Bréf til Jóhanns sýslumanns Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 30. september 2008 05:30 Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum. Til að byrjað með þá getur þú væntanlega sofið út á morgun en við skulum kannski láta það liggja á milli hluta. Mig langar hins vegar að segja þér söguna af honum Vinicius De Moraes. Hann var brasilískur embættismaður og vann meðal annars í brasilíska sendiráðinu í Frakklandi og Úrúgvæ. Árið 1959 er honum hins vegar bolað úr embætti svo hann var allt í einu kominn í sömu aðstöðu og þú þegar þú vaknaðir í morgun. Það eru þessi ótímabæru tímamót. En þótt undarlegt megi virðast eru flestir sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Vinucius og einnig brasilíska menningarsögu því hann fór til síns heimalands og varð eftir þetta einn af upphafsmönnum Nova Samba. Og fyrir tilstilli hans syngjum við nú, þegar við bregðum undir okkur betri fætinum, Girl From Ipanema, One Note Samba, A Felicidade og fleiri lög sem runnin eru undan rifjum fyrrverandi embættismannsins atarna. Og það er mikilvægt að hafa það í huga, Jóhann, að engum sögum fer af þeim sem boluðu honum úr starfi; heimsbyggðin veit bara alls ekkert af þeim. Eða eins og gríska máltækið segir um óþekkta menn: jafnvel mamma þeirra veit ekki hverjir þeir eru. En allur hinn upplýsti heimur kannast við tón- og ljóðskáldið Vinicius De Moraes eða hefur að minnsta kosti haft einhver kynni af andlegum afurðum hans. Ég ætla ekki að vera með neina pressu á þig Jóhann, en alla vega, það verður spennandi að fylgjast með því hvað þú tekur þér fyrir hendur nú þegar þú stendur í sömu sporum og Moraes gerði árið 1959. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun
Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum. Til að byrjað með þá getur þú væntanlega sofið út á morgun en við skulum kannski láta það liggja á milli hluta. Mig langar hins vegar að segja þér söguna af honum Vinicius De Moraes. Hann var brasilískur embættismaður og vann meðal annars í brasilíska sendiráðinu í Frakklandi og Úrúgvæ. Árið 1959 er honum hins vegar bolað úr embætti svo hann var allt í einu kominn í sömu aðstöðu og þú þegar þú vaknaðir í morgun. Það eru þessi ótímabæru tímamót. En þótt undarlegt megi virðast eru flestir sammála um að það hafi verið mikið lán fyrir Vinucius og einnig brasilíska menningarsögu því hann fór til síns heimalands og varð eftir þetta einn af upphafsmönnum Nova Samba. Og fyrir tilstilli hans syngjum við nú, þegar við bregðum undir okkur betri fætinum, Girl From Ipanema, One Note Samba, A Felicidade og fleiri lög sem runnin eru undan rifjum fyrrverandi embættismannsins atarna. Og það er mikilvægt að hafa það í huga, Jóhann, að engum sögum fer af þeim sem boluðu honum úr starfi; heimsbyggðin veit bara alls ekkert af þeim. Eða eins og gríska máltækið segir um óþekkta menn: jafnvel mamma þeirra veit ekki hverjir þeir eru. En allur hinn upplýsti heimur kannast við tón- og ljóðskáldið Vinicius De Moraes eða hefur að minnsta kosti haft einhver kynni af andlegum afurðum hans. Ég ætla ekki að vera með neina pressu á þig Jóhann, en alla vega, það verður spennandi að fylgjast með því hvað þú tekur þér fyrir hendur nú þegar þú stendur í sömu sporum og Moraes gerði árið 1959.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun