Lærum af Íraksstríðinu 27. september 2008 08:00 Fjármálakreppan hefur leyst Íraksstríðið af hólmi sem efsta mál á dagskrá bandarísku forsetakosninganna, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn telja að það hafi orðið kaflaskipti í Írak; fjölgun í herliði Bandaríkjahers hafi brotið andspyrnuna á bak aftur og ofbeldi minnkað. Hin undirliggjandi skilaboð eru skýr: Að sýna mátt sinn og megin tryggir sigur. En það var einmitt rembingur af þessu tagi sem leiddi til innrásarinnar í Írak á sínum tíma. Stríðið átti að sýna fram á vald í krafti hernaðarlegra yfirburða. Þess í stað leiddi stríðið takmarkanir sínar í ljós. Að auki gróf innrásin undan raunverulegum máttarstólpa Bandaríkjanna - hinni siðferðilegu ábyrgð. Vissulega er minnkandi ofbeldi fagnaðarefni og það má vel vera að fjölgun hermanna eigi sinn þátt í því. En hvergi annars staðar í heiminum þætti það góður dagur þegar aðeins 25 óbreyttir borgarar falla í valinn. Það liggur heldur ekki fyrir hvernig fjölgun hermanna hefur lægt ófriðarbálið. Aðrir þættir skipta líklega mun meira máli, til dæmis að Bandaríkjaher greiddi andspyrnumönnum úr röðum súnnía fyrir að slást í lið með sér gegn Al-Kaída. Það er áhættusöm stefna. Bandaríkin ættu að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að mynda sterka ríkisstjórn samhentrar breiðfylkingaren ekki styrkja einstök herlið. Írösk stjórnvöld gera sér grein fyrir hættunni og er byrjuð að handtaka herforingja sem Bandaríkjamenn studdu. Horfur á stöðugleika eru ekki góðar. Og það er einmitt mergur málsins: fjölgun hermanna átti að skapa svigrúm fyrir pólitíska endurnýjun, sem þarf til að tryggja stöðugleika til lengri tíma. Sú endurnýjun hefur ekki átt sér stað. Á sama tíma kemur hernaðarlegur og efnahagslegur kostnaður ófaranna sífellt betur í ljós. Jafnvel þótt Bandaríkjunum hefði tekist að koma á stöðugleika í Írak, hefði það ekki tryggt sigur í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Það hefur heldur ekki gengið vel í Afganistan, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ástandið í Pakistan verður sífellt óstöðugra. Þá eru flestir sérfræðingar á einu máli um að Rússar hafi ráðist inn í Georgíu meðal annars vegna þess, að þeir þóttust vita að Bandaríkin væru bundin í báða skó á tveimur vígstöðvum og gæti þar af leiðandi lítið gert. Rússar reyndust hafa rétt fyrir sér. Íraksstríðið hefur alfarið verið fjármagnað með aukinni skuldsetningu. Það á sinn þátt í því að skuldir bandaríska þjóðarbúsins hafa aukist um tvo þriðju hluta á aðeins átta árum. Og enn syrtir í álinn: búist er við að fjárlagahallinn árið 2009 verði yfir 500 milljarða dollara. Þá er ótalinn kostnaðurinn við björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði. Stríðið og rekstur þess hefur snarminnkað svigrúm Bandaríkjanna og næsta víst að það mun dýpka og lengja efnahagslægðina. Sú skoðun að fjölgun hermanna í Íraks hafi verið árangursrík er sérstaklega hættuleg í ljósi þess að stríðsreksturinn í Afganistan gengur illa. Evrópskir bandamenn Bandaríkjanna eru langþreyttir á stöðugum bardögum og mannfalli í fjöllunum. Fæstir leiðtogar í Evrópu eru jafn vel að sér í blekkingarbrögðum og Bush-stjórnin og eiga erfiðara með að leyna mannfallinu fyrir almenningi. Bandaríkin munu auðvitað halda áfram að þrýsta á bandamenn sína, en lýðræðið setur slíkum þrýstingi skorður. Mexíkó og Chile létu til dæmis ekki undan þrýstingi Bandaríkjamanna um að styðja innrásina í Írak á þingi Sameinuðu þjóðanna vegna almennrar andstöðu heima fyrir. Tíminn hefur leitt í ljós að almenningur í þessum löndum hafði á réttu að standa. En í Bandaríkjunum gerir trúin á að fjölgun í herliðinu hafi „virkað" í Írak það að verkum að æ fleiri vilja fjölga í herliðinu í Afganistan. Mistökin sem gerð voru í Írak höfðu hins vegar ekkert með styrk heraflans að gera heldur sjálfa baráttuaðferðina. Það er kominn tími til að Bandaríkin og Evrópa dragi af lærdóm af Íraksstríðinu - eða öllu heldur, læri upp á nýtt af mistökum nærri allra þeirra ríkja sem hertaka önnur lönd og reyna að taka framtíð þeirra í sínar hendur. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Fjármálakreppan hefur leyst Íraksstríðið af hólmi sem efsta mál á dagskrá bandarísku forsetakosninganna, meðal annars vegna þess að Bandaríkjamenn telja að það hafi orðið kaflaskipti í Írak; fjölgun í herliði Bandaríkjahers hafi brotið andspyrnuna á bak aftur og ofbeldi minnkað. Hin undirliggjandi skilaboð eru skýr: Að sýna mátt sinn og megin tryggir sigur. En það var einmitt rembingur af þessu tagi sem leiddi til innrásarinnar í Írak á sínum tíma. Stríðið átti að sýna fram á vald í krafti hernaðarlegra yfirburða. Þess í stað leiddi stríðið takmarkanir sínar í ljós. Að auki gróf innrásin undan raunverulegum máttarstólpa Bandaríkjanna - hinni siðferðilegu ábyrgð. Vissulega er minnkandi ofbeldi fagnaðarefni og það má vel vera að fjölgun hermanna eigi sinn þátt í því. En hvergi annars staðar í heiminum þætti það góður dagur þegar aðeins 25 óbreyttir borgarar falla í valinn. Það liggur heldur ekki fyrir hvernig fjölgun hermanna hefur lægt ófriðarbálið. Aðrir þættir skipta líklega mun meira máli, til dæmis að Bandaríkjaher greiddi andspyrnumönnum úr röðum súnnía fyrir að slást í lið með sér gegn Al-Kaída. Það er áhættusöm stefna. Bandaríkin ættu að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að mynda sterka ríkisstjórn samhentrar breiðfylkingaren ekki styrkja einstök herlið. Írösk stjórnvöld gera sér grein fyrir hættunni og er byrjuð að handtaka herforingja sem Bandaríkjamenn studdu. Horfur á stöðugleika eru ekki góðar. Og það er einmitt mergur málsins: fjölgun hermanna átti að skapa svigrúm fyrir pólitíska endurnýjun, sem þarf til að tryggja stöðugleika til lengri tíma. Sú endurnýjun hefur ekki átt sér stað. Á sama tíma kemur hernaðarlegur og efnahagslegur kostnaður ófaranna sífellt betur í ljós. Jafnvel þótt Bandaríkjunum hefði tekist að koma á stöðugleika í Írak, hefði það ekki tryggt sigur í „stríðinu gegn hryðjuverkum". Það hefur heldur ekki gengið vel í Afganistan, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og ástandið í Pakistan verður sífellt óstöðugra. Þá eru flestir sérfræðingar á einu máli um að Rússar hafi ráðist inn í Georgíu meðal annars vegna þess, að þeir þóttust vita að Bandaríkin væru bundin í báða skó á tveimur vígstöðvum og gæti þar af leiðandi lítið gert. Rússar reyndust hafa rétt fyrir sér. Íraksstríðið hefur alfarið verið fjármagnað með aukinni skuldsetningu. Það á sinn þátt í því að skuldir bandaríska þjóðarbúsins hafa aukist um tvo þriðju hluta á aðeins átta árum. Og enn syrtir í álinn: búist er við að fjárlagahallinn árið 2009 verði yfir 500 milljarða dollara. Þá er ótalinn kostnaðurinn við björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði. Stríðið og rekstur þess hefur snarminnkað svigrúm Bandaríkjanna og næsta víst að það mun dýpka og lengja efnahagslægðina. Sú skoðun að fjölgun hermanna í Íraks hafi verið árangursrík er sérstaklega hættuleg í ljósi þess að stríðsreksturinn í Afganistan gengur illa. Evrópskir bandamenn Bandaríkjanna eru langþreyttir á stöðugum bardögum og mannfalli í fjöllunum. Fæstir leiðtogar í Evrópu eru jafn vel að sér í blekkingarbrögðum og Bush-stjórnin og eiga erfiðara með að leyna mannfallinu fyrir almenningi. Bandaríkin munu auðvitað halda áfram að þrýsta á bandamenn sína, en lýðræðið setur slíkum þrýstingi skorður. Mexíkó og Chile létu til dæmis ekki undan þrýstingi Bandaríkjamanna um að styðja innrásina í Írak á þingi Sameinuðu þjóðanna vegna almennrar andstöðu heima fyrir. Tíminn hefur leitt í ljós að almenningur í þessum löndum hafði á réttu að standa. En í Bandaríkjunum gerir trúin á að fjölgun í herliðinu hafi „virkað" í Írak það að verkum að æ fleiri vilja fjölga í herliðinu í Afganistan. Mistökin sem gerð voru í Írak höfðu hins vegar ekkert með styrk heraflans að gera heldur sjálfa baráttuaðferðina. Það er kominn tími til að Bandaríkin og Evrópa dragi af lærdóm af Íraksstríðinu - eða öllu heldur, læri upp á nýtt af mistökum nærri allra þeirra ríkja sem hertaka önnur lönd og reyna að taka framtíð þeirra í sínar hendur. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun