið er á atburðinn af sjónarhóli markaðarins eða stjórnmálanna. Þetta er stærsta einstaka ráðstöfun fjármuna sem tekin hefur verið. Aldrei hafa jafn margar krónur verið færðar til á jafn fáum klukkutímum.

Af malbiki á malarveg

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Það er ekki án tilefnis sem efnahagsmál eru mál málanna nú um stundir, bæði hér heima og erlendis. Eftir blússandi ferð í eðalvagni á hraðbrautum heimsins komum við að hraðahindrun sem við áttum hreint ekki von á.

Bréf til Jóhanns sýslumanns

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum.

Gjaldmiðill í andarslitrunum

Svanborg Sigmarsdóttir skrifar

Ellefu hundruð fyrirtæki verða gjaldþrota á árinu, reynist spár Creditinfo réttar, sem er um 65 prósenta aukning frá síðasta ári. Þá er ótalinn sá fjöldi einstaklinga sem mun ekki ráða við samdráttinn. Það er raunar svo að bjartsýnisraddirnar eru orðnar fáar og fjarlægar, og þeir sem á vormánuðum reyndu að draga í efa þungar spár Seðlabanka og fleiri um dimmar framtíðarhorfur eru nú þagnaðir.

Viljum við stærsta bílakirkjugarð í Evrópu?

Danir eru farnir að kalla bílaflotann sinn, stærsta bílakirkjugarð Evrópu. Þá er ekki átt við að heilu akrarnir séu undirlagðir fyrir gamla og ónýta bíla heldur eru þeir allir í umferð en bílafloti dana hefur lengi þótt úrsérgenginn. Með nýlegum reglum um vörugjöld og skráningargjöld á bílum stefnir í algjört óefni að sögn neytendafélag í Danmörku og þeirra sem starfa í bílgreininni.

Drög að stefnu Vinstri grænna í málefnum utangarðsfólks

Það sem er fyrst og fremst gott við stefnu borgarinnar í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum er það að hún er fyrsta stefna sinnar tegundar á Íslandi og brautryðjandi sem slík. Utangarðsfólk á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér, verja stjórnarskrárvarin mannréttindi og rétt til húsaskjóls. Stefnan er árangur af baráttu þeirra fjölmörgu sem tekið hafa upp hanskann fyrir þetta fólk. Það er verðugt markmið að efla samstarf og forvarnir, auka reglubundna þjónustu, styrkja tímabundin úrræði og fjölga langtíma úrræðum. Stefnan er aðgengileg á vefsvæði Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Geheime Staatspolizei á Íslandi

Þráinn Bertelsson skrifar

Manni rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir að Alþingi sé að taka til meðferðar frumvörp sem séu „svo leynileg að raunverulegt innihald þeirra megi alls ekki spyrjast út til þjóðarinnar" - í hverrar umboði Alþingi starfar. BB dómsmálaráðherra hefur verið allra manna duglegastur við að leggja fram dularfull drög að dularfullum frumvörpum um dularfullar stofnanir með dularfullan tilgang. Að þessu sinni munu drögin dularfullu vera að frumvarpi um öryggis- og greiningarþjónustu og hafa verið kynnt fyrir fulltrúum þingflokka og því lýst hvernig skipa megi „þessum málum" hér á landi. Þá hefur nefnd á vegum utanríkisráðherra „um hættumat" einnig verið kynnt þessi frumvarpsdrög.

Orkunýting og atvinnusköpun

Grétar Mar Jónsson skrifar

Við Íslendingar framleiðum raforku með vatni, en ekki kolum eða olíu og höfum þar með sérstöðu á því sviði. Í ljósi þess þurfum við að fá svör við því frá ríkisstjórn landsins, hvort fylgt verði eftir til framtíðar undanþágu okkur til handa, varðandi heildarmagn losunar útblásturs. Það skiptir verulegu máli til framtíðar litið hvort við munum fá að njóta þeirrar hinnar sömu sérstöðu okkar.

Minnisvarðar og milllimetrafeminísmi

Davíð Þór Jónsson skrifar

Í síðustu viku sá ég svolítið eftir því að hafa sagt mig úr Vinstri grænum á sínum tíma, af því að ég hefði viljað gera það í síðustu viku. Tilefnið var frámunaleg heimskuleg ummæli Svanhvítar Svavarsdóttur um þá fallegu og eðlilegu ákvörðun borgarstjórnar að láta heiðra minningu Tómasar Guðmundssonar með því að reisa honum styttu.

Ómaklega að embættismönnum vegið

Björn Bjarnason skrifar

Hinn 1. janúar 2007 var embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum stofnað og var Jóhann Benediktsson, sem hafði verið sýslumaður á Keflavíkur­flugvelli síðan 1999, skipaður í embættið. Fram til 1. janúar 2007 starfaði Jóhann Benediktsson undir forræði utanríkisráðuneytis og hann var starfsmaður í utanríkisþjónustunni, þegar utanríkisráðherra skipaði hann sem sýslumann.

Lærum af Íraksstríðinu

Fjármálakreppan hefur leyst Íraksstríðið af hólmi sem efsta mál á dagskrá bandarísku forsetakosninganna, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn telja að það hafi orðið kaflaskipti í Írak; fjölgun í herliði Bandaríkjahers hafi brotið andspyrnuna á bak aftur og ofbeldi minnkað. Hin undirliggjandi skilaboð eru skýr: Að sýna mátt sinn og megin tryggir sigur.

Stórtíðindi í vændum?

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Þegar talsmaður Evrópusambandsins kveður svo afdráttarlaust upp úr um sjávarútvegsstefnu sambandsins sem gerðist nú á dögunum, þá eru það stórfréttir. Reinhard Priebe, aðstoðarframkvæmdastjóri sjávarútvegmála ESB, sagði í útvarpinu á þriðjudaginn var: „Ég tel ekki að innganga Íslendinga í ESB þýddi að allt sem lýtur að fiskveiðistefnunni breyttist. Ég býst frekar við að það kæmi fólki á óvart hve fátt þyrfti að breytast.“

Gamlir símastaurar syngja

Gerður Kristný skrifar

Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni.

Hvað næst?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar er skipuð áhrifaríku fólki bæði úr stjórnmálum og atvinnulífi. Eigi að síður er hún undirnefnd í stjórnkerfinu. Í því ljósi er einkar athyglisvert að þrír menn úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skuli taka á móti nefndinni nú í vikunni í Brussel. Það er mjög skýr vísbending um að þar á bæ er Evrópuumræðan hér tekin alvarlega.

Ljótara kynið

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt.

Á að fjármagna skólastarf með lánsfé?

Hjalti Þór Vignisson skrifar

Á síðustu árum hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga staðið undir meira en þriðjungi skatttekna sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin tvö ár hefur ríkið beitt sér fyrir því að efla sjóðinn og framlög úr honum hafa ásamt aðhaldi í rekstri sveitar­félagsins leitt til þess að skuldir sveitarsjóðs hafa lækkað umtalsvert. Þær nema nú innan við helmingi af árlegum tekjum hans. Mikilvægi Jöfnunarsjóðs fyrir sveitarfélag eins og Hornafjörð er því hafið yfir allan vafa.

Pilsfaldakapítalismi

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur beðið þingið í Washington um heimild til að taka 700 milljarða dollara lán til að forða fjármálakerfi landsins frá frekari skakkaföllum.

Samskiptin við dómsmálaráðherra

Jón Kaldal skrifar

Lögreglumennirnir suður með sjó sem vilja hætta ætla ekki að kveðja þegjandi og halla hurðinni varlega á eftir sér. Samskiptin við dómsmálaráðuneytið hafa verið afar stirð, segir í fréttatilkynningu sem Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, sendi frá sér í gær. Tilefnið er að hann ásamt þremur lykilmönnum embættisins hafa óskað eftir því að láta af störfum um næstu mánaðamót því þeir telja algjöran trúnaðarbrest hafa orðið milli sín og ráðuneytisins.

