Lífið

Halda í hefðir á þjóðhátíðardaginn

Lífið spurði þrjár konur hvað þær ætla að gera á þjóðhátíðardaginn 17. júní og hvort þær haldi í hefðir á þessum degi.



Guðrún Tinna Ólafsdóttir

Framkvæmdastjóri barnafatamerkisins Ígló

Það er tvennt sem við fjölskyldan gerum alltaf. Fyrir hádegi hjólum við saman á Austurvöll en mér finnst ofsalega gaman að fylgjast með formlegri þjóðhátíðardagskrá þar og sjá allar konurnar í þjóðhátíðarbúningi. Í öðru lagi höfum við alltaf farið og horft á Brúðubílinn en Helga Steffensen og mamma voru góðar vinkonur. Brúðan Lilli api og vinir hans hafa því fylgt okkur í gegnum árin.

Eftir að stelpurnar stækkuðu vilja þær vera með vinum sínum en við höfum á síðustu árum eytt hluta af deginum á Eiðis¬torgi á Seltjarnarnesi þar sem stelpurnar hitta vini sína. Eldri dóttir okkar syngur í kórnum Litlu snillingarnir sem kemur fram þannig að við tökum þátt í hátíðahöldunum þar.



Berglind Icey

Fyrirsæta og framkvæmdastjóri



Hvernig verður 17. júní hjá þér í Bandaríkjunum? Góð spurning. Ég er ekki oft heima á Íslandi en ég verð í New York fyrri hluta dagsins og svo í háloftunum að fljúga heim til Íslands.Yfirleitt þá klæðist ég ljósum, sumarlegum fötum og fer niður í miðbæ Reykjavíkur, hitti vinafólk mitt og fjölskyldu. Yfirleitt er sett eitthvað gott á grillið, svo auðvitað hummar maður sautjánda júní lagið.



Katrín Júlíusdóttir

iðnaðarráðherra

Við fjölskyldan byrjum daginn í skemmtilegum bröns hjá frænda og vini mannsins míns. Síðan er dagurinn að mestu leyti óráðinn því að ég fór í hnéspeglun í vikunni og því ekki í standi fyrir miklar göngur. Annars förum við alltaf á Rútstúnið í Kópavogi þar sem gleðin ræður ríkjum ár eftir ár. Að sjálfsögðu munum við líka koma EM inn í dagskrána.

Hefur þú haldið í hefðir á þessum degi?Já, Rútstúnið síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.