Fleiri fréttir

Björk bindur slaufu á Biophilia

Björk Guðmundsdóttir lýkur þriggja ára Biophilia-verkefni sínu með nýrri heimildarmynd þar sem tónleikaferð hennar er fönguð. Fram undan er vinnsla nýrrar plötu sem kemur út á næsta ári. Henni líður vel svo lengi sem hún býr nálægt Vesturbæjarlauginni.

Rokkarar rokka til góðs

Smutty Smiff stendur fyrir góðgerðartónleikum undir nafninu Rokk fyrir Frosta. Afar sjaldgæfar ljósmyndir verða einnig boðnar upp til styrktar Frosta.

Stuðmenn sameina kynslóðirnar

Jóhann Jóhannsson, dóttursonur Sæma Rokk, dansar og syngur með Stuðmönnum í kvöld en 38 ár eru síðan að Sæmi Rokk sjálfur dansaði með Stuðmönnum.

GusGus með nýja sýningu og nýjan ljóma

Hljómsveitin GusGus fagnar útgáfu sinnar nýjustu plötu, Mexico, í kvöld. Sveitin prufukeyrir þar nýja sýningu sem er á leið um allan heim á næstu mánuðum.

Þakið rifnar af Café Rosenberg

Hljómsveitin The Aristocrats, sem skipuð er þungvigtarhljóðfæraleikurum á heimsvísu, heimsækir Ísland. Sveitin er þekkt fyrir einstaka tilburði á tónleikum.

Kaleo spilar fyrir þotuliðið í London

Bob Gruen, einkaljósmyndari Johns Lennon, heldur sýningu í London í október. Í veislu á eftir spilar Kaleo fyrir gesti á borð við George Michael og Kate Moss.

Spiluðu fyrir einn gest og hund

Hljómsveitin Eva lauk upptökum á sinni fyrstu breiðskífu á dögunum. Til að fjármagna það sem eftir er heldur sveitin pop-up tónleika um allar trissur.

Ólöf kynnir Palme

Tónlistarkonan Ólöf Arnalds er þessa dagana að kynna sína fjórðu sólóplötu, Palme, sem kemur út í Bretlandi í dag á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Indian.

Semja við norskt útgáfufyrirtæki

Íslenska þungarokkshljómsveitin Momentum hefur skrifað undir samning við norska plötufyrirtækið Dark Essence Records og er ný plata á leiðinni.

Til hamingju Ísland!

Eina sem skyggði á þéttan flutning Justins voru örlitlir hnökrar í hljóðkerfi Kórsins.

Sjá næstu 50 fréttir