Fleiri fréttir

Verður í Reykjavík um helgar

Tökur á stórmyndinni Oblivion fara fram hér á landi um þessar mundir og það hefur varla fram hjá neinum farið að aðalleikari myndarinnar, Tom Cruise, er á Íslandi. Sjöundi hluti myndarinnar er tekinn upp hér á landi og helmingur tökuliðsins kemur frá Íslandi.

Hringir bjöllunni í Reykjavík

„Það geta allir fengið ís hjá okkur og það þarf aldrei að skilja neinn útundan þó hann sé með ofnæmi eða neitt svoleiðis. Við erum með eitthvað fyrir alla,“ segir Ásgeir Baldursson, eigandi fyrirtækisins Ísbílsins.

Greindist með MS

Jack Osbourne greindist með sjúkdóminn MS fyrr í þessum mánuði. Frá þessu segir yngsti sonur Osbourne-fjölskyldunnar í viðtali við breska blaðið Hello. Osbourne, sem er þekktur fyrir þátttöku sína í Osbourne-raunveruleikaþáttunum og sem þáttastjórnandi vestanhafs, segir að það hafi verið erfitt að takast á við sjúkdómsgreininguna.

Eiður Smári á hliðarlínunni upp á Skaga

Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen var staddur uppi á Akranesi um helgina þar sem Norðurálsmót 7. flokks í fótbolta fór fram. Eiður Smári stóð á hliðarlínunni og hvatti yngsta son sinn, Daníel, áfram en hann keppti fyrir hönd HK.

Trúir ekki á hjónaband

Kardashian-fjölskyldan sat fyrir svörum hjá spjallþáttadrottningunni Opruh Winfrey fyrir skemmstu og meðal þess sem fjallað var um var skilnaður Kris Jenner og Roberts Kardashian heitins.

Feiminn á tökustað

Leikarinn Robert Pattinson kveðst feiminn þegar hann þarf að leika í kynlífssenum í kvikmyndum. Hann segir vandræðagang oft fylgja slíkum tökum og að hann viti sjaldnast hvað hann eigi að segja við mótleikkonur sínar að þeim loknum.

Jay Z fékk þotu að gjöf

Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum á sunnudag og ólíklegt er að nokkur hafi fengið stærri gjöf í tilefni dagsins en rapparinn Jay Z. Jay Z og Beyoncé eignuðust sitt fyrsta barn í byrjun ársins og því var þetta í fyrsta sinn sem rapparinn hélt daginn hátíðlegan. Samkvæmt Mediatakeout.com fékk Jay Z einkaþotu af gerðinni Bombardier Challenger 850 að gjöf frá konu sinni. Vélin er búin setustofu, eldhúsi, svefnherbergi og tveimur fullbúnum baðherbergjum og er sögð hafa kostað um fimm milljarða króna.

Gaga með grænt hár

Lady Gaga klæddist óvenju klassískum og fallegum kjól í Sidney um helgina...

Kelin Kryddpía

Fyrrum Kryddpían Geri Halliwell og unnusti hennar, Ítalinn Fabrizio Politi, njóta stundarinnar saman á Maldives eyjunum eins og sjá má á myndunum. Þau fóru ekki leynt með ást sína í sandinum eins og sjá má...

Hjólaviðgerðir undir ljúfum tónum

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon stóðu fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga dagana 17. maí – 11. júní 2012. Viðtökur almennings voru framar vonum og alls söfnuðust um 500 hjól á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar og Hringrásar um landið allt og hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.

Hætt hjá Séð og heyrt

Leikkonan og ritstýran Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt eftir sex ára starf hjá útgáfufélaginu Birgintur...

Alltaf verið kölluð Barbí

"Ég hef alltaf verið kennd við Barbí,“ segir hin tvítuga Ingibjörg Austmann Þorbjörnsdóttir. Ingibjörg ekur um á eldrauðum Volkswagen Golf með einkanúmerinu Barbí. Hún fékk sér þetta eftirtektarverða bílnúmer í fyrrasumar og hefur vakið nokkra athygli í umferðinni. "Fólk starir mikið á mig þegar ég er að keyra. Það fyndnasta sem ég hef lent í er samt þegar ég kom að litlum stelpum sem voru að reyna að taka númeraplötuna af bílnum,“ segir hún.

Tom Cruise mætti ekki í eigið partí

Framleiðslufyrirtækið True North hélt partí fyrir tökulið kvikmyndarinnar Oblivion á Kex Hosteli á laugardagskvöld. Til stóð að Tom Cruise mætti í partíið, en allt kom fyrir ekki en spenntir gestirnir skemmtu sér þó konunglega án stórstjörnunnar. Um 250 manns mættu í partíið og var staðurinn lokaður almenningi á meðan. Mikil öryggisgæsla var við húsið og mátti sjá vígalega öryggisverði spóka sig á Skúlagötunni.

Lindsay sláandi lík Elizabeth Taylor

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni hefur leikkonan Lindsay Lohan, 25 ára, nóg að gera þessa dagana þar sem hún fer með hlutverk leikkonunnar Elizabeth Taylor...

Longoria ástfangin upp fyrir haus

Leikkonan Eva Longoria, 37 ára, og unnusti hennar Eduardo Cruz, sem hún hætti með um daginn en ákvað svo að byrja aftur með enda ástfangin upp fyrir haus ef marka má myndirnar sem voru teknar af parinu í Sevilla á Spáni í gærdag...

Stuttmyndakóngur vikunnar

„Ég hef aldrei lent í öðru eins, en ég er nú gamall sjómaður svo ég er öllu vanur,“ segir leikarinn Damon Younger, sem er búinn að taka þátt í gerð þriggja stuttmynda á síðustu vikunni og fjórum á síðustu þremur vikum.

Góð mæting í fyrsta Mikka Maraþonið

Mikka Maraþon var haldið í fyrsta skipti í Laugardalnum í morgun. Þátttakendur voru tæplega þúsund talsins sem gerir hlaupið eitt af fimm stærstu hlaupum landsins...

Tom Cruise á tökustað Oblivion

Upptökur á hasarmyndinni Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki hafa farið fram í New York undanfarið en þeim verður áframhaldið hér á landi á næstunni, eins og komið hefur fram.

Gat varla andað

Christian Bale segir að það hafi næstum því liðið yfir sig vegna þess hversu erfitt var að anda í gegnum Batman-búninginn.

Gisele Bündchen tekjuhæst í átta ár

Hin brasilíska Gisele Bündchen er tekjuhæsta ofurfyrirsæta heims áttunda árið í röð samkvæmt Forbes tímaritinu en hún hefur þénað mest allra fyrirsæta frá árinu 2004. Á tímabilinu frá maí 2011 til maí 2012 fékk hún greiddar 45 milljónir dala.

Lady Gaga gagnrýnd

Menningarráðuneyti Taílands hefur gagnrýnt Lady Gaga fyrir að nota þjóðfána landsins á óviðeigandi hátt á tónleikum sem hún hélt í höfuðborginni Bangkok.

Rihanna vill stærri rass

Söngkonan Rihanna hefur tekið vel á því í ræktinni undanfarið og fylgt stífu æfingaprógrammi. Vegna þessa hefur hún lést verulega og kveðst ekki ánægð með breytinguna á vaxtarlagi sínu.

Rómantískt bónorð

Leikarinn Matthew McConaughey var einstaklega rómantískur er hann bað nýbökuðu eiginkonu sína, Camilu Alves, að giftast sér.

Sængaði hjá vændiskonu

Leikarinn Charlie Sheen missti sveindóminn 15 ára gamall með vændiskonu að nafni Candy. Þessu uppljóstraði leikarinn í viðtali við Rolling Stone Magazine. Og, það sem meira er, hann borgaði vændiskonunni með stolnu kreditkorti frá föður sínum, Martin Sheen, sem svaf í hótelherberginu við hliðina er þeir dvöldu í Las Vegas.

Erfitt að fá hlutverk

Kiefer Sutherland segist hafa átt erfitt með að finna góð hlutverk eftir að hafa leikið í sjónvarpsþáttaröðinni vinsælu 24. Hinn 45 ára leikari fer núna með hlutverk í dramaþáttunum Touch.

Draumur í Kjós

Barnalán leikur við þau hjónin Hrafnhildi Hafsteinsdóttur og Bubba Morthens...

Ítölsk endurreisn við Ingólfstorg

Bruschettur og pasta var meðal annars það sem fjölskyldufyrirtækið UNO bauð upp á í formlegri opnun sem haldin var í síðustu viku. Eins og sjá má mætti fjöldi fólks í opnunina og naut veitinganna sem voru girnilegar vægast sagt. Uno.is

Hryllingsmynd Erlings vekur athygli

„Ég hef verið aðdáandi hryllingsmynda síðan ég var krakki,“ segir Erlingur Óttar Thoroddsen meistaranemi í kvikmyndaleikstjórn við Columbia-háskóla í New York. Stuttmynd hans Child Eater hefur hlotið nokkra athygli vestra þrátt fyrir að hafa einungis verið sýnd einu sinni.

Honum finnst ég jafnsæt svona

Hól vikunnar fær 21 árs gamla Erna Kristín Stefánsdóttir frá Selfossi sem lét raka af sér allt hárið til styrktar ABC barnahjálp í vikunni. Erna hét því að raka af sér allt hárið ef hún næði að safna hálfri milljón fyrir ABC barnahjálp sem og hún gerði og rúmlega það. Studdi Bassi kærastinn þinn þig þegar kom að því að raka hárið af? "Já, hann studdi mig mjög vel og var góður við mig á meðan á þessu stóð. Honum finnst ég jafnsæt svona og með hár, jafnvel sætari,“ segir Erna sem gaf Krabbameinsfélaginu hárið til hárkollugerðar.

Lindsay Lohan ók á vörubíl

Lindsay Lohan virðist vera einstaklega lunkin við að koma sé í vandræði en hún er ekki fyrr sloppin úr klóm réttarkerfisins í Bandaríkjunum en hún hefur verið handtekin á ný. Á föstudaginn ók Lohan bíl sínum á vörubíl og þegar lögreglan mætti á svæðið fannst opin vatnsflaska í bílnum sem var full af áfengi.

Bónorð í beinni

Meðfylgjandi má heyra þegar Eva biður Fannar Daða að gifast sér í beinni útsendingu. Hún sendi morgunþættinum Magasín tölvupóst sem hljóðaði svona...

Miðaldra konur með yngri mönnum

Seinustu ár hefur það færst í aukana að miðaldra konur séu farnar að yngja upp. Þær eru oft kallaðar "cougars" á ensku.

Ólafur Ragnar kemur Audda á óvart

Auddi og Sveppi hafa mikið reynt að ná í forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson undanfarnar vikur, en ekki haft erindi sem erfiði. Hjörvar Hafliðason, oftast nefndur Hjöbbi K, bjargaði málunum fyrir Audda og kom honum á óvart með leynigesti sem var enginn annar en forsetinn.

Þjórshátíð haldin

Hópur ungmenna sem kallar sig Ungsól er að skipuleggja náttúruverndarhátíðina Þjórshátíð sem verður haldin 16. júní í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi.

Flest kvikmyndahandrit eru algjört drasl

Robert Pattinson úr Twilight-myndunum, segist að flest kvikmyndahandrit sem hann les séu algjört drasl. Hann hefur aðra sögu að segja um handritið að nýjustu mynd sinni Cosmopolis í leikstjórn hins reynda Davids Cronenberg.

Áfengi minnkar líkur á heilablóðfalli

Rannsóknir hafa sýnt að konur sem drekka sjö vínglös eða bjóra á viku eru ólíklegri til þess að fá heilablóðfall en konur sem drekka ekkert áfengi. Rannsókn þessi var gerð á 83 þúsund konum sem fylgt var eftir í 26 ár...

Aniston ástfangin

Leikkonan Jennifer Aniston, 43 ára og unnusti hennar, leikarinn Justin Theroux, 40 ára, komu við í Eiffel turninum í París í Frakklandi í gærdag. Eins og sjá má var parið myndað bak og fyrir...

Krúnurökuð í jóga

Leikkonan Charlize Theron, 36 ára, stundar jóga eins og enginn sé morgundaginn þessa dagana...

Sjá næstu 50 fréttir