Lífið

Tom Cruise mætti ekki í eigið partí

Tom Cruise og Katie Holmes snæddu kvöldverð á veitingastaðnum Sushi Samba á laugardagskvöld.
Tom Cruise og Katie Holmes snæddu kvöldverð á veitingastaðnum Sushi Samba á laugardagskvöld.
Framleiðslufyrirtækið True North hélt partí fyrir tökulið kvikmyndarinnar Oblivion á Kex Hosteli á laugardagskvöld. Til stóð að Tom Cruise mætti í partíið, en allt kom fyrir ekki en spenntir gestirnir skemmtu sér þó konunglega án stórstjörnunnar.

Um 250 manns mættu í partíið og var staðurinn lokaður almenningi á meðan. Mikil öryggisgæsla var við húsið og mátti sjá vígalega öryggisverði spóka sig á Skúlagötunni.

Þótt Tom Cruise hafi ekki mætt í partíið sat hann ekki aðgerðalaus í höfuðborginni. Fyrr um daginn sást til hans ásamt eiginkonunni, leikkonunni Katie Holmes, á röltinu í Þingholtunum. Þá snæddu þau kvöldverð á veitingastaðnum Sushi Samba á laugardagskvöld, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Í gær hélt tökulið Oblivion í Mývatnssveit, en tökur á myndinni hefjast í vikunni. Síðar í mánuðinum verður svo kvikmyndað við Drekavatn á Jökulheimaleið. Cruise og Holmes dvöldu á Hilton hóteli Nordica um helgina, en hann hefur eflaust verið á meðal fyrstu manna norður í land þar sem hann er einn af framleiðendum Oblivion. -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.