Sparnaðarráð

Ólafur Sindri Ólafsson skrifar

Sumar stéttir blómstra á krepputímum. Sparnaðarráðgjafar eru ein þeirra. Smjör drýpur af hverju strái í húsakynnum þeirra þessa dagana þar sem prólarnir flykkjast að, ólmir í að fá að borga fyrir að meðtaka fagnaðarerindið um að eyða ekki um efni fram.

Óskhyggja og raunsæi

Auðunn Arnórsson skrifar

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hittir í dag að máli í Brussel Joaquin Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fundahöldum Brussel-leiðangurs nefndarinnar mun síðan ljúka með spjalli við fulltrúa Seðlabanka Evrópu.

Að læra að læra: Vika símenntunar 21. – 28. september

Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir skrifar

Símenntun er regnhlífarhugtak yfir námskeið og lengri námsleiðir sem standa fullorðnum einstaklingum til boða. Oft eru þessi námskeið starfstengd þar sem markmiðið er að þjálfa hæfni sem er mikilvæg í starfi. Símenntun nær einnig yfir öll þau tómstunda-, tungumála- og sjálfstyrkingarnámskeið sem í boði eru fyrir fullorðna.

Á Ísland að taka upp evru?

Björgvin Guðmundsson skrifar

Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi.

Sigurgangan

Einar Már Jónsson skrifar

Næsti áfanginn sem boðaður hefur verið í sigurgöngu frjálshyggjunnar í Frakklandi er sá að einkavæða póstþjónustuna.

Spilað með hjartastrengina

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Svona áratug eftir svolítið kaldrifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjartastrengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af laginu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum.

Verðmiði á klúðrið

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Stórtíðindi viðskiptalífsins á heimssögulega vísu hafa einkennt síðustu daga. Til þess að forða kreppu sem teygja myndi anga sína um heim allan búa stjórnvöld í Bandaríkjunum sig undir að taka á sig kostnað af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést í uppkaupum á undirmálslánaskuldabréfavöndlum.

Jónasi svarað

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fyrstu viðbrögðin við yfirmannaskiptum á fréttastofum ljósvakamiðlanna í síðustu viku voru þau að bankastjórn Seðlabankans fól formanni sínum að koma fram á Stöð 2 en ekki í sjónvarpi ríkisins til að hafa uppi andsvör við framlagi Jónasar Haralz og fjölda annarra sérfræðinga og forystumanna í stjórnmálum og atvinnulífi til umræðunnar um peningamálastefnuna.

Að læra af kreppunni

Sverrir Jakobsson skrifar

Að undanförnu hefur sjálfsálit Íslendinga fengið nokkurn skell. Hugmyndin um íslenska efnahagsmógúlinn sem væri bestur og klárastur í öllum heiminum hefur verið leiðarstef í hátíðarræðum ráðamanna um langt skeið og hefur breytt íslenskri tungu.

Rafbílar boðnir velkomnir

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Samgöngur í sátt við umhverfið, meðal annars rafvæddar samgöngur, voru til umfjöllunar á ráðstefnu í Reykjavík í liðinni viku, Driving Sustainability 08.

Á ári Steinsins

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Á þessu ári, þann 13. október hefði Steinn Steinarr orðið hundrað ára en þann 25. maí síðastliðinn voru fimmtíu ár liðin frá dauða hans. Borgaryfirvöld ætla að minnast þessara tímamóta með því að láta reisa enn eina styttuna af Tómasi Guðmundssyni.

Að granda sýslumanni - mannfórn í Keflavík

Þráinn Bertelsson skrifar

Eitt höfuðeinkenni góðrar stjórnsýslu er að menn staldri stutt við á valdastólum. Enginn ráðherra á að gegna sama ráðherraembætti lengur en fjögur ár né vera ráðherra lengur en átta ár samtals - átta ár eru hryllilega langur tími. Svipað á að gilda um stjórnendastöður hjá Ríkinu. Fjögurra ára ráðningartími og framlengdur um tvö til fjögur ár ef frammistaðan er almennt talin hafa verið frábær - en auðvitað auglýsa embættið eftir fjögur ár.

Sjá næstu 50 greinar