Að læra að læra: Vika símenntunar 21. – 28. september Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir skrifar 24. september 2008 13:03 Símenntun er regnhlífarhugtak yfir námskeið og lengri námsleiðir sem standa fullorðnum einstaklingum til boða. Oft eru þessi námskeið starfstengd þar sem markmiðið er að þjálfa hæfni sem er mikilvæg í starfi. Símenntun nær einnig yfir öll þau tómstunda-, tungumála- og sjálfstyrkingarnámskeið sem í boði eru fyrir fullorðna. Mörg stéttarfélög eru með sérstaka sjóði sem gera félagsmönnum kleift að sækja símenntunarnámskeið og hvetja félögin þá til þess. Samfélag okkar þróast hratt og oft er erfitt að fylgjast með öllum breytingum sem eiga sér stað í störfum okkar. Þing Evrópusambandsins mælir með eftirfarandi átta færniiatriðum (key competences) sem æskilegt er að hafa til hliðsjónar þegar hugað er að símenntun: Samskipti á móðurmálinu Samskipti á erlendum tungumálum Stærðfræðikunnátta og grundvallarþekking í vísindum og tækni Færni í stafrænni tækni, upplýsinga- og samskiptatækni Að læra að læra Félagsleg færni og borgaravitund. Skilningur á frumkvöðlastarfi og að sýna frumkvæði Menningarvitund og tjáning Til þess að takast á við öra starfsþróun í atvinnulífinu er mikilvægt að stuðla að aukinni símenntun þar sem þessi færni er þjálfuð. Eitt af þessum atriðum er að læra að læra. Þetta virðist í fyrstu stinga svolítið í stúf við hina færniþættina. Hins vegar er þessi færni eflaust einna mikilvægust. Að læra að læra þýðir í raun að vakna til vitundar um að á meðan við lifum erum við stöðugt að læra. Það er einnig ábending um hve mikilvægt það er að leita leiða til að læra meira og að geta skipulagt nám okkar. Símenntunarmiðstöðvar hafa þetta að leiðarljósi og reyna að koma til móts við einstaklinga og atvinnulíf með því að bjóða upp á alls kyns leiðir til þess að aðstoða fólk við að læra að læra. Í síbreytilegu starfsumhverfi og samfélagi er mikilvægt að tileinka sér kosti þess að læra. Opinn hugur og örlítið þor er oft það eina sem til þarf. Bæði einstaklingar og atvinnurekendur þurfa þess vegna að vera vakandi fyrir mikilvægi símenntunar og hvar hún stendur til boða. Þann 21. - 28. september er vika símenntunar haldin. Markmið viku símenntunar að þessu sinni er að vekja áhuga fólks sem ekki hefur notið mikillar formlegrar menntunar á tækifærum til þess að efla sig með símenntun. Í viku símenntunar eru atvinnurekendur hvattir til að vekja athygli á gildi símenntunar á vinnustöðum sínum og fólk hvatt til að halda áfram að læra alla ævi. Í viku símenntunar mun Framvegis, miðstöð um símenntun, bjóða upp á örnámskeið og kynningar á námsleiðum sem vinnustaðir geta pantað þeim að kostnaðarlausu. Yfirlit yfir það sem í boði er má finna á heimasíðunni www.framvegis.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Símenntun er regnhlífarhugtak yfir námskeið og lengri námsleiðir sem standa fullorðnum einstaklingum til boða. Oft eru þessi námskeið starfstengd þar sem markmiðið er að þjálfa hæfni sem er mikilvæg í starfi. Símenntun nær einnig yfir öll þau tómstunda-, tungumála- og sjálfstyrkingarnámskeið sem í boði eru fyrir fullorðna. Mörg stéttarfélög eru með sérstaka sjóði sem gera félagsmönnum kleift að sækja símenntunarnámskeið og hvetja félögin þá til þess. Samfélag okkar þróast hratt og oft er erfitt að fylgjast með öllum breytingum sem eiga sér stað í störfum okkar. Þing Evrópusambandsins mælir með eftirfarandi átta færniiatriðum (key competences) sem æskilegt er að hafa til hliðsjónar þegar hugað er að símenntun: Samskipti á móðurmálinu Samskipti á erlendum tungumálum Stærðfræðikunnátta og grundvallarþekking í vísindum og tækni Færni í stafrænni tækni, upplýsinga- og samskiptatækni Að læra að læra Félagsleg færni og borgaravitund. Skilningur á frumkvöðlastarfi og að sýna frumkvæði Menningarvitund og tjáning Til þess að takast á við öra starfsþróun í atvinnulífinu er mikilvægt að stuðla að aukinni símenntun þar sem þessi færni er þjálfuð. Eitt af þessum atriðum er að læra að læra. Þetta virðist í fyrstu stinga svolítið í stúf við hina færniþættina. Hins vegar er þessi færni eflaust einna mikilvægust. Að læra að læra þýðir í raun að vakna til vitundar um að á meðan við lifum erum við stöðugt að læra. Það er einnig ábending um hve mikilvægt það er að leita leiða til að læra meira og að geta skipulagt nám okkar. Símenntunarmiðstöðvar hafa þetta að leiðarljósi og reyna að koma til móts við einstaklinga og atvinnulíf með því að bjóða upp á alls kyns leiðir til þess að aðstoða fólk við að læra að læra. Í síbreytilegu starfsumhverfi og samfélagi er mikilvægt að tileinka sér kosti þess að læra. Opinn hugur og örlítið þor er oft það eina sem til þarf. Bæði einstaklingar og atvinnurekendur þurfa þess vegna að vera vakandi fyrir mikilvægi símenntunar og hvar hún stendur til boða. Þann 21. - 28. september er vika símenntunar haldin. Markmið viku símenntunar að þessu sinni er að vekja áhuga fólks sem ekki hefur notið mikillar formlegrar menntunar á tækifærum til þess að efla sig með símenntun. Í viku símenntunar eru atvinnurekendur hvattir til að vekja athygli á gildi símenntunar á vinnustöðum sínum og fólk hvatt til að halda áfram að læra alla ævi. Í viku símenntunar mun Framvegis, miðstöð um símenntun, bjóða upp á örnámskeið og kynningar á námsleiðum sem vinnustaðir geta pantað þeim að kostnaðarlausu. Yfirlit yfir það sem í boði er má finna á heimasíðunni www.framvegis.is.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar