Viljum við stærsta bílakirkjugarð í Evrópu? 29. september 2008 06:45 Özur Lárusson skrifar um endurnýjun bifreiða. Danir eru farnir að kalla bílaflotann sinn, stærsta bílakirkjugarð Evrópu. Þá er ekki átt við að heilu akrarnir séu undirlagðir fyrir gamla og ónýta bíla heldur eru þeir allir í umferð en bílafloti dana hefur lengi þótt úrsérgenginn. Með nýlegum reglum um vörugjöld og skráningargjöld á bílum stefnir í algjört óefni að sögn neytendafélag í Danmörku og þeirra sem starfa í bílgreininni. Gamlir og úrsérgengnir bílar eru alltof margir í umferðinni sem bæði skapa mikla hættu fyrir vegfarendur og þá sem í þeim ferðast þar sem allir slitfletir og öryggisbúnaður er slitinn og af skornum skammti. Þessir bílar eru með litlar sem engar mengunarvarnir og losa ótæpilega af óæskilegum loftegundum útí andrúmsloftið. Er tekið svo stórt til orða í danska bílablaðinu Motormagasinet að það þurfi enginn að vera í vafa um að það stefni í algjört óefni þar sem ástand bílaflotans versni með degi hverjum og um ógn sé að ræða bæði gagnvart umhverfinu og umferðaröryggi. Danska skoðunarstöðin Applus Bilsyn gerði úttekt á 500.000 bílum sem teknir voru til skoðunar er sýndi frammá hve bilanatíðni eykst með ári hverju. Svo tekið sé dæmi af bremsukerfi samkvæmt þessari rannsókn þá bilar það í 3% tilfella í bílum undir 5 ára aldri en í 30% tilfella í bílum sem eru orðnir 10 ára. Gerðar voru athugasemdir við burðarvirki bíla undir 5 ára aldri í 2% tilfella en í 31% tilfella í bílum sem náð höfðu 10 ára aldri. Komið hafa fram hugmyndir um að hækka þær greiðslur sem bíleigendur fá þegar bílnum er skilað inn til endurvinnslu og er lagt til að sú upphæð verði ekki lægri en Dkr. 10.000,- Þannig sé komin hvati fyrir fólk að henda úrsér gengnum bílum. Þetta eru atriðið sem stjórnvöld hér á landi ættu að hafa í huga nú þegar ýmsar hugmyndir eru á lofti um breytingar á gjaldakerfi á bílum og eldsneyti. Með því að setja óhóflegar álögur á einkabílinn leiðir það til þess að fólk hefur ekki ráð á því að endurnýja fjölskyldubílinn. Þegar talað er um fjölskyldubílinn verður líka að hafa í huga að þarfir fólks eru mismunandi, sumar fjölskyldur eru það stórar að nauðsynlegt er fyrir þær að eiga bíl sem uppfyllir kröfur um pláss sem og fólk í dreifbýli sem í mörgum tilfellum þarf að eiga öflugri bíla en þeir sem búa á mölinni. Með því að hækka vörugjöld á bílum sem fyrrgreindir hópar þurfa að eiga er verið að mismuna fólki. Einnig ber að varast það að hafa slík vörugjaldakerfi í mörgum þrepum. Í dag eru meginflokkarnir tveir þe. 30 og 45% vörugjöld sem leggjast ofan á innkaupsverð bifreiðar. Þrátt fyrir það hafa margir séð sér leik á borði og flutt inn bíla á röngum reikningum og komist upp með það. Of margir flokkar vörugjalda og háar álögur ýta undir það að óprúttnir aðilar nýti sér göt í kerfinu, ásamt því að skapa óþarfa vinnu og kostnað bæði fyrir opinberar stofnanir sem og þau fyrirtæki sem stunda innflutning á bifreiðum. Umbuna á fólki í þéttbýli sem ferðast innanbæjar á svokölluðum visthæfum bílum eins og Reykjavíkurborg gerir með fríum bílastæðum fyrir bíla sem uppfylla ákveðnar kröfur um eldneytiseyðslu og losun á Co2. Slíkar bifreiðar ættu að vera án vörugjalda en það yrði til þess að fólk í þéttbýli myndi skoða þann kost sem innanbæjarbíl eða sem annan bíl á heimili. Meðalaldur einkabílsins hér á landi er 9,5 ár sem er mikið og ekki viljum við lenda í þeirri stöðu eins og stefnir í hjá dönum eða algjört óefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Özur Lárusson skrifar um endurnýjun bifreiða. Danir eru farnir að kalla bílaflotann sinn, stærsta bílakirkjugarð Evrópu. Þá er ekki átt við að heilu akrarnir séu undirlagðir fyrir gamla og ónýta bíla heldur eru þeir allir í umferð en bílafloti dana hefur lengi þótt úrsérgenginn. Með nýlegum reglum um vörugjöld og skráningargjöld á bílum stefnir í algjört óefni að sögn neytendafélag í Danmörku og þeirra sem starfa í bílgreininni. Gamlir og úrsérgengnir bílar eru alltof margir í umferðinni sem bæði skapa mikla hættu fyrir vegfarendur og þá sem í þeim ferðast þar sem allir slitfletir og öryggisbúnaður er slitinn og af skornum skammti. Þessir bílar eru með litlar sem engar mengunarvarnir og losa ótæpilega af óæskilegum loftegundum útí andrúmsloftið. Er tekið svo stórt til orða í danska bílablaðinu Motormagasinet að það þurfi enginn að vera í vafa um að það stefni í algjört óefni þar sem ástand bílaflotans versni með degi hverjum og um ógn sé að ræða bæði gagnvart umhverfinu og umferðaröryggi. Danska skoðunarstöðin Applus Bilsyn gerði úttekt á 500.000 bílum sem teknir voru til skoðunar er sýndi frammá hve bilanatíðni eykst með ári hverju. Svo tekið sé dæmi af bremsukerfi samkvæmt þessari rannsókn þá bilar það í 3% tilfella í bílum undir 5 ára aldri en í 30% tilfella í bílum sem eru orðnir 10 ára. Gerðar voru athugasemdir við burðarvirki bíla undir 5 ára aldri í 2% tilfella en í 31% tilfella í bílum sem náð höfðu 10 ára aldri. Komið hafa fram hugmyndir um að hækka þær greiðslur sem bíleigendur fá þegar bílnum er skilað inn til endurvinnslu og er lagt til að sú upphæð verði ekki lægri en Dkr. 10.000,- Þannig sé komin hvati fyrir fólk að henda úrsér gengnum bílum. Þetta eru atriðið sem stjórnvöld hér á landi ættu að hafa í huga nú þegar ýmsar hugmyndir eru á lofti um breytingar á gjaldakerfi á bílum og eldsneyti. Með því að setja óhóflegar álögur á einkabílinn leiðir það til þess að fólk hefur ekki ráð á því að endurnýja fjölskyldubílinn. Þegar talað er um fjölskyldubílinn verður líka að hafa í huga að þarfir fólks eru mismunandi, sumar fjölskyldur eru það stórar að nauðsynlegt er fyrir þær að eiga bíl sem uppfyllir kröfur um pláss sem og fólk í dreifbýli sem í mörgum tilfellum þarf að eiga öflugri bíla en þeir sem búa á mölinni. Með því að hækka vörugjöld á bílum sem fyrrgreindir hópar þurfa að eiga er verið að mismuna fólki. Einnig ber að varast það að hafa slík vörugjaldakerfi í mörgum þrepum. Í dag eru meginflokkarnir tveir þe. 30 og 45% vörugjöld sem leggjast ofan á innkaupsverð bifreiðar. Þrátt fyrir það hafa margir séð sér leik á borði og flutt inn bíla á röngum reikningum og komist upp með það. Of margir flokkar vörugjalda og háar álögur ýta undir það að óprúttnir aðilar nýti sér göt í kerfinu, ásamt því að skapa óþarfa vinnu og kostnað bæði fyrir opinberar stofnanir sem og þau fyrirtæki sem stunda innflutning á bifreiðum. Umbuna á fólki í þéttbýli sem ferðast innanbæjar á svokölluðum visthæfum bílum eins og Reykjavíkurborg gerir með fríum bílastæðum fyrir bíla sem uppfylla ákveðnar kröfur um eldneytiseyðslu og losun á Co2. Slíkar bifreiðar ættu að vera án vörugjalda en það yrði til þess að fólk í þéttbýli myndi skoða þann kost sem innanbæjarbíl eða sem annan bíl á heimili. Meðalaldur einkabílsins hér á landi er 9,5 ár sem er mikið og ekki viljum við lenda í þeirri stöðu eins og stefnir í hjá dönum eða algjört óefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun