Lífið

Sigríður Elva leysir Kolbrúnu af í Bítinu

Kolbrún, Heimir og Sigríður.
Kolbrún, Heimir og Sigríður. mynd/joi
Sjónvarpskonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir leysir Kolbrúnu Björnsdóttir af í Bítinu á Bylgjunni í sumar.

Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun af fjölmiðlakonunum ásamt útvarpsmanninum Heimi Karlssyni. Eins og sjá má mættu þær í eins peysum í vinnuna í morgun sem er skemmtileg tilviljun vægast sagt.

Voruð þið búnar að ákveða að mæta í nákvæmlega eins peysum í morgun? „Já við hringjum okkur alltaf saman á morgnana svo einkennisbúningurinn sé alveg á hreinu. Það gengur náttúrulega ekki í útvarpi að fólk sé klætt eins og fávitar. Að öllu gríni slepptu þá nei alls ekki,„ svarar Sigríður.

Hvernig leggst í þig Sigríður Elva að vakna klukkan fimm á morgnana alla daga vikunnar? „Þetta er frábært. Mér líður eins og ég sé að fara í flug á hverjum einasta morgni."



Sigríður er samhliða fjölmiðlastarfinu að læra einkaflugmanninn í flugklúbbnum Geirfugli.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.