Fleiri fréttir

Coldplay var dáleidd

Coldplay-liðar, sem voru að gefa út nýja plötu, hafa viðurkennt að þeir hafi reynt að semja fyrir nýju plötuna í dáleiðslu. Þetta kom fram í spjalli BBC við bassaleikarann Guy Berryman. Platan, Mylo Xyloto, hefur fengið misjafnar viðtökur og fékk meðal annars eingöngu tvær stjörnur í Poppinu, fylgiriti Fréttablaðsins.

Fersk hljómsveit eftir átta ára hvíld

Fyrsta plata hljómsveitarinnar Náttfara kemur út á morgun, en sveitin var endurvakin í fyrra eftir átta ára pásu. Trommari Náttfara segir að frelsun hafi verið fólgin í því að taka upp gömlu lögin á ný.

Setti ljóðabækurnar upp í Excel

Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir , Lay Low, hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Brostinn streng, þar sem hún syngur eigin lög við ljóð íslenskra skáldkvenna. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Lovísu um gerð plötunnar, sem hún segir kraftmeiri en þær fyrri.

Austurrískur ásláttarleikari heillaði Björk

Austurríski ásláttarleikarinn Manu Delago hefur spilað með Björk á Biophilia-tónleikum hennar í Hörpu að undanförnu. Hljóðfærið sem hann er þekktastur fyrir nefnist Hang og er aðeins tíu ára gamalt.

Stóns á Gauknum laugardagskvöld

Rolling Stones heiðrunarsveit Íslands sem kalla sig Stóns halda heljarinnar tónleika til heiðurs stærstu og bestu rokkhljómsveit mannkynsögunnar að þeirra mati á Gauk á Stöng á morgun laugardag, 22.oktober...

John Grant vill vinna með GusGus

Biggi Veira úr hljómsveitinni GusGus hitti bandaríska tónlistarmanninn John Grant þegar hann var hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni. Grant er mikill GusGus-aðdáandi eins og kom fram í viðtali við hann í Fréttablaðinu.

Coldplay segir ástarsögu

Fimmta hljóðversplata Coldplay, Mylo Xyloto, kemur út um næstu helgi. Textarnir snúast um tvær manneskjur í leit að ástinni. Enska hljómsveitin Coldplay gefur eftir helgi út sína fimmtu hljóðversplötu, Mylo Xyloto. Textarnir fjalla um raunirnar sem tvær manneskjur ganga í gegnum í leit að ástinni.

Stone Roses snýr aftur á næsta ári

Breska rokksveitin The Stone Roses ætlar að koma saman á tvennum tónleikum í heimaborg sinni Manchester á næsta ári. Í framhaldinu ætlar hún í tónleikaferð um heiminn. Tónleikarnir í Manchester verða haldnir í Heaton Park fyrir framan 80 þúsund manns.

Rolling Stone hrífst af Biophilia

Fyrstu Biophilia-tónleikar Bjarkar í Hörpu af níu talsins fá mjög góða dóma á heimasíðu bandaríska tímaritsins Rolling Stone.

Partíþokan fer af stað

FM Belfast, Prinspóló, Sin Fang og Borko eru á leiðinni í tónleikaferðalagið Partíþokuna sem hefst á laugardaginn á Græna hattinum á Akureyri. Af því tilefni eru FM Belfast og Prinspóló búin að endurgera lagið Partíþokan, sem kom út fyrir tveimur árum á safnplötunni Hitaveitunni í flutningi Prinspóló og Skakkamanage. "Við ætlum að fara norður, vestur og austur og halda tónleika og vera með stuð og sprell,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson úr Prinspóló. Lagið Partíþokan er fáanlegt á Gogoyoko.com. - fb

Nýtt lag frá Todmobile

Todmobile hefur sent frá sér lagið Sjúklegt sjóv. Það er eftir gítarleikarann Þorvald Bjarna og textinn eftir Andreu Gylfadóttur. Lagið verður á sjöundu plötu hljómsveitarinnar, 7, sem kemur út 10. nóvember. Andrea og Eyþór Ingi Gunnlaugsson skipta söngnum á plötunni á milli sín og þeir Benedikt Brynleifsson og Ólafur Hólm, sem hefur lengi spilað með Nýdönsk, sjá báðir um trommuleikinn. Föstudagskvöldið 18. nóvember leikur Todmobile í fyrsta sinn í Hörpu, eða í Eldborgarsalnum, og er miðasala hafin á þá tónleika.

40 hljómsveitir á Dillon

Skemmtistaðurinn Dillon við Laugaveg spýtir aldeilis í lófana nú á Airwaves hátíðinni en frá því á miðvikudag og fram á sunnudag koma fram tæplega 40 hljómsveitir á staðnum.

Gott að semja með kærastanum

„Ég er ótrúlega spennt. Ég hlakka svo mikið til,“ segir Bryndís Jakobsdóttir sem spilar í Kaldalónssal Hörpunnar á laugardagskvöld.

Samstarf við Hammond

Rokksveitin The Vaccines, með Árna Hjörvar Árnason á bassanum, gefur út nýja smáskífu 4. desember. Þar verður lagið Wetsuit af fyrstu plötu sveitarinnar, What Did You Expect From The Vaccines?, og einnig Tiger Blood sem var tekið upp í samvinnu við Albert Hammond Jr., gítarleikara The Strokes.

Idol-stjarna vinsælust í Bandaríkjunum

Síðasti sigurvegari American Idol, Scotty McCreery, er nú í efsta sæti Billboard listans í Bandaríkjunum. Nýjasta plata hans ber heitið Clear as Day.

Spears fær falleinkunn í Svíþjóð

Poppprinsessan Britney Spears fær skelfilega dóma hjá dönskum og sænskum fjölmiðlum eftir tónleika sína þar í vikunni. Það var á mánudaginn sem Spears tróð upp í Herning í Danmörku og sögðu danskir gagnrýnendur hana vera jafn kynþokkafulla á sviði og „strætóstoppistöð í rigningu“.

Tónlistin eins og Trójuhestur

Draumpoppararnir í Beach House spila í Listasafni Reykjavíkur í kvöld. Sveitin hefur verið að semja efni á nýja plötu og eru þetta fyrstu tónleikar hennar í tvo og hálfan mánuð.

Sjá næstu 50 fréttir