Að læra að læra: Vika símenntunar 21. – 28. september Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir skrifar 24. september 2008 13:03 Símenntun er regnhlífarhugtak yfir námskeið og lengri námsleiðir sem standa fullorðnum einstaklingum til boða. Oft eru þessi námskeið starfstengd þar sem markmiðið er að þjálfa hæfni sem er mikilvæg í starfi. Símenntun nær einnig yfir öll þau tómstunda-, tungumála- og sjálfstyrkingarnámskeið sem í boði eru fyrir fullorðna. Mörg stéttarfélög eru með sérstaka sjóði sem gera félagsmönnum kleift að sækja símenntunarnámskeið og hvetja félögin þá til þess. Samfélag okkar þróast hratt og oft er erfitt að fylgjast með öllum breytingum sem eiga sér stað í störfum okkar. Þing Evrópusambandsins mælir með eftirfarandi átta færniiatriðum (key competences) sem æskilegt er að hafa til hliðsjónar þegar hugað er að símenntun: Samskipti á móðurmálinu Samskipti á erlendum tungumálum Stærðfræðikunnátta og grundvallarþekking í vísindum og tækni Færni í stafrænni tækni, upplýsinga- og samskiptatækni Að læra að læra Félagsleg færni og borgaravitund. Skilningur á frumkvöðlastarfi og að sýna frumkvæði Menningarvitund og tjáning Til þess að takast á við öra starfsþróun í atvinnulífinu er mikilvægt að stuðla að aukinni símenntun þar sem þessi færni er þjálfuð. Eitt af þessum atriðum er að læra að læra. Þetta virðist í fyrstu stinga svolítið í stúf við hina færniþættina. Hins vegar er þessi færni eflaust einna mikilvægust. Að læra að læra þýðir í raun að vakna til vitundar um að á meðan við lifum erum við stöðugt að læra. Það er einnig ábending um hve mikilvægt það er að leita leiða til að læra meira og að geta skipulagt nám okkar. Símenntunarmiðstöðvar hafa þetta að leiðarljósi og reyna að koma til móts við einstaklinga og atvinnulíf með því að bjóða upp á alls kyns leiðir til þess að aðstoða fólk við að læra að læra. Í síbreytilegu starfsumhverfi og samfélagi er mikilvægt að tileinka sér kosti þess að læra. Opinn hugur og örlítið þor er oft það eina sem til þarf. Bæði einstaklingar og atvinnurekendur þurfa þess vegna að vera vakandi fyrir mikilvægi símenntunar og hvar hún stendur til boða. Þann 21. - 28. september er vika símenntunar haldin. Markmið viku símenntunar að þessu sinni er að vekja áhuga fólks sem ekki hefur notið mikillar formlegrar menntunar á tækifærum til þess að efla sig með símenntun. Í viku símenntunar eru atvinnurekendur hvattir til að vekja athygli á gildi símenntunar á vinnustöðum sínum og fólk hvatt til að halda áfram að læra alla ævi. Í viku símenntunar mun Framvegis, miðstöð um símenntun, bjóða upp á örnámskeið og kynningar á námsleiðum sem vinnustaðir geta pantað þeim að kostnaðarlausu. Yfirlit yfir það sem í boði er má finna á heimasíðunni www.framvegis.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Símenntun er regnhlífarhugtak yfir námskeið og lengri námsleiðir sem standa fullorðnum einstaklingum til boða. Oft eru þessi námskeið starfstengd þar sem markmiðið er að þjálfa hæfni sem er mikilvæg í starfi. Símenntun nær einnig yfir öll þau tómstunda-, tungumála- og sjálfstyrkingarnámskeið sem í boði eru fyrir fullorðna. Mörg stéttarfélög eru með sérstaka sjóði sem gera félagsmönnum kleift að sækja símenntunarnámskeið og hvetja félögin þá til þess. Samfélag okkar þróast hratt og oft er erfitt að fylgjast með öllum breytingum sem eiga sér stað í störfum okkar. Þing Evrópusambandsins mælir með eftirfarandi átta færniiatriðum (key competences) sem æskilegt er að hafa til hliðsjónar þegar hugað er að símenntun: Samskipti á móðurmálinu Samskipti á erlendum tungumálum Stærðfræðikunnátta og grundvallarþekking í vísindum og tækni Færni í stafrænni tækni, upplýsinga- og samskiptatækni Að læra að læra Félagsleg færni og borgaravitund. Skilningur á frumkvöðlastarfi og að sýna frumkvæði Menningarvitund og tjáning Til þess að takast á við öra starfsþróun í atvinnulífinu er mikilvægt að stuðla að aukinni símenntun þar sem þessi færni er þjálfuð. Eitt af þessum atriðum er að læra að læra. Þetta virðist í fyrstu stinga svolítið í stúf við hina færniþættina. Hins vegar er þessi færni eflaust einna mikilvægust. Að læra að læra þýðir í raun að vakna til vitundar um að á meðan við lifum erum við stöðugt að læra. Það er einnig ábending um hve mikilvægt það er að leita leiða til að læra meira og að geta skipulagt nám okkar. Símenntunarmiðstöðvar hafa þetta að leiðarljósi og reyna að koma til móts við einstaklinga og atvinnulíf með því að bjóða upp á alls kyns leiðir til þess að aðstoða fólk við að læra að læra. Í síbreytilegu starfsumhverfi og samfélagi er mikilvægt að tileinka sér kosti þess að læra. Opinn hugur og örlítið þor er oft það eina sem til þarf. Bæði einstaklingar og atvinnurekendur þurfa þess vegna að vera vakandi fyrir mikilvægi símenntunar og hvar hún stendur til boða. Þann 21. - 28. september er vika símenntunar haldin. Markmið viku símenntunar að þessu sinni er að vekja áhuga fólks sem ekki hefur notið mikillar formlegrar menntunar á tækifærum til þess að efla sig með símenntun. Í viku símenntunar eru atvinnurekendur hvattir til að vekja athygli á gildi símenntunar á vinnustöðum sínum og fólk hvatt til að halda áfram að læra alla ævi. Í viku símenntunar mun Framvegis, miðstöð um símenntun, bjóða upp á örnámskeið og kynningar á námsleiðum sem vinnustaðir geta pantað þeim að kostnaðarlausu. Yfirlit yfir það sem í boði er má finna á heimasíðunni www.framvegis.is.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar